Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. maí 2016 18:45 Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði erlendur ferðamaður, karlmaður um fimmtugt, á bráðamóttöku Landspítalans um helgina eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Var hann rifbeinsbrotinn og fékk aðhlynningu eftir því. Daginn eftir lést maðurinn. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást. „Því miður kom upp alvarlegt atvik á spítalanum um helgina. Við höfum farið í það eins og með öll slík atvik að greina það nákvæmlega og finna orsakirnar. Við tökum þessi atvik mjög alvarlega. Okkar markmið er alltaf að nýta greininguna af svona atvikum til þess að reyna að bæta þjónustuna og setja í gang allar þær umbætur sem mögulegt er til að hindra að slík atvik gerist aftur,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins og eru ferlar farnir af stað innan spítalans. Skýrslur verða teknar af öllum sem komu að meðferð sjúklingsins. En er telur Ólafur að um klár læknamistök sé að ræða? „Það er þannig að þegar svona atvik verða í meðferð sjúklinga þá er oftast um mjög margar samverkandi ástæður að ræða. Og það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að við höfum kjark til þess að horfast í augu við greiningarnar á þessum atvikum og koma þeim síðan til umbóta,“ segir Ólafur. Á hverju ári koma upp tilfelli á Landspítala sem dauðsvöll verða eða sjúklingar verða fyrir alvarlegum varanlegum miska vegna mistaka við ummönnun eða fleiri samverkandi þátta. „Það eru um það bil átta til tólf alvarleg atvik þar sem verður skaði á sjúklingum á ári. Við höfum athugað tölur erlendis og við getum ekki betur séð en að þetta séu svipaðar tölur og eru erlendis. En okkar markmið er að þessar tölur eigi að vera núll. Það á enginn að verða fyrir skaða hér og það er það sem við erum að reyna að vinna í,“ segir Ólafur Baldursson. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði erlendur ferðamaður, karlmaður um fimmtugt, á bráðamóttöku Landspítalans um helgina eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Var hann rifbeinsbrotinn og fékk aðhlynningu eftir því. Daginn eftir lést maðurinn. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást. „Því miður kom upp alvarlegt atvik á spítalanum um helgina. Við höfum farið í það eins og með öll slík atvik að greina það nákvæmlega og finna orsakirnar. Við tökum þessi atvik mjög alvarlega. Okkar markmið er alltaf að nýta greininguna af svona atvikum til þess að reyna að bæta þjónustuna og setja í gang allar þær umbætur sem mögulegt er til að hindra að slík atvik gerist aftur,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins og eru ferlar farnir af stað innan spítalans. Skýrslur verða teknar af öllum sem komu að meðferð sjúklingsins. En er telur Ólafur að um klár læknamistök sé að ræða? „Það er þannig að þegar svona atvik verða í meðferð sjúklinga þá er oftast um mjög margar samverkandi ástæður að ræða. Og það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að við höfum kjark til þess að horfast í augu við greiningarnar á þessum atvikum og koma þeim síðan til umbóta,“ segir Ólafur. Á hverju ári koma upp tilfelli á Landspítala sem dauðsvöll verða eða sjúklingar verða fyrir alvarlegum varanlegum miska vegna mistaka við ummönnun eða fleiri samverkandi þátta. „Það eru um það bil átta til tólf alvarleg atvik þar sem verður skaði á sjúklingum á ári. Við höfum athugað tölur erlendis og við getum ekki betur séð en að þetta séu svipaðar tölur og eru erlendis. En okkar markmið er að þessar tölur eigi að vera núll. Það á enginn að verða fyrir skaða hér og það er það sem við erum að reyna að vinna í,“ segir Ólafur Baldursson.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira