Larry Bird ætlar að skipta um þjálfara hjá Indiana-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 16:30 Larry Bird. Vísir/Getty NBA-körfuboltaliðið Indiana Pacers er að leita sér að nýjum þjálfara fyrir næsta tímabil því Larry Bird, forseti félagsins, vildi breyta til. Larry Bird, einn af bestu leikmönnum NBA frá upphafi, ræður öll í Indiana Pacers, en hann hefur starfað hjá félaginu síðan að hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa leikið allan sinn feril með Boston Celtics. Frank Vogel hefur verið þjálfari Indiana Pacers liðsins undanfarin sex tímabil og undir hans stjórn vann liðið 250 af 431 leikjum í deildinni og 31 af 61 leik í úrslitakeppninni. Síðasti leikur Indiana Pacers undir stjórn Frank Vogel var naumt tap í oddaleik á móti Toronto Raptors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ég ákvað það að það væri þörf á nýrri rödd," sagði Larry Bird. „Stundum er starfið mitt hundleiðinlegt. Ég hugsaði um þetta á meðan ég horfði á liðið spila á þessu tímabili," sagði Larry Bird en ESPN hefur þetta eftir honum. Larry Bird hefur verið valinn besti leikmaður (1984, 1985, 1986), besti þjálfari (1998) og besti framkvæmdastjóri (2012) í NBA-deildinni en þeirri þrennu hefur enginn annar maður náð í NBA. „Ég bjóst við meiri af liðinu en flestir. Það er mín niðurstaða að það sé best að fá nýjan þjálfara. Ég ákvað því að framlengja ekki samninginn við Frank," sagði Bird. „Ég tek það samt fram að ég er ekki að reka Vogel. Ég ákvað bara að semja ekki aftur við hann," sagði Bird. Frank Vogel tók fyrst við Indiana-liðinu tímabundið í janúar 2011 þegar Jim O'Brien var rekinn. Hann gerði flotta hluti með liðið og liðið stríddi toppliði Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það fór að ganga verr þegar Paul George fótbrotnaði og missti af nær öllu síðasta tímabili og svo sendi liðið einnig miðherjann Roy Hibbert til Los Angeles Lakers og missti reynsluboltann David West til San Antonio Spurs. Larry Bird vildi að liðið spilaði hraðari boltann og ákvað á endanum að finna nýjan þjálfara á liðið. Það verður fróðlegt að sjá hvern hann fær til að stýra Pacers-liðinu á næstu leiktíð.Óskar Ófeigur Jónsson NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
NBA-körfuboltaliðið Indiana Pacers er að leita sér að nýjum þjálfara fyrir næsta tímabil því Larry Bird, forseti félagsins, vildi breyta til. Larry Bird, einn af bestu leikmönnum NBA frá upphafi, ræður öll í Indiana Pacers, en hann hefur starfað hjá félaginu síðan að hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa leikið allan sinn feril með Boston Celtics. Frank Vogel hefur verið þjálfari Indiana Pacers liðsins undanfarin sex tímabil og undir hans stjórn vann liðið 250 af 431 leikjum í deildinni og 31 af 61 leik í úrslitakeppninni. Síðasti leikur Indiana Pacers undir stjórn Frank Vogel var naumt tap í oddaleik á móti Toronto Raptors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ég ákvað það að það væri þörf á nýrri rödd," sagði Larry Bird. „Stundum er starfið mitt hundleiðinlegt. Ég hugsaði um þetta á meðan ég horfði á liðið spila á þessu tímabili," sagði Larry Bird en ESPN hefur þetta eftir honum. Larry Bird hefur verið valinn besti leikmaður (1984, 1985, 1986), besti þjálfari (1998) og besti framkvæmdastjóri (2012) í NBA-deildinni en þeirri þrennu hefur enginn annar maður náð í NBA. „Ég bjóst við meiri af liðinu en flestir. Það er mín niðurstaða að það sé best að fá nýjan þjálfara. Ég ákvað því að framlengja ekki samninginn við Frank," sagði Bird. „Ég tek það samt fram að ég er ekki að reka Vogel. Ég ákvað bara að semja ekki aftur við hann," sagði Bird. Frank Vogel tók fyrst við Indiana-liðinu tímabundið í janúar 2011 þegar Jim O'Brien var rekinn. Hann gerði flotta hluti með liðið og liðið stríddi toppliði Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það fór að ganga verr þegar Paul George fótbrotnaði og missti af nær öllu síðasta tímabili og svo sendi liðið einnig miðherjann Roy Hibbert til Los Angeles Lakers og missti reynsluboltann David West til San Antonio Spurs. Larry Bird vildi að liðið spilaði hraðari boltann og ákvað á endanum að finna nýjan þjálfara á liðið. Það verður fróðlegt að sjá hvern hann fær til að stýra Pacers-liðinu á næstu leiktíð.Óskar Ófeigur Jónsson
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira