Borussia Dortmund á enn möguleika á að vinna þýska meistaratitilinn í fótbolta en liðið vann stórsigur á Wolfsburg, 5-1, í dag.
Á sama tíma gerði Bayern München 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach á heimavelli.
Fimm stigum munar nú á liðunum þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Bayern ætti þó að nægja eitt stig í viðbót til að tryggja sér þýska meistaratitilinn fjórða árið í röð þar sem markatala liðsins er mun betri en hjá Dortmund. Með sigri í næsta leik gegn Ingolstadt gulltryggir Bayern sér titilinn, burtséð frá því hvað Dortmund gerir gegn Frankfurt.
Thomas Müller kom Bayern yfir gegn Mönchengladbach á 6. mínútu en Andre Hahn jafnaði metin þegar 18 mínútur voru til leiksloka.
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Dortmund gegn Wolfsburg og þeir Shinji Kagawa, Adrian Ramos og Marco Reus sitt markið hver.
Úrslit dagsins:
Dortmund 5-1 Wolfsburg
Bayern 1-1 Mönchengladbach
Darmstadt 1-2 Frankfurt
Hannover 1-3 Schalke
Hoffenheim 2-1 Ingolstadt
Mainz 0-0 Hamburg
Dortmund á enn möguleika á titlinum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





