Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. maí 2016 17:03 Elísabet Jökulsdóttir í Melabúðinni með eina af bókum sínum. Vísir/Ernir Elísabet Jökulsdóttur rithöfundur sem hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Íslands er mjög nálægt því að ná að fylla alla þá stuðningslista sem til þarf svo að framboð hennar verði gilt. Skilafrestur stuðningslista til framboðs rennur út að miðnætti í dag og nú þegar hefur Elísabet náð að fylla þrjá af þeim fjórum listum sem til þarf. Hver listi stendur fyrir sinn landsfjórðung og Elísabetu vantar aðeins þrjá til fimm einstaklinga á Vestfjörðum til þess að klára. „Framboðið veltur á því að finna þrjá til fimm Vestfirðinga,“ segir Elísabet sem stödd er á Egilsstöðum þar sem hún hélt tölu í gær um áfall og áhrif þeirra á mannlíf. Dagurinn í dag hefur verið spennandi því stutt er þar til fresturinn rennur út. „Svona er lífið. Það koma upp alls konar uppákomur. Þetta er eins og að taka próf. Ferðast um Íslands, hitta fólk og tala við það.“Vill bæta samskiptiElísabet segir fullt af fólki hafa hjálpað sér við söfnunina en hún hefur sjálf verið dugleg við að standa og safna. Spurð um helstu áherslur svarar hún; „Ég legg áherslu á fólk og samskipti. Að við séum góð við hvort annað og að við höfum trú á hvort öðru og tölum saman. Ég hef takmarkaðan áhuga á svokölluðum málefnum, mér finnst að Alþingi eigi að sjá um það og aðrar stofnanir lýðræðisins. Við þörfum bara að vinka hvort öðru meira og tala saman. Breyta ýmsum kúltúr sem hér hefur verið við lýði í fjöldamörg ár; meðal annars því að bera ekki tilfinningar sínar á torg sem hefur sýkt samfélagið. Ég hef áhuga á að bæta þau samskipti.“ Elísabet vill koma því á framfæri til þeirra Vestfirðinga sem áhuga hafa á því að styðja framboð hennar að nýta sér aðra af tveimur leiðum. Önnur er að banka upp á hjá henni á Framnesvegi 56A og skrifa undir lista en hin er að hafa samband í síma 659 1147 og tala við Elsu. Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00 Elísabet og Guðbergur tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunin verða veitt þann 1. nóvember í Kaupmannahöfn. 3. mars 2016 10:12 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Elísabet Jökulsdóttur rithöfundur sem hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Íslands er mjög nálægt því að ná að fylla alla þá stuðningslista sem til þarf svo að framboð hennar verði gilt. Skilafrestur stuðningslista til framboðs rennur út að miðnætti í dag og nú þegar hefur Elísabet náð að fylla þrjá af þeim fjórum listum sem til þarf. Hver listi stendur fyrir sinn landsfjórðung og Elísabetu vantar aðeins þrjá til fimm einstaklinga á Vestfjörðum til þess að klára. „Framboðið veltur á því að finna þrjá til fimm Vestfirðinga,“ segir Elísabet sem stödd er á Egilsstöðum þar sem hún hélt tölu í gær um áfall og áhrif þeirra á mannlíf. Dagurinn í dag hefur verið spennandi því stutt er þar til fresturinn rennur út. „Svona er lífið. Það koma upp alls konar uppákomur. Þetta er eins og að taka próf. Ferðast um Íslands, hitta fólk og tala við það.“Vill bæta samskiptiElísabet segir fullt af fólki hafa hjálpað sér við söfnunina en hún hefur sjálf verið dugleg við að standa og safna. Spurð um helstu áherslur svarar hún; „Ég legg áherslu á fólk og samskipti. Að við séum góð við hvort annað og að við höfum trú á hvort öðru og tölum saman. Ég hef takmarkaðan áhuga á svokölluðum málefnum, mér finnst að Alþingi eigi að sjá um það og aðrar stofnanir lýðræðisins. Við þörfum bara að vinka hvort öðru meira og tala saman. Breyta ýmsum kúltúr sem hér hefur verið við lýði í fjöldamörg ár; meðal annars því að bera ekki tilfinningar sínar á torg sem hefur sýkt samfélagið. Ég hef áhuga á að bæta þau samskipti.“ Elísabet vill koma því á framfæri til þeirra Vestfirðinga sem áhuga hafa á því að styðja framboð hennar að nýta sér aðra af tveimur leiðum. Önnur er að banka upp á hjá henni á Framnesvegi 56A og skrifa undir lista en hin er að hafa samband í síma 659 1147 og tala við Elsu.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00 Elísabet og Guðbergur tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunin verða veitt þann 1. nóvember í Kaupmannahöfn. 3. mars 2016 10:12 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12
Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00
Elísabet og Guðbergur tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunin verða veitt þann 1. nóvember í Kaupmannahöfn. 3. mars 2016 10:12