„Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Birta Björnsdóttir skrifar 6. maí 2016 19:30 Óhemju magn blábaktería hefur mælst í Mývatni undanfarin tvö sumur, en sú þróun hefur gríðarleg áhrif á lífríki vatnsins. Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars að ástandið væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis frá þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. Þegar það sé sett í samhengi við hvarf kúluskítsins úr vatninu sé um að ræða bein orsakatengsl, en auk þess eru bleikju- og hornsílastofnar vatnsins nánast horfnir. Landvernd sendi Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, áskorun á miðvikudag þar sem ríkisstjórn Íslands er eindregið hvött til að hlaupa undir bagga með sveitarfélagi Skútustaðahrepps til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum. „Við teljum að það sé tvennt sem þarf að ráðast í núna strax. Annars vegar frárennslismálin í Reykjahlíðinni og svo hinsvegar stórauka rannsóknir og vöktun á þessum mengunarþáttum sem eru í gangi í vatninu," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það má engan tíma missa. Það er mjög aðkallandi að ráðast í þetta strax og ég hef fulla trú á að stjórnvöld muni grípa þarna inn í með skilvirkum og jákvæðum hætti," segir Guðmundur og vekur athygli á því að landsmenn geti sýnt áskoruninni stuðning með því að skrifa undir á vefsíðunni askorun.landvernd.is. Í sama streng tekur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég lít á þetta eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir eins og þetta blasið við okkur núna. Og hefur í raun fengið að ganga allt og langt. Það hefði þurft að bregðast við fyrr," segir Jón „Ég held að ríkisstjórnir þurfi að koma þarna að verki. Fámennt sveitafélag ræður ekki við þetta verkefni og við þjóðin eigum að koma þarna að," segir Jón. „Mér er alveg sama hvort við erum að tala um 100 milljónir eða einn og hálfan milljarð. Við þurfum bara að klára þetta verkefni. Við erum að tala um mestu náttúruperlu landsins sem er þekkt á alheimsvísu. Við getum ekki brugðist ábyrgð okkar og látið þetta þróast með þessum hætti." Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Óhemju magn blábaktería hefur mælst í Mývatni undanfarin tvö sumur, en sú þróun hefur gríðarleg áhrif á lífríki vatnsins. Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars að ástandið væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis frá þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. Þegar það sé sett í samhengi við hvarf kúluskítsins úr vatninu sé um að ræða bein orsakatengsl, en auk þess eru bleikju- og hornsílastofnar vatnsins nánast horfnir. Landvernd sendi Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, áskorun á miðvikudag þar sem ríkisstjórn Íslands er eindregið hvött til að hlaupa undir bagga með sveitarfélagi Skútustaðahrepps til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum. „Við teljum að það sé tvennt sem þarf að ráðast í núna strax. Annars vegar frárennslismálin í Reykjahlíðinni og svo hinsvegar stórauka rannsóknir og vöktun á þessum mengunarþáttum sem eru í gangi í vatninu," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það má engan tíma missa. Það er mjög aðkallandi að ráðast í þetta strax og ég hef fulla trú á að stjórnvöld muni grípa þarna inn í með skilvirkum og jákvæðum hætti," segir Guðmundur og vekur athygli á því að landsmenn geti sýnt áskoruninni stuðning með því að skrifa undir á vefsíðunni askorun.landvernd.is. Í sama streng tekur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég lít á þetta eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir eins og þetta blasið við okkur núna. Og hefur í raun fengið að ganga allt og langt. Það hefði þurft að bregðast við fyrr," segir Jón „Ég held að ríkisstjórnir þurfi að koma þarna að verki. Fámennt sveitafélag ræður ekki við þetta verkefni og við þjóðin eigum að koma þarna að," segir Jón. „Mér er alveg sama hvort við erum að tala um 100 milljónir eða einn og hálfan milljarð. Við þurfum bara að klára þetta verkefni. Við erum að tala um mestu náttúruperlu landsins sem er þekkt á alheimsvísu. Við getum ekki brugðist ábyrgð okkar og látið þetta þróast með þessum hætti."
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira