Harmar að þrýstiöfl hafi áhrif á stefnu Pírata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2016 14:17 Erna Ýr Öldudóttir fráfarandi formaður framkvæmdaráðs Pírata. Mynd/Heiða Halls Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, segir að samþykkt stefna Pírata varðandi nýja stjórnarskrá passi illa almennum stefnumálum Píratahreyfingarinnar og rími betur við áherslur Lýðræðisvaktarinnar og Dögunar. Segir hún það áhyggjuefni að þrýstihópar séu í aðstöðu til þess að misnota það ferli sem Píratar noti til þess að móta stefnu sína. Þetta kemur fram í grein hennar, Pírötum rænt, sem birtist á Vísi í dag. Erna Ýr vísar til tillögu sem samþykkt var í kosningakerfi Pírata þar sem ályktað var að kæmist flokkurinn til valda myndi hann beita sér fyrir því að Alþingi samþykkti, strax á næsta þingi, nýja stjórnarskrá út frá tillögum stjórnlagaráðs sem lagðar voru fram árið 2011. „Tillagan var lögð óvænt fram og var bæði vanreifuð og illa kynnt og málið í heild var hið undarlegasta. Hún passar illa við almenn stefnumál Píratahreyfingarinnar en athyglivert er að hún passar þeim mun betur við markmið Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar, smáflokka sem náðu ekki inn á þing í kosningunum 2013,“ segir í grein Ernu ÝrarSjá einnig: Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sérSegir Erna Ýr að aðalfundur Pírata hafi verið „vélaður“ til þess að samþykkja ályktunina og að varhugavert sé að þrýstihópar séu komnir í þá aðstoðu að misnota það ferli sem Píratar noti til að móta stefnu sína. „Það er mikið áhyggjuefni að þrýstihópar eru komnir í þá aðstöðu að misnota beint lýðræði og þá lýðræðislegu ferla sem Píratar eru enn með í þróun innan flokksins. Fullnusta þeirra er sérstaklega aðkallandi í ljósi fylgisaukningar og þeirrar auknu ábyrgðar sem henni fylgir,“ segir Erna Ýr.Útilokar að styðja samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinuErna segir að þetta ferli hafi truflað sig og segir hún útilokað að hún geti stutt samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinu. Í lok síðasta mánaðar hætti Erna Ýr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og nefndi hún málefnanleg ágreining sem eina af ástæðunum fyrir því. Í grein sinni segir Erna Ýr að hún hafi átt þann kost einan að segja sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins. „Viðleitni mín til þess að opna umræðuna og ljá þeim flokksmönnum rödd sem hafa efasemdir hefur kostað mig ósanngjarnar ávirðingar og gríðarleg leiðindi bæði opinberlega og innan flokks. Ég hef takmarkað svigrúm til að eiga stöðugt við ærulausan áróður. Ég sinni fullri vinnu, til viðbótar við það hella upp á kaffi og skúra félagsheimili Pírata eins og komist var niðrandi að orði um þau annars ágætu störf, í þeim tilgangi að takmarka tjáningarfrelsi mitt og gera lítið úr lýðræðislegu umboði mínu innan flokksins. Þetta er út úr öllu korti og í andstöðu við allt það sem Píratar standa fyrir,“ segir Erna Ýr.Lesa má grein Ernu Ýrar í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00 Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03 Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, segir að samþykkt stefna Pírata varðandi nýja stjórnarskrá passi illa almennum stefnumálum Píratahreyfingarinnar og rími betur við áherslur Lýðræðisvaktarinnar og Dögunar. Segir hún það áhyggjuefni að þrýstihópar séu í aðstöðu til þess að misnota það ferli sem Píratar noti til þess að móta stefnu sína. Þetta kemur fram í grein hennar, Pírötum rænt, sem birtist á Vísi í dag. Erna Ýr vísar til tillögu sem samþykkt var í kosningakerfi Pírata þar sem ályktað var að kæmist flokkurinn til valda myndi hann beita sér fyrir því að Alþingi samþykkti, strax á næsta þingi, nýja stjórnarskrá út frá tillögum stjórnlagaráðs sem lagðar voru fram árið 2011. „Tillagan var lögð óvænt fram og var bæði vanreifuð og illa kynnt og málið í heild var hið undarlegasta. Hún passar illa við almenn stefnumál Píratahreyfingarinnar en athyglivert er að hún passar þeim mun betur við markmið Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar, smáflokka sem náðu ekki inn á þing í kosningunum 2013,“ segir í grein Ernu ÝrarSjá einnig: Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sérSegir Erna Ýr að aðalfundur Pírata hafi verið „vélaður“ til þess að samþykkja ályktunina og að varhugavert sé að þrýstihópar séu komnir í þá aðstoðu að misnota það ferli sem Píratar noti til að móta stefnu sína. „Það er mikið áhyggjuefni að þrýstihópar eru komnir í þá aðstöðu að misnota beint lýðræði og þá lýðræðislegu ferla sem Píratar eru enn með í þróun innan flokksins. Fullnusta þeirra er sérstaklega aðkallandi í ljósi fylgisaukningar og þeirrar auknu ábyrgðar sem henni fylgir,“ segir Erna Ýr.Útilokar að styðja samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinuErna segir að þetta ferli hafi truflað sig og segir hún útilokað að hún geti stutt samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinu. Í lok síðasta mánaðar hætti Erna Ýr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og nefndi hún málefnanleg ágreining sem eina af ástæðunum fyrir því. Í grein sinni segir Erna Ýr að hún hafi átt þann kost einan að segja sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins. „Viðleitni mín til þess að opna umræðuna og ljá þeim flokksmönnum rödd sem hafa efasemdir hefur kostað mig ósanngjarnar ávirðingar og gríðarleg leiðindi bæði opinberlega og innan flokks. Ég hef takmarkað svigrúm til að eiga stöðugt við ærulausan áróður. Ég sinni fullri vinnu, til viðbótar við það hella upp á kaffi og skúra félagsheimili Pírata eins og komist var niðrandi að orði um þau annars ágætu störf, í þeim tilgangi að takmarka tjáningarfrelsi mitt og gera lítið úr lýðræðislegu umboði mínu innan flokksins. Þetta er út úr öllu korti og í andstöðu við allt það sem Píratar standa fyrir,“ segir Erna Ýr.Lesa má grein Ernu Ýrar í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00 Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03 Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00
Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03
Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14