Chloe var klædd í fallegan svartan blúndukjól frá Alexander McQueen en Brooklyn leyfði kærustunni að skína sem skærast með því að klæða sig í þröngar gallabuxur og brúna Chelsea skó.
Það var ekki fyrr en í seinustu viku sem að Chloe viðurkenndi að hún væri í sambandi við son David og Victoriu Beckham en þau voru fyrst orðuð saman fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir að þau séu bæði ung þá eiga þau glæstan feril að baki en Chloe hefur leikið í fjölda kvikmynda og Brooklyn hefur setið fyrir í auglýsingaherferðum ásamt því að vera ljósmyndarinn fyrir nýja herferð Burberry.
