Búningarnir eru gerðir í samstarfi við Adidas sem að lofa betra efni og sniði heldur en árið 2012. Efnin í búningunum eru að meðaltali 10% léttari heldur en á síðustu leikum.
Rauði liturinn er mest áberandi í nýju búningunum ásamt bláum og hvítum. Stellu hefur greinilega tekist að búa til áberandi útlit sem sker breska liðið frá hinum löndunum. Nú er bara að vona fyrir hennar hönd að Bretland standi sig vel svo að hægt sé að fá myndir af fötunum á verðlaunapöllunum.
