Teitur: Lokaði mig inni eftir tapið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2016 06:00 Teitur Örlygsson var áður aðalþjálfari Stjörnunnar áður en hann fór aftur heim til Njarðvíkur fyrir tveimur árum. Vísir Körfubolti Framtíð þjálfaramála Njarðvíkur er í lausu lofti eftir að Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, tilkynnti í fyrradag að Friðrik Ingi Rúnarsson væri hættur sem aðalþjálfari liðsins. Áður hafði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Friðriks Inga, gefið það út að hann myndi ekki halda áfram en það gerði hann strax eftir tap liðsins gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. „Ég er búinn að fá þessa spurningu milljón sinnum í dag,“ sagði Teitur við Fréttablaðið í gær en hann átti erfitt með að gefa skýr svör um hvað tæki við hjá honum í körfuboltanum. „Ég veit nú ekki hvort ég er hættur [þjálfun] fyrir lífstíð. Ég sagði að ég væri hættur í viðtali sem var tekið 25 sekúndum eftir að við töpuðum fyrir KR. Ég er tapsár maður,“ sagði Teitur sem hefur varist allri umræðu um framtíð þjálfaramála í Njarðvík. Sjá einnig: Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun „Síðan við töpuðum hef ég lokað mig inni. Ég er búinn að vera að horfa á NBA alla helgina og varla búinn að tala við nokkurn mann. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit ekki hvað Njarðvík er að hugsa.“ Gunnar formaður er bróðir Teits og því telur sá síðarnefndi að það væri óviðeigandi að koma að næstu skrefum. „Ég vil ekki taka þátt í því ferli. Það væri einfaldlega ekki rétt. Stjórnin mun bara gera það sem hún gerir.“ En þó svo að Teitur viti ekki hvað tekur við segir hann að hann muni ekki taka við aðalþjálfarstarfinu í Njarðvík. Sjá einnig: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík á næstu leiktíð „Það lá ljóst fyrir strax frá upphafi. Það væri ekki rétt í stöðunni. Ekki bara út af því að bróðir minn er formaður heldur líka gagnvart Frikka [Friðriki Inga]. Hann er vinur minn og það væri asnalegt. Við stóðum og féllum með þessu saman. Þannig að ég segi bara nei í dag. En ég hef svo oft sagt bölvaða vitleysu og maður veit ekkert hvað gerist. Eins og staðan er núna er ég í fríi og ætla að njóta þess að veiða í sumar.“ Teitur heldur þó góðu sambandi við sitt gamla félag. „Ég átti gott spjall við Loga [Gunnarsson] í gærkvöldi um framtíðina. Mér er auðvitað afar annt um Njarðvík og að liðið haldi sínum leikmannakjarna og haldi áfram að byggja upp til framtíðar.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00 Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00 Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
Körfubolti Framtíð þjálfaramála Njarðvíkur er í lausu lofti eftir að Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, tilkynnti í fyrradag að Friðrik Ingi Rúnarsson væri hættur sem aðalþjálfari liðsins. Áður hafði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Friðriks Inga, gefið það út að hann myndi ekki halda áfram en það gerði hann strax eftir tap liðsins gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. „Ég er búinn að fá þessa spurningu milljón sinnum í dag,“ sagði Teitur við Fréttablaðið í gær en hann átti erfitt með að gefa skýr svör um hvað tæki við hjá honum í körfuboltanum. „Ég veit nú ekki hvort ég er hættur [þjálfun] fyrir lífstíð. Ég sagði að ég væri hættur í viðtali sem var tekið 25 sekúndum eftir að við töpuðum fyrir KR. Ég er tapsár maður,“ sagði Teitur sem hefur varist allri umræðu um framtíð þjálfaramála í Njarðvík. Sjá einnig: Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun „Síðan við töpuðum hef ég lokað mig inni. Ég er búinn að vera að horfa á NBA alla helgina og varla búinn að tala við nokkurn mann. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit ekki hvað Njarðvík er að hugsa.“ Gunnar formaður er bróðir Teits og því telur sá síðarnefndi að það væri óviðeigandi að koma að næstu skrefum. „Ég vil ekki taka þátt í því ferli. Það væri einfaldlega ekki rétt. Stjórnin mun bara gera það sem hún gerir.“ En þó svo að Teitur viti ekki hvað tekur við segir hann að hann muni ekki taka við aðalþjálfarstarfinu í Njarðvík. Sjá einnig: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík á næstu leiktíð „Það lá ljóst fyrir strax frá upphafi. Það væri ekki rétt í stöðunni. Ekki bara út af því að bróðir minn er formaður heldur líka gagnvart Frikka [Friðriki Inga]. Hann er vinur minn og það væri asnalegt. Við stóðum og féllum með þessu saman. Þannig að ég segi bara nei í dag. En ég hef svo oft sagt bölvaða vitleysu og maður veit ekkert hvað gerist. Eins og staðan er núna er ég í fríi og ætla að njóta þess að veiða í sumar.“ Teitur heldur þó góðu sambandi við sitt gamla félag. „Ég átti gott spjall við Loga [Gunnarsson] í gærkvöldi um framtíðina. Mér er auðvitað afar annt um Njarðvík og að liðið haldi sínum leikmannakjarna og haldi áfram að byggja upp til framtíðar.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00 Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00 Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00
Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00
Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51