Gunnar tekur ábyrgð á trénu sem var fellt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2016 08:45 Gunnar Nelson og tréð sem var fellt við Laugarnesveg 3. Í baksýn er Kleifarvegur 6, heimili Gunnars. Vísir/Ernir Gunnar Nelson segist taka ábyrgð á trénu sem var fellt í garði nágranna síns í síðasta mánuði. Þetta sagði hann í viðtali við Ariel Helwani, einn þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. Gunnar var í viðtali við Helwani í tilefni af bardaga sínum við Albert Tumenov á UFC-bardagakvöldi í Rotterdam í Hollandi á sunnudagskvöld. Viðtalið hófst á spjalli þeirra um umrætt tré en málið hefur vakið mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum eftir að Fréttablaðið fjallaði fyrst um það. „Ég verð að taka ábyrgð á trénu. Ég lét fella það,“ sagði Gunnar í viðtalinu. „Það skondna er að ég vann eitt sinn fyrir manninn sem felldi tréð,“ sagði Gunnar sem samkvæmt því vann sjálfur við það að fella tré á einum tímapunkti. Hann segir að það sé eðlilegt að fella tré sem þetta sem að sögn Haraldar, föður Gunnars, var aspartré. Sjá einnig: Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns „Ræturnar eyðileggja lagnir og skemma garða. Þetta voru þrjú tré - öll af sömu tegund. Tvö þeirra voru í mínum garði og eitt svo rétt innan lóðarmarka hans.“ „Ég hringdi í hann fyrir fjórum mánuðum og það var minn skilningur að það væri í lagi að fella tréð ef ég myndi borga fyrir það. Að það yrði gert honum að kostnaðarlausu.“ „En svo felldi ég það og hann fór í blöðin. Ég held að hann muni kæra. Ég veit það ekki, þetta er svolítið skrýtið.“ Gunnar er nú staddur í Dublin á Írlandi að æfa sig fyrir bardagann. „Ég þurfti að flýja Ísland vegna þessa máls,“ sagði hann í gríni. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns Stórt tré var fellt í garðinum á Laugarásvegi í óþökk eigenda. Gunnar Nelson og annar íbúðareigandi eru sagðir standa fyrir verkinu. Faðir Gunnars segir málið byggt á misskilningi og að Gunnar vilji síst af öllu vilja eiga í nágrannaerjum. 14. apríl 2016 06:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Gunnar Nelson segist taka ábyrgð á trénu sem var fellt í garði nágranna síns í síðasta mánuði. Þetta sagði hann í viðtali við Ariel Helwani, einn þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. Gunnar var í viðtali við Helwani í tilefni af bardaga sínum við Albert Tumenov á UFC-bardagakvöldi í Rotterdam í Hollandi á sunnudagskvöld. Viðtalið hófst á spjalli þeirra um umrætt tré en málið hefur vakið mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum eftir að Fréttablaðið fjallaði fyrst um það. „Ég verð að taka ábyrgð á trénu. Ég lét fella það,“ sagði Gunnar í viðtalinu. „Það skondna er að ég vann eitt sinn fyrir manninn sem felldi tréð,“ sagði Gunnar sem samkvæmt því vann sjálfur við það að fella tré á einum tímapunkti. Hann segir að það sé eðlilegt að fella tré sem þetta sem að sögn Haraldar, föður Gunnars, var aspartré. Sjá einnig: Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns „Ræturnar eyðileggja lagnir og skemma garða. Þetta voru þrjú tré - öll af sömu tegund. Tvö þeirra voru í mínum garði og eitt svo rétt innan lóðarmarka hans.“ „Ég hringdi í hann fyrir fjórum mánuðum og það var minn skilningur að það væri í lagi að fella tréð ef ég myndi borga fyrir það. Að það yrði gert honum að kostnaðarlausu.“ „En svo felldi ég það og hann fór í blöðin. Ég held að hann muni kæra. Ég veit það ekki, þetta er svolítið skrýtið.“ Gunnar er nú staddur í Dublin á Írlandi að æfa sig fyrir bardagann. „Ég þurfti að flýja Ísland vegna þessa máls,“ sagði hann í gríni.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns Stórt tré var fellt í garðinum á Laugarásvegi í óþökk eigenda. Gunnar Nelson og annar íbúðareigandi eru sagðir standa fyrir verkinu. Faðir Gunnars segir málið byggt á misskilningi og að Gunnar vilji síst af öllu vilja eiga í nágrannaerjum. 14. apríl 2016 06:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns Stórt tré var fellt í garðinum á Laugarásvegi í óþökk eigenda. Gunnar Nelson og annar íbúðareigandi eru sagðir standa fyrir verkinu. Faðir Gunnars segir málið byggt á misskilningi og að Gunnar vilji síst af öllu vilja eiga í nágrannaerjum. 14. apríl 2016 06:00