Kemur í hlut nýs forseta að stimpla ríkisstjórnina út Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2016 12:30 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær Vísir/GVA Forseti Alþingis segir Alþingi hafa starfað vel að undanförnu og vonast til að svo verði áfram á sumarþingi. En samkomulag tókst í forsætisnefnd Alþingis í gær um tilhögun þingstarfa á næstu vikum og í ágúst. Það kemur í hlut nýkjörins forseta Íslands að stimpla út ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og líkur á að alþingiskosningar fari fram annað hvort 15. eða 22. otóber. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær. Útgangspunkturinn þar sé að kosningar fari fram í október. „Við verðum með þingfundi lengur en til stóð eða fram í júní byrjun. Síðan munu nefndir starfa í annarri viku júnímánaðar,“ segir Einar. Þá muni þing koma saman á ný hinn 10. ágúst samkvæmt þingskapalögum og nefndir taka til starfa. Með samkomulaginu sé lagður grunnur að því að ljúka sem flestum málum fyrir kosningar. „Þannig að við getum síðan tekið þau til umræðu í ágústmánuði. Það verða stífir þingfundir í ágúst og rétt fram í septemberbyrjun.“Gefur þetta einhver fyrirheit um að kjördagur geti orðið annað hvort 15. eða 22. október miðað við 45 daga frest?„Ég treysti mér í sjálfu sér ekki til að segja neitt til um það. Það er auðvitað þannig að eftir að þingrof hefur verið ákvarðað verða þingkosningar að fara fram eigi síðar en 45 dögum síðar,“ segir forseti Alþingis. Samkomulagið um þingstörfin séu í sjálfu sér ekki vísbending um kjördag en samkomulagið taki mið af því að kosið verði í október. Ákvörðun um þingrof sé tekin á öðrum vettvangi. „Þingstörf hafa gengið mjög vel núna síðustu vikurnar. Þingið hefur staðið mjög vel að sínum störfum. Það hafa verið málefnalegar umræður. Þingið hefur verið að afgreiða ýmis mál, bæði stór og smá. Þannig að ég tel að þingið hafi sýnt styrk á þessum síðustu vikum,“ segir Einar. Það séu síðan forsætisráðherra og forseti Íslands sem taki ákvörðun um þingrof en það geti að sjálfsögðu gerst með samkomulagi milli stjórnmálaflokkanna. Forsetakosningar fara fram hinn 25. júní og nýr forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.Það verður þá ljóst að það verður nýr forseti sem skrifar undir þingrofið með forsætisráðherra?„Já, það má gera ráð fyrir því og er auðvitað augljóst að svo verði,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Forseti Alþingis segir Alþingi hafa starfað vel að undanförnu og vonast til að svo verði áfram á sumarþingi. En samkomulag tókst í forsætisnefnd Alþingis í gær um tilhögun þingstarfa á næstu vikum og í ágúst. Það kemur í hlut nýkjörins forseta Íslands að stimpla út ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og líkur á að alþingiskosningar fari fram annað hvort 15. eða 22. otóber. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær. Útgangspunkturinn þar sé að kosningar fari fram í október. „Við verðum með þingfundi lengur en til stóð eða fram í júní byrjun. Síðan munu nefndir starfa í annarri viku júnímánaðar,“ segir Einar. Þá muni þing koma saman á ný hinn 10. ágúst samkvæmt þingskapalögum og nefndir taka til starfa. Með samkomulaginu sé lagður grunnur að því að ljúka sem flestum málum fyrir kosningar. „Þannig að við getum síðan tekið þau til umræðu í ágústmánuði. Það verða stífir þingfundir í ágúst og rétt fram í septemberbyrjun.“Gefur þetta einhver fyrirheit um að kjördagur geti orðið annað hvort 15. eða 22. október miðað við 45 daga frest?„Ég treysti mér í sjálfu sér ekki til að segja neitt til um það. Það er auðvitað þannig að eftir að þingrof hefur verið ákvarðað verða þingkosningar að fara fram eigi síðar en 45 dögum síðar,“ segir forseti Alþingis. Samkomulagið um þingstörfin séu í sjálfu sér ekki vísbending um kjördag en samkomulagið taki mið af því að kosið verði í október. Ákvörðun um þingrof sé tekin á öðrum vettvangi. „Þingstörf hafa gengið mjög vel núna síðustu vikurnar. Þingið hefur staðið mjög vel að sínum störfum. Það hafa verið málefnalegar umræður. Þingið hefur verið að afgreiða ýmis mál, bæði stór og smá. Þannig að ég tel að þingið hafi sýnt styrk á þessum síðustu vikum,“ segir Einar. Það séu síðan forsætisráðherra og forseti Íslands sem taki ákvörðun um þingrof en það geti að sjálfsögðu gerst með samkomulagi milli stjórnmálaflokkanna. Forsetakosningar fara fram hinn 25. júní og nýr forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.Það verður þá ljóst að það verður nýr forseti sem skrifar undir þingrofið með forsætisráðherra?„Já, það má gera ráð fyrir því og er auðvitað augljóst að svo verði,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira