Kári og Viðar Örn töpuðu bikarúrslitaleiknum í vítaspyrnukeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2016 16:25 Kári Árnason skoraði úr sinni spyrnu. vísir/afp Häcken varð sænskur bikarmeistari í fótbolta í dag eftir sigur á Íslendingaliðinu Malmö í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir skemmtilegar 120 mínútur var 2-2 en öll mörkin voru skoruð á fyrstu 90 mínútum leiksins. Malmö virtist alveg vera með leikinn eftir fyrri hálfleikinn. Markus Rosenborg kom Malmö yfir á 39. mínútu og Norðmaðurinn Magnus Wolff Eikrem skoraði gullfallegt mark, beint úr aukaspyrnu, fjórum mínútum síðar. Malmö-menn, sem voru á heimavelli í dag en leikurinn fór fram á Swedbank Arena, voru 2-0 yfir í hálfleik og stefndi í nokkuð öruggan sigur. Á 51. mínútu fékk Oscar Lewicki, leikmaður Malmö, rautt spjald og hleypti þannig Häcken inn í leikinn. Häcken nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla og jafnaði metin. Demba Savage skoraði það fyrr á 61. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og Nasiru Mohammed jafnaði metin á 66. mínútu þegar hann skaut boltanum undir Kára Árnason úr færi í teignum og í hornið. Undir lok venjulegs leiktíma sóttu tíu menn Malmö stíft og fékk Viðar Örn Kjartansson ágætt færi til að skora en allt kom fyrir ekki. Viðar var góður í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en var nokkuð einmanna frammi eftir að Malmö missti mann af velli. Í vítaspyrnukeppninni varði Johan Wiland, markvörður Malmö, frá René Makondele, og stefndi allt í sigur Malmö. Anton Tinnerholm gat tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn með fimmtu spyrnuninni en þá varði Peter Abrahamsson, markvörður Häcken, og hélt sínum mönnum á lífi. Viðar Örn var kominn á bekkinn en fyrirliðinn Kári Árnason tók sjöttu spyrnuna og skoraði. Sama gerði næsti maður fyrir Häcken. Það var svo Anton Tinnerholm sem var skúrkurinn en hann lét Abrahamson verja frá sér og Simon Sandberg tryggði Häcken svo bikarmeistaratitilinn. Malmö hefði með sigri unnið sinn 15. bikarmeistaratitil en liðið hefur ekki fagnað sigri í bikarnum síðan 1989. Það stóra í þessu er að Malmö verður nú ekki í Evrópukeppni næsta vetur þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni á síðustu leiktíð. Häcken, sem var að vinna bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, verður aftur á móti í Evrópudeildinni næsta vetur og mætir þar til leiks í annarri umferð forkeppninnar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Häcken varð sænskur bikarmeistari í fótbolta í dag eftir sigur á Íslendingaliðinu Malmö í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir skemmtilegar 120 mínútur var 2-2 en öll mörkin voru skoruð á fyrstu 90 mínútum leiksins. Malmö virtist alveg vera með leikinn eftir fyrri hálfleikinn. Markus Rosenborg kom Malmö yfir á 39. mínútu og Norðmaðurinn Magnus Wolff Eikrem skoraði gullfallegt mark, beint úr aukaspyrnu, fjórum mínútum síðar. Malmö-menn, sem voru á heimavelli í dag en leikurinn fór fram á Swedbank Arena, voru 2-0 yfir í hálfleik og stefndi í nokkuð öruggan sigur. Á 51. mínútu fékk Oscar Lewicki, leikmaður Malmö, rautt spjald og hleypti þannig Häcken inn í leikinn. Häcken nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla og jafnaði metin. Demba Savage skoraði það fyrr á 61. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og Nasiru Mohammed jafnaði metin á 66. mínútu þegar hann skaut boltanum undir Kára Árnason úr færi í teignum og í hornið. Undir lok venjulegs leiktíma sóttu tíu menn Malmö stíft og fékk Viðar Örn Kjartansson ágætt færi til að skora en allt kom fyrir ekki. Viðar var góður í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en var nokkuð einmanna frammi eftir að Malmö missti mann af velli. Í vítaspyrnukeppninni varði Johan Wiland, markvörður Malmö, frá René Makondele, og stefndi allt í sigur Malmö. Anton Tinnerholm gat tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn með fimmtu spyrnuninni en þá varði Peter Abrahamsson, markvörður Häcken, og hélt sínum mönnum á lífi. Viðar Örn var kominn á bekkinn en fyrirliðinn Kári Árnason tók sjöttu spyrnuna og skoraði. Sama gerði næsti maður fyrir Häcken. Það var svo Anton Tinnerholm sem var skúrkurinn en hann lét Abrahamson verja frá sér og Simon Sandberg tryggði Häcken svo bikarmeistaratitilinn. Malmö hefði með sigri unnið sinn 15. bikarmeistaratitil en liðið hefur ekki fagnað sigri í bikarnum síðan 1989. Það stóra í þessu er að Malmö verður nú ekki í Evrópukeppni næsta vetur þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni á síðustu leiktíð. Häcken, sem var að vinna bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, verður aftur á móti í Evrópudeildinni næsta vetur og mætir þar til leiks í annarri umferð forkeppninnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira