Gagnrýndi íslenska verslun harðlega fyrir að skila ekki tollalækkunum til neytenda Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2016 15:20 Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins fór mikinn í ræðustól Alþingis í dag þar sem hann benti á að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum ríkisins á fatnað og skóm til neytenda. Vísaði Þorsteinn þar til verðlagsvaktar Alþýðusambands Íslands sem leiddi þetta í ljós og benti Þorsteinn á að íslensk verslun hafi heldur ekki staðið skil á styrkingu íslensku krónunnar. Sagði hann krónuna hafa styrkst um sex prósent að jafnaði gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Sagði Þorsteinn þetta vera til marks um lítið siðferðisþrek hjá verslunarmönnum sem seilast í það sem ríkið lætur eftir og sagði þetta forkastanleg vinnubrögð. Nefndi hann í þessu samhengi að Hagar hefðu nýverið skilað ársreikningi þar sem kom fram að fyrirtækið sé nánast skuldlaust eftir fimm ára starfsemi. Var fyrirtækið endurreist árið 2011 og sagði Þorsteinn þá endurreisn hafa kostað bankakerfið um 35 til 40 milljarða króna. Hagar hafi síðan verið seldir dugmiklum mönnum í samstarfi við lífeyrissjóðina og saman hafi þessir menn og lífeyrissjóðirnir reist þetta fyrirtæki upp með þessum hætti að sögn Þorsteins og vísað þar í að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum og styrkingu krónunnar aftur til neytenda með því að lækka vöruverð. Sagði hann þessa þróun vera í boði lífeyrissjóða landsmanna og sagði hann nauðsynlegt fyrir þá sem sitja í stjórnum þeirra að íhuga málið vandlega eða þá að fá aðra menn í stjórn til að hægt sé að koma böndum á þessi mál. Alþingi Tengdar fréttir Segja afnám tolla ekki skila sér Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda. 9. maí 2016 15:12 Hagar högnuðust um 3,5 milljarða Í lok rekstrarársins námu heildareignir samstæðunnar 29,7 milljörðum króna og eigið fé var 16,3 milljarðar. 12. maí 2016 17:04 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins fór mikinn í ræðustól Alþingis í dag þar sem hann benti á að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum ríkisins á fatnað og skóm til neytenda. Vísaði Þorsteinn þar til verðlagsvaktar Alþýðusambands Íslands sem leiddi þetta í ljós og benti Þorsteinn á að íslensk verslun hafi heldur ekki staðið skil á styrkingu íslensku krónunnar. Sagði hann krónuna hafa styrkst um sex prósent að jafnaði gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Sagði Þorsteinn þetta vera til marks um lítið siðferðisþrek hjá verslunarmönnum sem seilast í það sem ríkið lætur eftir og sagði þetta forkastanleg vinnubrögð. Nefndi hann í þessu samhengi að Hagar hefðu nýverið skilað ársreikningi þar sem kom fram að fyrirtækið sé nánast skuldlaust eftir fimm ára starfsemi. Var fyrirtækið endurreist árið 2011 og sagði Þorsteinn þá endurreisn hafa kostað bankakerfið um 35 til 40 milljarða króna. Hagar hafi síðan verið seldir dugmiklum mönnum í samstarfi við lífeyrissjóðina og saman hafi þessir menn og lífeyrissjóðirnir reist þetta fyrirtæki upp með þessum hætti að sögn Þorsteins og vísað þar í að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum og styrkingu krónunnar aftur til neytenda með því að lækka vöruverð. Sagði hann þessa þróun vera í boði lífeyrissjóða landsmanna og sagði hann nauðsynlegt fyrir þá sem sitja í stjórnum þeirra að íhuga málið vandlega eða þá að fá aðra menn í stjórn til að hægt sé að koma böndum á þessi mál.
Alþingi Tengdar fréttir Segja afnám tolla ekki skila sér Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda. 9. maí 2016 15:12 Hagar högnuðust um 3,5 milljarða Í lok rekstrarársins námu heildareignir samstæðunnar 29,7 milljörðum króna og eigið fé var 16,3 milljarðar. 12. maí 2016 17:04 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Segja afnám tolla ekki skila sér Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda. 9. maí 2016 15:12
Hagar högnuðust um 3,5 milljarða Í lok rekstrarársins námu heildareignir samstæðunnar 29,7 milljörðum króna og eigið fé var 16,3 milljarðar. 12. maí 2016 17:04