Helstu keppinautar Trump, Ted Cruz og John Kasich, hættu við framboð sín í gær og í kjölfarið gaf kosningastofa Clinton út myndbönd þar sem fjallað er um helstu kosningamál forsetaefnis repúblíkana.
Samdægurs deildi kosningastofa Clinton tveimur myndböndum sem gagnrýna stefnu Trump harðlega. Það virðist því vera að forsetaslagurinn í Bandaríkjunum sé hafinn fyrir alvöru en allt útlit er fyrir að annað hvort Trump eða Clinton verði næstu íbúar Hvíta hússins í Washington.
Myndböndin má sjá hér að ofan og neðan.