Landlæknir: Þörf á skjótum aðgerðum ef ástandið á ekki að versna enn frekar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. maí 2016 18:32 Birgir Jakobsson landlæknir. VÍSIR/STEFÁN Heilbrigðiskerfið er á rangri braut og þörf er á skjótum viðbrögðum er ástandið í heilbrigðismálum á ekki að versna enn frekar, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu líkt og ástandið sé nú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birgi sem birt var á vef landlæknisembættisins. Hann segir sífellt fleiri sérfræðinga velja að minnka við sig vinnu eða hætti algjörlega störfum á Landspítala og vinni í staðinn á eigin stofu þar sem þeir fái betra vinnuumhverfi og betri laun. Heilbrigðisþjónusta sem byggist á einyrkjastarfi sérfræðinga sé ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sjúklinga með króníska sjúkdóma, sem þarfnist aðkomu margra starfsstétta. Þannig valdi hlutastarf sérfræðinga á spítalanum því að flæði sjúklinga verði hægara en ella auk þess sem öryggi sjúklinga sé stefnd í hættu. Birgir segir embættið ítrekað hafa bent á að þörf sé á skjótum aðgerðum og bendir á að eftirfarandi aðgerðar séu nauðsynlegar, þær þurfi ekki aðkomu Alþingis og ættu því að geta komið til framkvæmda eins fljótt og kostur sé. · Landspítalinn verður að fá skýr fyrirmæli um að sérfræðingar verði framvegis einungis ráðnir í fullar stöður. · Stefna verður að því að vaktabyrði sérfræðinga sé ekki meiri en 3–4 vaktir á mánuði. · Setja verður reglur um aukastörf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. · Jafnframt verður LSH að fá fyrirmæli um að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga með króníska sjúkdóma að þjónustu, hvort sem þeir hafa legið inni á spítalanum eða ekki. · Segja verður upp samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við samtök lækna og setja reglur um það að SÍ geri framvegis aðeins samninga við heilbrigðisfyrirtæki (opinber eða einkarekin) sem vinni samkvæmt ákveðinni kröfulýsingu og veiti þjónustu sem ríkið (greiðandinn) sér þörf fyrir. Birgir tekur jafnframt fram í yfirlýsingu sinni að fjölmörg mál sem séu á borði heilbrigðisráðherra muni beina þróun íslensks heilbrigðiskerfis á rétta braut ef þau verði að veruleika. Hann nefnir í því samhengi nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga með tilvísunarkerfi til sérfræðinga, fjármögnun vinnu við biðlista „og, síðast en ekki síst, heilbrigðisstefnu allt til ársins 2022 sem enn hefur þó ekki verið send út til umsóknar,“ segir landlæknir. Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er á rangri braut og þörf er á skjótum viðbrögðum er ástandið í heilbrigðismálum á ekki að versna enn frekar, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu líkt og ástandið sé nú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birgi sem birt var á vef landlæknisembættisins. Hann segir sífellt fleiri sérfræðinga velja að minnka við sig vinnu eða hætti algjörlega störfum á Landspítala og vinni í staðinn á eigin stofu þar sem þeir fái betra vinnuumhverfi og betri laun. Heilbrigðisþjónusta sem byggist á einyrkjastarfi sérfræðinga sé ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sjúklinga með króníska sjúkdóma, sem þarfnist aðkomu margra starfsstétta. Þannig valdi hlutastarf sérfræðinga á spítalanum því að flæði sjúklinga verði hægara en ella auk þess sem öryggi sjúklinga sé stefnd í hættu. Birgir segir embættið ítrekað hafa bent á að þörf sé á skjótum aðgerðum og bendir á að eftirfarandi aðgerðar séu nauðsynlegar, þær þurfi ekki aðkomu Alþingis og ættu því að geta komið til framkvæmda eins fljótt og kostur sé. · Landspítalinn verður að fá skýr fyrirmæli um að sérfræðingar verði framvegis einungis ráðnir í fullar stöður. · Stefna verður að því að vaktabyrði sérfræðinga sé ekki meiri en 3–4 vaktir á mánuði. · Setja verður reglur um aukastörf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. · Jafnframt verður LSH að fá fyrirmæli um að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga með króníska sjúkdóma að þjónustu, hvort sem þeir hafa legið inni á spítalanum eða ekki. · Segja verður upp samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við samtök lækna og setja reglur um það að SÍ geri framvegis aðeins samninga við heilbrigðisfyrirtæki (opinber eða einkarekin) sem vinni samkvæmt ákveðinni kröfulýsingu og veiti þjónustu sem ríkið (greiðandinn) sér þörf fyrir. Birgir tekur jafnframt fram í yfirlýsingu sinni að fjölmörg mál sem séu á borði heilbrigðisráðherra muni beina þróun íslensks heilbrigðiskerfis á rétta braut ef þau verði að veruleika. Hann nefnir í því samhengi nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga með tilvísunarkerfi til sérfræðinga, fjármögnun vinnu við biðlista „og, síðast en ekki síst, heilbrigðisstefnu allt til ársins 2022 sem enn hefur þó ekki verið send út til umsóknar,“ segir landlæknir.
Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira