Guðni mun bjóða sig fram til forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 17:45 Könnun Frjálsrar verslunar sýnir Guðna Th. Jóhannesson með örlítið meira fylgi en Ólaf Ragnar Grímsson. Vísir/Anton Brink Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Guðni Th. Jóhannesson ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Guðni hefur staðfest það við spennta kjósendur sem hafa bent honum á að kosning utankjörfundar sé hafin, og þau þurfi að vita hvort þau eigi að nefna hans nafn. Þá stendur yfir vinna við að mynda kosningateymi Guðna fyrir baráttuna sem framundan er. Guðni segist glaður í bragði í samtali við Vísi hvorki vilja játa því né neita að hann ætli í framboð til forseta. Hann mun þó ætla fram. Segja má að framboð Guðna sé eitt verst geymda leyndarmál landsins en Guðni tilkynnti í Fésbókarfærslu um helgina að hann hefði komist að niðurstöðu varðandi framboð sitt. „Ég hef ákveðið að tilkynna svar mitt við spurningunni miklu um forsetaframboð í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí.“Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Berglind íhugar alvarlega framboð Mikill áhugi virðist vera fyrir framboði Guðna ef marka má skoðanakannanir sem Frjáls verslun annars vegar og Maskína hins vegar framkvæmdu á dögunum. Í könnun Frjálsrar verslunar er afar mjótt á munum en stuðningur Guðna ívið meira. Í könnun Maskínu hafði Ólafur 46 prósent fylgi en Guðni um 25 prósent. Guðni er ekki sá eini sem legið hefur undir feldi undanfarnar vikur. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, íhugar framboð alvarlega. Stuðningsfólk hefur fundað með henni vegna mögulegs framboð hennar. Eitt af stóru umhugsunarefnunum var hvort Guðni Th. myndi bjóða sig fram enda telja margir að þau Berglind gætu tekið atkvæði hvort af öðru. Því gæti framboð Guðna, sem tilkynnt verður um á fimmtudag, haft töluvert að segja um ákvörðun Berglindar.Guðni gaf blóð Athugulir Facebook-notendur hafa veitt því athygli að vinum Guðna á samfélagsmiðlinum hefur fjölgað um vel á annað þúsund á afar skömmum tíma. Þá vakti færsla Blóðbankans á Facebook í dag mikla athygli þar sem fram kom að Guðni væri mættur til að gefa blóð, sem hann geri reglulega.„Hann er einn af fáum Íslendingum sem er í AB mínus blóðflokki, en við getum einungis reiknað með því að tæplega hálft prósent Íslendinga séu í AB mínus blóðflokki,“ segir í færslunni. „AB mínus blóðvökvi er eini blóðvökvinn sem hægt er að nota í ungabörn og því mikilvægt að eiga hann alltaf til.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Guðni Th. Jóhannesson ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Guðni hefur staðfest það við spennta kjósendur sem hafa bent honum á að kosning utankjörfundar sé hafin, og þau þurfi að vita hvort þau eigi að nefna hans nafn. Þá stendur yfir vinna við að mynda kosningateymi Guðna fyrir baráttuna sem framundan er. Guðni segist glaður í bragði í samtali við Vísi hvorki vilja játa því né neita að hann ætli í framboð til forseta. Hann mun þó ætla fram. Segja má að framboð Guðna sé eitt verst geymda leyndarmál landsins en Guðni tilkynnti í Fésbókarfærslu um helgina að hann hefði komist að niðurstöðu varðandi framboð sitt. „Ég hef ákveðið að tilkynna svar mitt við spurningunni miklu um forsetaframboð í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí.“Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Berglind íhugar alvarlega framboð Mikill áhugi virðist vera fyrir framboði Guðna ef marka má skoðanakannanir sem Frjáls verslun annars vegar og Maskína hins vegar framkvæmdu á dögunum. Í könnun Frjálsrar verslunar er afar mjótt á munum en stuðningur Guðna ívið meira. Í könnun Maskínu hafði Ólafur 46 prósent fylgi en Guðni um 25 prósent. Guðni er ekki sá eini sem legið hefur undir feldi undanfarnar vikur. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, íhugar framboð alvarlega. Stuðningsfólk hefur fundað með henni vegna mögulegs framboð hennar. Eitt af stóru umhugsunarefnunum var hvort Guðni Th. myndi bjóða sig fram enda telja margir að þau Berglind gætu tekið atkvæði hvort af öðru. Því gæti framboð Guðna, sem tilkynnt verður um á fimmtudag, haft töluvert að segja um ákvörðun Berglindar.Guðni gaf blóð Athugulir Facebook-notendur hafa veitt því athygli að vinum Guðna á samfélagsmiðlinum hefur fjölgað um vel á annað þúsund á afar skömmum tíma. Þá vakti færsla Blóðbankans á Facebook í dag mikla athygli þar sem fram kom að Guðni væri mættur til að gefa blóð, sem hann geri reglulega.„Hann er einn af fáum Íslendingum sem er í AB mínus blóðflokki, en við getum einungis reiknað með því að tæplega hálft prósent Íslendinga séu í AB mínus blóðflokki,“ segir í færslunni. „AB mínus blóðvökvi er eini blóðvökvinn sem hægt er að nota í ungabörn og því mikilvægt að eiga hann alltaf til.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira