Leikurinn fór fram í Atlanta og er því útlitið slæmt fyrir Haukana. Cavs einmitt sópaði liðinu út úr úrslitakeppninni í fyrra og getur lítið komið í veg fyrir að það endurtaki sig. Lebron James var frábær í liðið Cleveland og skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Meiri spenna er í viðureign San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder. Liðin mættust í Oklahoma í nótt og var þá staðan í einvíginu 1-1. Mikil spenna var í leiknum alveg til enda en Spurs hafði betur undir lokin og vann leikinn 100-96.
Kawhi Leonard var átti enn einn frábæran leikinn og skoraði 31 stig, tók 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Kevin Durant var með 26 stig fyrir OKC.