Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 12:08 Guðni í Salnum Kópavogi þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Vísir/Ernir „Ertu ekki að grínast?“ spurði forsetaframbjóðandinn Guðni Th Jóhannesson þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali og tjáði honum niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birt var í dag. Í könnuninni mælist Guðni með 59,2 prósent fylgi. „Mér þykir vænt um það traust sem Íslendingar sýna mér margir og held ótrauður áfram að kynna mín sjónarmið. Mér finnst það fagnaðarefni að eftir því sem líður á eykst fylgið frekar en hitt. En skoðanakannanir skipta ekki máli heldur niðurstaða fólksins sem velur forsetann 25. júní,“ segir Guðni en stóra málið segir hann auðvitað að atkvæðin skili sér í kjörkassann. Stuðningsmenn Guðna flykktust að undirskriftarlistunum þegar hann tilkynnti framboð sitt 5. maí síðastliðinn. Hér má sjá básinn sem geymdi undirskriftarlista fyrir höfuðborgarsvæðið.Vísir/ErnirÍ könnuninni mældist Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti með 25,2 prósenta fylgi og Andri Snær Magnason rithöfundur með 8,8 prósenta fylgi. Þá bættist Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri við á síðasta degi könnunarinnar og mældist með 3,1 prósent. Athuga verður þó að aðeins 27 prósent aðspurðra fengu Davíð sem valkost. Brotthvarf ÓRG kemur ekki á óvart Þá flutti blaðamaður Guðna einnig þau tíðindi að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við framboð en Guðni var staddur á minningarathöfn þegar tíðindin bárust. „Þessi tíðindi koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég vænti þess að næsti forseti, hver sem það verður, fagni því að Ólafur Ragnar haldi áfram að láta til sín taka fyrir Íslands hönd. Til dæmis í málefnum Norðurslóða og á vettvangi endurnýtanlegrar orku þar sem hann er svo sannarlega á heimavelli. Og framtíð hans verði á þann veg sem hann sá fyrir og lýsti ágætlega í nýársávarpi sínu.“ Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni að nú væri ljóst að komnir væru fram sterkir frambjóðendur sem nytu víðtæks stuðnings á meðal þjóðarinnar. Þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt í apríl þá sagðist Ólafur myndu fagna því ef annar frambjóðandi kæmi fram sem þjóðin myndi heldur vilja kjósa til embættis forseta. Þá myndi hann fljúga glaður til móts við frelsið. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
„Ertu ekki að grínast?“ spurði forsetaframbjóðandinn Guðni Th Jóhannesson þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali og tjáði honum niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birt var í dag. Í könnuninni mælist Guðni með 59,2 prósent fylgi. „Mér þykir vænt um það traust sem Íslendingar sýna mér margir og held ótrauður áfram að kynna mín sjónarmið. Mér finnst það fagnaðarefni að eftir því sem líður á eykst fylgið frekar en hitt. En skoðanakannanir skipta ekki máli heldur niðurstaða fólksins sem velur forsetann 25. júní,“ segir Guðni en stóra málið segir hann auðvitað að atkvæðin skili sér í kjörkassann. Stuðningsmenn Guðna flykktust að undirskriftarlistunum þegar hann tilkynnti framboð sitt 5. maí síðastliðinn. Hér má sjá básinn sem geymdi undirskriftarlista fyrir höfuðborgarsvæðið.Vísir/ErnirÍ könnuninni mældist Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti með 25,2 prósenta fylgi og Andri Snær Magnason rithöfundur með 8,8 prósenta fylgi. Þá bættist Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri við á síðasta degi könnunarinnar og mældist með 3,1 prósent. Athuga verður þó að aðeins 27 prósent aðspurðra fengu Davíð sem valkost. Brotthvarf ÓRG kemur ekki á óvart Þá flutti blaðamaður Guðna einnig þau tíðindi að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við framboð en Guðni var staddur á minningarathöfn þegar tíðindin bárust. „Þessi tíðindi koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég vænti þess að næsti forseti, hver sem það verður, fagni því að Ólafur Ragnar haldi áfram að láta til sín taka fyrir Íslands hönd. Til dæmis í málefnum Norðurslóða og á vettvangi endurnýtanlegrar orku þar sem hann er svo sannarlega á heimavelli. Og framtíð hans verði á þann veg sem hann sá fyrir og lýsti ágætlega í nýársávarpi sínu.“ Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni að nú væri ljóst að komnir væru fram sterkir frambjóðendur sem nytu víðtæks stuðnings á meðal þjóðarinnar. Þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt í apríl þá sagðist Ólafur myndu fagna því ef annar frambjóðandi kæmi fram sem þjóðin myndi heldur vilja kjósa til embættis forseta. Þá myndi hann fljúga glaður til móts við frelsið.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52
Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38