Sérmál ef fýla ræður för á Landspítalanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir útboð auðvelda sparnaðarleið fyrir ríkið. Fréttablaðið/Anton „Ef menn hafa bara farið í fýlu og ekkert viljað gera þá er það bara alveg sérmál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um skort á þátttöku Landspítalans í samnorrænum lyfjaútboðum. Til mikils væri hins vegar að vinna. Orðin lét Guðlaugur falla á fundi Félags atvinnurekenda um útboðsmál hins opinbera í gærmorgun, en hann var þar meðal frummælenda.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á morgunverðarfundi FA í gær. Fréttablaðið/AntonLandspítalinn hefur vísað til þess að breytingar á lögum um opinber innkaup 2011 hafi komið í veg fyfrir að hægt væri að fara í útboð með öðrum þjóðum vegna ákvæða um sérstakt samkeppnismat sem fara þarf fram vegna útboða erlendis. Guðlaugur vísar hins vegar til orða Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra ríkiskaupa, um að lögin séu ekki jafnhamlandi og virðast kunni. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ sagði Halldór í viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður kærunefndar útboðsmála, sem hélt erindi á morgunfundi FA um útboðsmál í gær, segir vanta eftirfylgni með útboðsmálum hjá hinu opinbera.Fréttablaðið/AntonMargrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur segir nauðsynlegt að fara vel yfir málið og kveðst hlakka til að kalla eftir svörum á vettvangi fjárlaganefndar. „Og fá að vita hvort það geti verið að menn hafi ekki látið á þetta reyna. Það er alveg stórmerkilegt ef menn hafa ekki gert það.“ Baldvin Hafsteinsson, lögmaður á skrifstofu forstjóra Landspítalans, sem var á fundinum, bendir á að hér þurfi sérstakt markaðsleyfi til að koma lyfi á markað. „Það er ekki þannig að hægt sé að hlaupa út í heim og kaupa eitthvað lyf og flytja til landsins.“ Þar að auki séu lyfin verðskráð. „Og þá spyr maður: Til hvers að bjóða út lyf ef þau eru nú þegar með skráð opinbert markaðsverð,“ segir Baldvin. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, benti á fundinum líka á að lyfin sem rætt væri um að bjóða út erlendis væru sjúkrahúslyf, en þau væru, eins og málum væri nú háttað, á lægsta mögulega verði í Skandinavíu. „Þau eru skráð þannig á Íslandi.“ Þetta væri fyrirkomulag sem Álfheiður Ingadóttir hefði komið á í heilbrigðisráðherratíð sinni. „Ef þessi lyf væru boðin út erlendis þá er ekkert fyrirtæki á Íslandi sem gæti tekið þátt í því útboði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí 2016. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
„Ef menn hafa bara farið í fýlu og ekkert viljað gera þá er það bara alveg sérmál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um skort á þátttöku Landspítalans í samnorrænum lyfjaútboðum. Til mikils væri hins vegar að vinna. Orðin lét Guðlaugur falla á fundi Félags atvinnurekenda um útboðsmál hins opinbera í gærmorgun, en hann var þar meðal frummælenda.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á morgunverðarfundi FA í gær. Fréttablaðið/AntonLandspítalinn hefur vísað til þess að breytingar á lögum um opinber innkaup 2011 hafi komið í veg fyfrir að hægt væri að fara í útboð með öðrum þjóðum vegna ákvæða um sérstakt samkeppnismat sem fara þarf fram vegna útboða erlendis. Guðlaugur vísar hins vegar til orða Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra ríkiskaupa, um að lögin séu ekki jafnhamlandi og virðast kunni. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ sagði Halldór í viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður kærunefndar útboðsmála, sem hélt erindi á morgunfundi FA um útboðsmál í gær, segir vanta eftirfylgni með útboðsmálum hjá hinu opinbera.Fréttablaðið/AntonMargrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur segir nauðsynlegt að fara vel yfir málið og kveðst hlakka til að kalla eftir svörum á vettvangi fjárlaganefndar. „Og fá að vita hvort það geti verið að menn hafi ekki látið á þetta reyna. Það er alveg stórmerkilegt ef menn hafa ekki gert það.“ Baldvin Hafsteinsson, lögmaður á skrifstofu forstjóra Landspítalans, sem var á fundinum, bendir á að hér þurfi sérstakt markaðsleyfi til að koma lyfi á markað. „Það er ekki þannig að hægt sé að hlaupa út í heim og kaupa eitthvað lyf og flytja til landsins.“ Þar að auki séu lyfin verðskráð. „Og þá spyr maður: Til hvers að bjóða út lyf ef þau eru nú þegar með skráð opinbert markaðsverð,“ segir Baldvin. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, benti á fundinum líka á að lyfin sem rætt væri um að bjóða út erlendis væru sjúkrahúslyf, en þau væru, eins og málum væri nú háttað, á lægsta mögulega verði í Skandinavíu. „Þau eru skráð þannig á Íslandi.“ Þetta væri fyrirkomulag sem Álfheiður Ingadóttir hefði komið á í heilbrigðisráðherratíð sinni. „Ef þessi lyf væru boðin út erlendis þá er ekkert fyrirtæki á Íslandi sem gæti tekið þátt í því útboði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí 2016.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00
Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00