Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. maí 2016 12:15 Eftirlaun Davíðs Oddssonar kæmu til frádráttar launum hans sem forseta Íslands næði hann kjöri. Þrátt fyrir þetta kæmi Davíð til með að afsala sér um 1.400 þúsund krónum á mánuði í laun. Eftirlaunalögin svo kölluðu voru samþykkt á Alþingi hinn 15. desember 2003. Lögin kváðu á um hækkun eftirlauna forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Í lögunum var sérstakt ákvæði um eftirlaun forsætisráðherra en í 6. gr. laganna kom fram að fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefði gegnt embætti í a.m.k. eitt ár, ætti rétt til eftirlauna samkvæmt lögunum með sama hlutfalli og forseti Íslands. Í greinargerð með lögunum var þessi sérregla rökstudd með þeim hætti að forsætisráðherra á hverjum tíma væri hinn pólitíski leiðtogi þjóðarinnar og færi með valdamesta embætti landsins. Því þætti eðlilegt að um hann gilti sérregla sem væri nokkru hagstæðari en fyrir aðra ráðherra. Mun ekki þiggja forsetalaun Davíð Oddsson var forsætisráðherra á þeim tíma þegar lögin voru samþykkt. Davíð hefur sem kunnugt er lýst yfir framboði til forseta Íslands og sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag að hann myndi ekki þiggja forsetalaun næði hann kjöri. Eftirlaunalögin voru afnumin árið 2009 í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Jafnframt var lögfest ákvæði varðandi áhrif starfa samhliða eftirlaunatöku. Þar kemur fram að gegni sá sem fær greidd laun samkvæmt eftirlaunalögunum starfi á vegum ríkisins, stofnana þess eða félaga í meirihlutaeigu þess, skuli launagreiðslur fyrir það starf að fullu koma til frádráttar eftirlaunum. Samkvæmt þessu liggur fyrir að Davíð mun ekki eiga rétt á fullum launum forseta Íslands nái hann kjöri hinn 25. núní nk. Laun forseta eru nú rúmar 2,3 milljónir á mánuði en samkvæmt þeim upplýsingum sem Davíð hefur gefið fjölmiðlum þiggur hann í dag um 900.000 krónur á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Davíðs kæmu til frádráttar forsetalaunum hans og ætti hann þá rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Eftirlaun Davíðs Oddssonar kæmu til frádráttar launum hans sem forseta Íslands næði hann kjöri. Þrátt fyrir þetta kæmi Davíð til með að afsala sér um 1.400 þúsund krónum á mánuði í laun. Eftirlaunalögin svo kölluðu voru samþykkt á Alþingi hinn 15. desember 2003. Lögin kváðu á um hækkun eftirlauna forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Í lögunum var sérstakt ákvæði um eftirlaun forsætisráðherra en í 6. gr. laganna kom fram að fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefði gegnt embætti í a.m.k. eitt ár, ætti rétt til eftirlauna samkvæmt lögunum með sama hlutfalli og forseti Íslands. Í greinargerð með lögunum var þessi sérregla rökstudd með þeim hætti að forsætisráðherra á hverjum tíma væri hinn pólitíski leiðtogi þjóðarinnar og færi með valdamesta embætti landsins. Því þætti eðlilegt að um hann gilti sérregla sem væri nokkru hagstæðari en fyrir aðra ráðherra. Mun ekki þiggja forsetalaun Davíð Oddsson var forsætisráðherra á þeim tíma þegar lögin voru samþykkt. Davíð hefur sem kunnugt er lýst yfir framboði til forseta Íslands og sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag að hann myndi ekki þiggja forsetalaun næði hann kjöri. Eftirlaunalögin voru afnumin árið 2009 í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Jafnframt var lögfest ákvæði varðandi áhrif starfa samhliða eftirlaunatöku. Þar kemur fram að gegni sá sem fær greidd laun samkvæmt eftirlaunalögunum starfi á vegum ríkisins, stofnana þess eða félaga í meirihlutaeigu þess, skuli launagreiðslur fyrir það starf að fullu koma til frádráttar eftirlaunum. Samkvæmt þessu liggur fyrir að Davíð mun ekki eiga rétt á fullum launum forseta Íslands nái hann kjöri hinn 25. núní nk. Laun forseta eru nú rúmar 2,3 milljónir á mánuði en samkvæmt þeim upplýsingum sem Davíð hefur gefið fjölmiðlum þiggur hann í dag um 900.000 krónur á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Davíðs kæmu til frádráttar forsetalaunum hans og ætti hann þá rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira