Vilja vita hvenær verður kosið: „Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 16:20 Óttarr Proppé vísir/stefán Ítrekað var kallað eftir því á þingi í dag að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, legði fram málaskrá sína sem og að settur yrði kjördagur á þingkosningar sem forystumenn stjórnarflokkanna segja að fari fram í haust. Þannig var fundarstjórn forseta rædd í um hálftíma áður en dagskrá þingsins hófst með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Undir liðnum fundarstjórn komu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu, og sumir oftar en einu sinni, og kölluðu eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. Fyrsta fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnum kom síðan frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og var beint til forsætisráðherra, sem á reyndar afmæli í dag. Árni Páll spurði afmælisbarnið út í málaskrá ríkisstjórnarinnar og hvort að ekki væri samstaða innan stjórnarflokkanna um hvaða mál ætti að setja á oddinn. Sigurður Ingi svaraði spurningu þingmannsins ekki beint en sagði þó að hann myndi funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins, síðar í dag til að fara yfir stöðu mála og svo funda með stjórnarandstöðunni á föstudag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, beindi einnig fyrirspurn til Sigurðar Inga og spurði hann út í fyrirhugaðan kjördag í haust. „Þá er ég ekki bara að hugsa um upp á skipulagningu þingsins og alls ekki skipulagningu stjórnmálaflokkanna eða pólitíkusa. Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust og hefur bara áhuga á að vita hvernig haustið verður. Þannig að ég held að allir séu bara að bíða í ofvæni eftir dagsetningu á þessu langa hausti,“ sagði Óttarr. Sigurður Ingi sagðist hafa fullan skilning á væntingum fólks og plönum: „Ég stóð nú reyndar sjálfur í því að gifta mig sumarið 2009 og fékk að vita það þegar ég var í brúðkaupsferðinni að það væri ekki þing því það var nú ekki upplýst þá hvað gerðist á morgun þannig að ég hef fullan skilning á slíkum sjónarmiðum og við ætlum okkur að fara yfir þessi mál og tek bara undir með þingmanninum um mikilvægi þess að það verði skipulagt bæði verkefnin sem menn ætla að fara í og tíminn sem menn áætla sér í þau verkefni svo það gangi upp,“ sagði forsætisráðherra. Hvenær kosningar verða nákvæmlega er því enn óljóst og þá liggur enginn formlegur málalisti frá ríkisstjórninni fyrir en ef marka má orð þeirra Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í fjölmiðlum og á þingi er afnám hafta forgangsmál númer eitt en heilbrigðismál og húsnæðismál virðast einnig vera ofarlega á listanum. Alþingi Tengdar fréttir Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Ítrekað var kallað eftir því á þingi í dag að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, legði fram málaskrá sína sem og að settur yrði kjördagur á þingkosningar sem forystumenn stjórnarflokkanna segja að fari fram í haust. Þannig var fundarstjórn forseta rædd í um hálftíma áður en dagskrá þingsins hófst með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Undir liðnum fundarstjórn komu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu, og sumir oftar en einu sinni, og kölluðu eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. Fyrsta fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnum kom síðan frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og var beint til forsætisráðherra, sem á reyndar afmæli í dag. Árni Páll spurði afmælisbarnið út í málaskrá ríkisstjórnarinnar og hvort að ekki væri samstaða innan stjórnarflokkanna um hvaða mál ætti að setja á oddinn. Sigurður Ingi svaraði spurningu þingmannsins ekki beint en sagði þó að hann myndi funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins, síðar í dag til að fara yfir stöðu mála og svo funda með stjórnarandstöðunni á föstudag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, beindi einnig fyrirspurn til Sigurðar Inga og spurði hann út í fyrirhugaðan kjördag í haust. „Þá er ég ekki bara að hugsa um upp á skipulagningu þingsins og alls ekki skipulagningu stjórnmálaflokkanna eða pólitíkusa. Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust og hefur bara áhuga á að vita hvernig haustið verður. Þannig að ég held að allir séu bara að bíða í ofvæni eftir dagsetningu á þessu langa hausti,“ sagði Óttarr. Sigurður Ingi sagðist hafa fullan skilning á væntingum fólks og plönum: „Ég stóð nú reyndar sjálfur í því að gifta mig sumarið 2009 og fékk að vita það þegar ég var í brúðkaupsferðinni að það væri ekki þing því það var nú ekki upplýst þá hvað gerðist á morgun þannig að ég hef fullan skilning á slíkum sjónarmiðum og við ætlum okkur að fara yfir þessi mál og tek bara undir með þingmanninum um mikilvægi þess að það verði skipulagt bæði verkefnin sem menn ætla að fara í og tíminn sem menn áætla sér í þau verkefni svo það gangi upp,“ sagði forsætisráðherra. Hvenær kosningar verða nákvæmlega er því enn óljóst og þá liggur enginn formlegur málalisti frá ríkisstjórninni fyrir en ef marka má orð þeirra Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í fjölmiðlum og á þingi er afnám hafta forgangsmál númer eitt en heilbrigðismál og húsnæðismál virðast einnig vera ofarlega á listanum.
Alþingi Tengdar fréttir Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00
Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59