Betri pólitík Hildur Þórðardóttir skrifar 9. maí 2016 21:15 Mörgum hrýs hugur við að heyra pólitík nefnda á nafn. Það sem þeim kemur þá til hugar er skítkast, óheiðarleiki, sandkassaslagur, skotgrafahernaður og valdasýki. Þeir myndu aldrei vilja bjóða sig fram til Alþingis á meðan kerfið er eins og það er í dag. Hingað til hefur pólitík einkennst af baráttu og aðgreiningu. Menn fylkja sér í flokka þar sem markmiðið er að sigra andstæðingana og komast til valda. Flokkarnir aðgreina sig frá andstæðingnum með einhvers konar hugmyndafræðilegum stefnum til að höfða til kjósenda og fá fylgi. Frjálshyggja eða félagshyggja, einkavæðing eða samtrygging, hægri eða vinstri. Eins og kerfið er í dag er of mikið púður sett í að viðhalda völdum flokkanna en að gera það sem er best fyrir samfélagið. Ég veit að margir þingmenn vilja vinna að heill landsins alls en eru múlbundnir flokknum. Þess vegna þurfum við að minnka vægi flokkanna. Hætta þessum skotgrafahernaði. Besti flokkurinn kom ferskur fram á sjónarsviðið eftir hrun. Þeir gáfu engin kosningaloforð því þau væru hvort eð er aldrei efnd. Þetta var sem ferskur andblær í fúlan veruleika stjórnmálanna. Enda greip fólkið feginshendi þessum ferskleika og valdi Besta flokkinn þótt það vissi ekkert hvað hann stæði fyrir. Bara eitthvað allt annað en undirferlið og sviksemin undanfarin ár. Besti flokkurinn kenndi kjörnum fulltrúum að starfa saman, að minnsta kosti í borgarstjórn. Þar sem áður var sundrung og upplausnarástand leituðust nú borgarfulltrúar við að vinna saman. Finnst mér sem þessi vinnubrögð einkenni ennþá starf borgarstjórnar. Píratar koma nú inn á vígvöll Alþingis eins og friðarstillar með hvítan fána. Meira vald til fólksins og nýju stjórnarskrána í gegn er þeirra stefna. Sumir eru hræddir því þeir geta ekki sett pírata í kassa eins og hina flokkana. En ég skil pírata þannig að þeir vilji gera það sem fólkið vill þannig að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Ekki þarfir flokksins heldur þarfir fólksins. Kannski tekst Pírötum það sem Besta flokkinum tókst í borgarstjórn, að láta kjörna fulltrúa vinna saman að heill allra landsmanna. Sagan hefur sýnt að hrein frjálshyggja leiðir til fjármálahruns og að hreinn kommúnismi leiðir til bjargarleysis og skorts á frumkvæðis. Frjáls markaður eykur misrétti og ófrjáls markaður eykur svarta markaðsbrask. En millivegurinn einhvers staðar þarna á milli er það sem hentar best. Það er kominn tími til að þingmenn komi upp úr skotgröfunum og fari að vinna saman. Þetta snýst ekki lengur um að draga vagn einnar hugmyndafræði og berja sér leið. Þetta snýst um að taka það besta úr öllum stefnum og búa til samfélag þar sem frumkvæði og einstaklingsframtak er jafn mikilvægt og jöfnuður, samfélagstrygging og hagur heildarinnar. Að frumkvæði einstaklinga miðist við hag samfélagsins og að samfélagstryggingar miðist við að allir fái aðstoð til að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Mörgum hrýs hugur við að heyra pólitík nefnda á nafn. Það sem þeim kemur þá til hugar er skítkast, óheiðarleiki, sandkassaslagur, skotgrafahernaður og valdasýki. Þeir myndu aldrei vilja bjóða sig fram til Alþingis á meðan kerfið er eins og það er í dag. Hingað til hefur pólitík einkennst af baráttu og aðgreiningu. Menn fylkja sér í flokka þar sem markmiðið er að sigra andstæðingana og komast til valda. Flokkarnir aðgreina sig frá andstæðingnum með einhvers konar hugmyndafræðilegum stefnum til að höfða til kjósenda og fá fylgi. Frjálshyggja eða félagshyggja, einkavæðing eða samtrygging, hægri eða vinstri. Eins og kerfið er í dag er of mikið púður sett í að viðhalda völdum flokkanna en að gera það sem er best fyrir samfélagið. Ég veit að margir þingmenn vilja vinna að heill landsins alls en eru múlbundnir flokknum. Þess vegna þurfum við að minnka vægi flokkanna. Hætta þessum skotgrafahernaði. Besti flokkurinn kom ferskur fram á sjónarsviðið eftir hrun. Þeir gáfu engin kosningaloforð því þau væru hvort eð er aldrei efnd. Þetta var sem ferskur andblær í fúlan veruleika stjórnmálanna. Enda greip fólkið feginshendi þessum ferskleika og valdi Besta flokkinn þótt það vissi ekkert hvað hann stæði fyrir. Bara eitthvað allt annað en undirferlið og sviksemin undanfarin ár. Besti flokkurinn kenndi kjörnum fulltrúum að starfa saman, að minnsta kosti í borgarstjórn. Þar sem áður var sundrung og upplausnarástand leituðust nú borgarfulltrúar við að vinna saman. Finnst mér sem þessi vinnubrögð einkenni ennþá starf borgarstjórnar. Píratar koma nú inn á vígvöll Alþingis eins og friðarstillar með hvítan fána. Meira vald til fólksins og nýju stjórnarskrána í gegn er þeirra stefna. Sumir eru hræddir því þeir geta ekki sett pírata í kassa eins og hina flokkana. En ég skil pírata þannig að þeir vilji gera það sem fólkið vill þannig að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Ekki þarfir flokksins heldur þarfir fólksins. Kannski tekst Pírötum það sem Besta flokkinum tókst í borgarstjórn, að láta kjörna fulltrúa vinna saman að heill allra landsmanna. Sagan hefur sýnt að hrein frjálshyggja leiðir til fjármálahruns og að hreinn kommúnismi leiðir til bjargarleysis og skorts á frumkvæðis. Frjáls markaður eykur misrétti og ófrjáls markaður eykur svarta markaðsbrask. En millivegurinn einhvers staðar þarna á milli er það sem hentar best. Það er kominn tími til að þingmenn komi upp úr skotgröfunum og fari að vinna saman. Þetta snýst ekki lengur um að draga vagn einnar hugmyndafræði og berja sér leið. Þetta snýst um að taka það besta úr öllum stefnum og búa til samfélag þar sem frumkvæði og einstaklingsframtak er jafn mikilvægt og jöfnuður, samfélagstrygging og hagur heildarinnar. Að frumkvæði einstaklinga miðist við hag samfélagsins og að samfélagstryggingar miðist við að allir fái aðstoð til að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar