Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. maí 2016 18:45 Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði erlendur ferðamaður, karlmaður um fimmtugt, á bráðamóttöku Landspítalans um helgina eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Var hann rifbeinsbrotinn og fékk aðhlynningu eftir því. Daginn eftir lést maðurinn. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást. „Því miður kom upp alvarlegt atvik á spítalanum um helgina. Við höfum farið í það eins og með öll slík atvik að greina það nákvæmlega og finna orsakirnar. Við tökum þessi atvik mjög alvarlega. Okkar markmið er alltaf að nýta greininguna af svona atvikum til þess að reyna að bæta þjónustuna og setja í gang allar þær umbætur sem mögulegt er til að hindra að slík atvik gerist aftur,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins og eru ferlar farnir af stað innan spítalans. Skýrslur verða teknar af öllum sem komu að meðferð sjúklingsins. En er telur Ólafur að um klár læknamistök sé að ræða? „Það er þannig að þegar svona atvik verða í meðferð sjúklinga þá er oftast um mjög margar samverkandi ástæður að ræða. Og það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að við höfum kjark til þess að horfast í augu við greiningarnar á þessum atvikum og koma þeim síðan til umbóta,“ segir Ólafur. Á hverju ári koma upp tilfelli á Landspítala sem dauðsvöll verða eða sjúklingar verða fyrir alvarlegum varanlegum miska vegna mistaka við ummönnun eða fleiri samverkandi þátta. „Það eru um það bil átta til tólf alvarleg atvik þar sem verður skaði á sjúklingum á ári. Við höfum athugað tölur erlendis og við getum ekki betur séð en að þetta séu svipaðar tölur og eru erlendis. En okkar markmið er að þessar tölur eigi að vera núll. Það á enginn að verða fyrir skaða hér og það er það sem við erum að reyna að vinna í,“ segir Ólafur Baldursson. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði erlendur ferðamaður, karlmaður um fimmtugt, á bráðamóttöku Landspítalans um helgina eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Var hann rifbeinsbrotinn og fékk aðhlynningu eftir því. Daginn eftir lést maðurinn. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást. „Því miður kom upp alvarlegt atvik á spítalanum um helgina. Við höfum farið í það eins og með öll slík atvik að greina það nákvæmlega og finna orsakirnar. Við tökum þessi atvik mjög alvarlega. Okkar markmið er alltaf að nýta greininguna af svona atvikum til þess að reyna að bæta þjónustuna og setja í gang allar þær umbætur sem mögulegt er til að hindra að slík atvik gerist aftur,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins og eru ferlar farnir af stað innan spítalans. Skýrslur verða teknar af öllum sem komu að meðferð sjúklingsins. En er telur Ólafur að um klár læknamistök sé að ræða? „Það er þannig að þegar svona atvik verða í meðferð sjúklinga þá er oftast um mjög margar samverkandi ástæður að ræða. Og það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að við höfum kjark til þess að horfast í augu við greiningarnar á þessum atvikum og koma þeim síðan til umbóta,“ segir Ólafur. Á hverju ári koma upp tilfelli á Landspítala sem dauðsvöll verða eða sjúklingar verða fyrir alvarlegum varanlegum miska vegna mistaka við ummönnun eða fleiri samverkandi þátta. „Það eru um það bil átta til tólf alvarleg atvik þar sem verður skaði á sjúklingum á ári. Við höfum athugað tölur erlendis og við getum ekki betur séð en að þetta séu svipaðar tölur og eru erlendis. En okkar markmið er að þessar tölur eigi að vera núll. Það á enginn að verða fyrir skaða hér og það er það sem við erum að reyna að vinna í,“ segir Ólafur Baldursson.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira