Steypa leiðrétt Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. maí 2016 07:00 Stundum er borin á borð slík vitleysa í opinberri umræðu að manni fallast hreinlega hendur og veit ekki hvar maður á að byrja. Skrif af þessu tagi birtust í þessu blaði á dögunum í greininni „Hin stóra flétta hrægammastjórnarinnar“. Höfundarnir, Lýður Árnason læknir og Þórður Már Jónsson lögmaður, halda því fram að Íslendingar hafi að stórum hluta keypt kröfur í slitabú föllnu bankanna á eftirmarkaði og til þess hafi verið notað fé úr skattaskjólum. Engra heimilda er getið enda eru þessar staðhæfingar rangar. Kröfuskrár fyrir alla bankana liggja fyrir og samkvæmt ítarlegri greiningu Seðlabankans eru útlendingar raunverulegir eigendur um 95 prósenta allra krafna í slitabúin. Það voru bandarískir vogunarsjóðir sem voru fremstir í flokki við kaup á kröfum á eftirmarkaði. Þessir sjóðir og félög í eigu þeirra eru í dag stærstu hluthafar fyrirtækjanna sem reist voru á grunni föllnu bankanna eftir nauðasamninga. Þá er því haldið fram að ríkissjóður hafi farið á mis við 300 milljarða króna „vegna þess að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ákvað að semja við kröfuhafa um stöðugleikaframlög í staðinn fyrir að leggja á stöðugleikaskatt“. Að sama skapi hefðu kröfuhafarnir hagnast um þessa sömu fjárhæð. Stöðugleikaframlögin skila ríkissjóði allt að 500 milljörðum króna. Með þessum framlögum komu fjármunir til ríkisins sem voru ekki fastir í hendi og fáir töldu raunar að hægt væri að fá frá slitabúunum. Samtímis var kröfuhöfum gert skylt að tryggja langtíma fjármögnun nýju bankanna í erlendri mynt. Þá var málsóknaráhætta ríkissjóðs sem fylgdi stöðugleikaskattinum aftengd og tvær flugur þannig slegnar í einu höggi. Í greininni var líka fullyrt að í fyrirhuguðu aflandskrónaútboði Seðlabankans myndu „íslenskir hrægammar“ geta skipt krónum sínum og „fá í staðinn gjaldeyrisvarasjóð Íslands sem mun þá að öllum líkindum enda í skattaskjólum“. Í fyrsta lagi er hluti forðans notaður í fyrirhuguðu útboði sem getur náð til allt að 300 milljarða aflandskrónaeigna en gjaldeyrisforði Seðlabankans var 736 milljarðar króna í lok mars. Í öðru lagi eru þetta ekki einkum Íslendingar sem taka þátt enda eru eigendur aflandskróna að stærstum hluta fjórir erlendir fjárfestingarsjóðir sem munu þurfa að þola tuga prósenta afföll krónueigna sinna. Í þriðja lagi stefna stjórnvöld að því að samtímis útboðinu fái Seðlabankinn stjórntæki, að öllum líkindum bindiskyldu, til að stemma stigu við innflæði kviks áhættufjármagns. Össur Skarphéðinsson alþingismaður deildi umræddri grein á Facebook í vikunni. Það segir mér enginn að Össur viti ekki betur enda hefur hann sem þingmaður fylgst náið með þessari vinnu allri frá upphafi. Það er að mínu mati óábyrgt af alþingismönnum að afvegaleiða umræðu um mikilvæg mál. Barack Obama sagði við útskriftarathöfn í Rutgers-háskóla sl. laugardag að í stjórnmálum og í lífinu sjálfu gilti sama lögmálið, fáfræði væri ekki dyggð. Það er ábyrgðarhluti að kynna rugl sem staðreyndir. Maður gerir líka þá kröfu til menntaðs fólks að það kynni sér málin áður en það ryðst fram á ritvöllinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Stundum er borin á borð slík vitleysa í opinberri umræðu að manni fallast hreinlega hendur og veit ekki hvar maður á að byrja. Skrif af þessu tagi birtust í þessu blaði á dögunum í greininni „Hin stóra flétta hrægammastjórnarinnar“. Höfundarnir, Lýður Árnason læknir og Þórður Már Jónsson lögmaður, halda því fram að Íslendingar hafi að stórum hluta keypt kröfur í slitabú föllnu bankanna á eftirmarkaði og til þess hafi verið notað fé úr skattaskjólum. Engra heimilda er getið enda eru þessar staðhæfingar rangar. Kröfuskrár fyrir alla bankana liggja fyrir og samkvæmt ítarlegri greiningu Seðlabankans eru útlendingar raunverulegir eigendur um 95 prósenta allra krafna í slitabúin. Það voru bandarískir vogunarsjóðir sem voru fremstir í flokki við kaup á kröfum á eftirmarkaði. Þessir sjóðir og félög í eigu þeirra eru í dag stærstu hluthafar fyrirtækjanna sem reist voru á grunni föllnu bankanna eftir nauðasamninga. Þá er því haldið fram að ríkissjóður hafi farið á mis við 300 milljarða króna „vegna þess að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ákvað að semja við kröfuhafa um stöðugleikaframlög í staðinn fyrir að leggja á stöðugleikaskatt“. Að sama skapi hefðu kröfuhafarnir hagnast um þessa sömu fjárhæð. Stöðugleikaframlögin skila ríkissjóði allt að 500 milljörðum króna. Með þessum framlögum komu fjármunir til ríkisins sem voru ekki fastir í hendi og fáir töldu raunar að hægt væri að fá frá slitabúunum. Samtímis var kröfuhöfum gert skylt að tryggja langtíma fjármögnun nýju bankanna í erlendri mynt. Þá var málsóknaráhætta ríkissjóðs sem fylgdi stöðugleikaskattinum aftengd og tvær flugur þannig slegnar í einu höggi. Í greininni var líka fullyrt að í fyrirhuguðu aflandskrónaútboði Seðlabankans myndu „íslenskir hrægammar“ geta skipt krónum sínum og „fá í staðinn gjaldeyrisvarasjóð Íslands sem mun þá að öllum líkindum enda í skattaskjólum“. Í fyrsta lagi er hluti forðans notaður í fyrirhuguðu útboði sem getur náð til allt að 300 milljarða aflandskrónaeigna en gjaldeyrisforði Seðlabankans var 736 milljarðar króna í lok mars. Í öðru lagi eru þetta ekki einkum Íslendingar sem taka þátt enda eru eigendur aflandskróna að stærstum hluta fjórir erlendir fjárfestingarsjóðir sem munu þurfa að þola tuga prósenta afföll krónueigna sinna. Í þriðja lagi stefna stjórnvöld að því að samtímis útboðinu fái Seðlabankinn stjórntæki, að öllum líkindum bindiskyldu, til að stemma stigu við innflæði kviks áhættufjármagns. Össur Skarphéðinsson alþingismaður deildi umræddri grein á Facebook í vikunni. Það segir mér enginn að Össur viti ekki betur enda hefur hann sem þingmaður fylgst náið með þessari vinnu allri frá upphafi. Það er að mínu mati óábyrgt af alþingismönnum að afvegaleiða umræðu um mikilvæg mál. Barack Obama sagði við útskriftarathöfn í Rutgers-háskóla sl. laugardag að í stjórnmálum og í lífinu sjálfu gilti sama lögmálið, fáfræði væri ekki dyggð. Það er ábyrgðarhluti að kynna rugl sem staðreyndir. Maður gerir líka þá kröfu til menntaðs fólks að það kynni sér málin áður en það ryðst fram á ritvöllinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun