Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2016 07:00 Þróun fylgis á kjörtímabilinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata er nánast jafnt, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Tæp 32 prósent svarenda myndu kjósa Pírata en 29,9 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fjórtán prósent myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru jafnstór og myndu rúm átta prósent kjósa hvorn flokk. Björt framtíð er með fjögurra prósent fylgi. Samkvæmt því myndi Björt framtíð ekki fá kjörinn þingmann í alþingiskosningum. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengju Píratar hins vegar 22 þingmenn kjörna og yrði stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21 þingmann kjörinn, Vinstri græn níu, Samfylkingin sex og Framsóknarflokkurinn fimm. Talsverð hreyfing virðist vera á fylginu frá fyrri könnunum Fréttablaðsins. VG bætir við sig fylgi á sama tíma og Píratar tapa nokkru fylgi. Samfylkingin bætir hins vegar ekki við sig. „Maður spyr sig hvernig standi á því. Af hverju þeir fá ekki aukið fylgi eins og VG?“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir það greinilegt að VG sé að sækja í sig veðrið.Dr. Grétar Þór Eyþórsson„Það er skýr vísbending um það. Og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Það er mín tilgáta að VG sé að fá eitthvað af því fylgi sem er að rjátlast af Pírötum. Núna stendur fólk frammi fyrir þeim veruleika að kosningar eru miklu fyrr en það hélt. Það kann að vera hluti af skýringunni á því að óánægðir leiti eitthvað annað. Að þeir hafi verið í vist hjá Pírötum yfir mitt kjörtímabilið eða frá því í fyrra, ef svo má að orði komast.“ Grétar segir að ekki megi gleyma því að Píratar mælist enn með mjög mikið fylgi. „Það er ekkert eins og þeir séu að hrynja. Við verðum að halda því til haga. Þeir hafa verið ótrúlega háir í öllum mælingum í eitt ár. Og ég myndi nú vilja segja það að þeir séu enn ótrúlega háir.“ Nýlega hafa birst tvær kannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn sækir á Pírata og að VG stækkar. Grétar segir könnun Fréttablaðsins vera endanlega staðfestingu á hreyfingu á fylginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata er nánast jafnt, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Tæp 32 prósent svarenda myndu kjósa Pírata en 29,9 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fjórtán prósent myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru jafnstór og myndu rúm átta prósent kjósa hvorn flokk. Björt framtíð er með fjögurra prósent fylgi. Samkvæmt því myndi Björt framtíð ekki fá kjörinn þingmann í alþingiskosningum. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengju Píratar hins vegar 22 þingmenn kjörna og yrði stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21 þingmann kjörinn, Vinstri græn níu, Samfylkingin sex og Framsóknarflokkurinn fimm. Talsverð hreyfing virðist vera á fylginu frá fyrri könnunum Fréttablaðsins. VG bætir við sig fylgi á sama tíma og Píratar tapa nokkru fylgi. Samfylkingin bætir hins vegar ekki við sig. „Maður spyr sig hvernig standi á því. Af hverju þeir fá ekki aukið fylgi eins og VG?“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir það greinilegt að VG sé að sækja í sig veðrið.Dr. Grétar Þór Eyþórsson„Það er skýr vísbending um það. Og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Það er mín tilgáta að VG sé að fá eitthvað af því fylgi sem er að rjátlast af Pírötum. Núna stendur fólk frammi fyrir þeim veruleika að kosningar eru miklu fyrr en það hélt. Það kann að vera hluti af skýringunni á því að óánægðir leiti eitthvað annað. Að þeir hafi verið í vist hjá Pírötum yfir mitt kjörtímabilið eða frá því í fyrra, ef svo má að orði komast.“ Grétar segir að ekki megi gleyma því að Píratar mælist enn með mjög mikið fylgi. „Það er ekkert eins og þeir séu að hrynja. Við verðum að halda því til haga. Þeir hafa verið ótrúlega háir í öllum mælingum í eitt ár. Og ég myndi nú vilja segja það að þeir séu enn ótrúlega háir.“ Nýlega hafa birst tvær kannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn sækir á Pírata og að VG stækkar. Grétar segir könnun Fréttablaðsins vera endanlega staðfestingu á hreyfingu á fylginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira