Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 11:57 Tveir nýjustu forsetaframbjóðendurnir, Guðni og Davíð, mættust í húsakynnum Bylgjunnar í morgun. vísir/jóhann k „Það er ekki þannig að dauðans óvissutími sé framundan og að við verðum að halda í Ólaf, eða að við verðum að halda í Davíð. Þetta er ekki svona góðir Íslendingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðni sagði framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið sér nokkuð á óvart. Bæði Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í þeirra störfum, en að þeirra tími sé, að hans mati, liðinn. „Við getum haldið áfram að horfa bjartsýnum augum fram á veg án þess að vera undir öruggum handarjaðri Davíðs Oddssonar eða Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir stóðu sig vel en þeirra tími er að mínu mati liðinn en auðvitað er það þannig að það er fólkið sem velur forsetann,“ sagði Guðni. Hann sagði jafnframt að Ólafur hafi ekki tekið rétta ákvörðun með því að bjóða sig fram í sjötta sinn. „Hún er í ósamræmi við taktinn í samfélaginu. Hún er í ósamræmi við sannfæringu hans, lesið bara nýársávarp hans. Hvernig hann talar sig með skýrum hætti inn á hina einu réttu niðurstöðu. Svo koma auðvitað sviptingar hér í stjórnmálunum en það er ekki þannig að það sé allt að fara á hvolf.“ Guðni bætti við að sem áhugamaður um sögu og samtíð finnist honum frábært að fá Davíð Oddsson inn á sjónarsviðið, einn umdeildasta mann síðustu aldar. „Þannig að baráttan verður skemmtilegri fyrir vikið og gangi honum vel, en samt ekki of vel.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
„Það er ekki þannig að dauðans óvissutími sé framundan og að við verðum að halda í Ólaf, eða að við verðum að halda í Davíð. Þetta er ekki svona góðir Íslendingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðni sagði framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið sér nokkuð á óvart. Bæði Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í þeirra störfum, en að þeirra tími sé, að hans mati, liðinn. „Við getum haldið áfram að horfa bjartsýnum augum fram á veg án þess að vera undir öruggum handarjaðri Davíðs Oddssonar eða Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir stóðu sig vel en þeirra tími er að mínu mati liðinn en auðvitað er það þannig að það er fólkið sem velur forsetann,“ sagði Guðni. Hann sagði jafnframt að Ólafur hafi ekki tekið rétta ákvörðun með því að bjóða sig fram í sjötta sinn. „Hún er í ósamræmi við taktinn í samfélaginu. Hún er í ósamræmi við sannfæringu hans, lesið bara nýársávarp hans. Hvernig hann talar sig með skýrum hætti inn á hina einu réttu niðurstöðu. Svo koma auðvitað sviptingar hér í stjórnmálunum en það er ekki þannig að það sé allt að fara á hvolf.“ Guðni bætti við að sem áhugamaður um sögu og samtíð finnist honum frábært að fá Davíð Oddsson inn á sjónarsviðið, einn umdeildasta mann síðustu aldar. „Þannig að baráttan verður skemmtilegri fyrir vikið og gangi honum vel, en samt ekki of vel.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15