Golden State komið í 2-0 án Curry | Sjáðu ótrúlega flautukörfu Toronto Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2016 07:15 Draymond Green og Andre Iguodala fagna í leiknum í nótt. Vísir/Getty Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og eru meistararnir í Golden State komnir í 2-0 forystu í rimmu sinni gegn Portland í undanúrslitum vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Stephen Curry missti af leiknum vegna meiðsla en líklegt er að hann komi aftur í lið Golden State strax í næsta leik á laugardagskvöld. Portland var með undirtökin lengst af í leiknum í nótt en meistararnir náðu forystunni þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum og létu hana ekki aftur af hendi. Niðurstaðan var 110-99 sigur Golden State. Klay Thompson átti enn einn stórleikinn en hann skoraði 27 stig í nótt. Draymond Green bætti við sautján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst, gaf sjö stoðsendingar og varði fjögur skot. Miami er komið í 1-0 forystu í undanúrslitum austursins eftir sigur á Toronto, 102-106, í framlengdum leik á útivelli í nótt. Goran Dragic var stigahæstur hjá Miami með 26 stig en Dwayne Wade tók til sinna mála í framlengingunni og skoraði þá sjö af sínum 24 stigum í leiknum. Toronto náði að tryggja sér framlengingu þrátt fyrir að hafa verið sex stigum undir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Kyle Lowry tryggði svo Toronto framlengingu með ótrúlegri þriggja stiga körfu frá miðlínu, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan.En Miami hélt Toronto án stiga í tæpar fjórar mínútur í framlengingunni og tryggði sér mikilvægan sigur í rimmunni. Toronto fær annað tækifæri á heimavelli þegar liðin mætast í leik tvö annað kvöld. NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og eru meistararnir í Golden State komnir í 2-0 forystu í rimmu sinni gegn Portland í undanúrslitum vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Stephen Curry missti af leiknum vegna meiðsla en líklegt er að hann komi aftur í lið Golden State strax í næsta leik á laugardagskvöld. Portland var með undirtökin lengst af í leiknum í nótt en meistararnir náðu forystunni þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum og létu hana ekki aftur af hendi. Niðurstaðan var 110-99 sigur Golden State. Klay Thompson átti enn einn stórleikinn en hann skoraði 27 stig í nótt. Draymond Green bætti við sautján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst, gaf sjö stoðsendingar og varði fjögur skot. Miami er komið í 1-0 forystu í undanúrslitum austursins eftir sigur á Toronto, 102-106, í framlengdum leik á útivelli í nótt. Goran Dragic var stigahæstur hjá Miami með 26 stig en Dwayne Wade tók til sinna mála í framlengingunni og skoraði þá sjö af sínum 24 stigum í leiknum. Toronto náði að tryggja sér framlengingu þrátt fyrir að hafa verið sex stigum undir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Kyle Lowry tryggði svo Toronto framlengingu með ótrúlegri þriggja stiga körfu frá miðlínu, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan.En Miami hélt Toronto án stiga í tæpar fjórar mínútur í framlengingunni og tryggði sér mikilvægan sigur í rimmunni. Toronto fær annað tækifæri á heimavelli þegar liðin mætast í leik tvö annað kvöld.
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira