Lamborghini upp jökul af því hann getur það Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2016 09:45 Svíinn Jon Olsson er þekktur fyrir mörg undarleg uppátæki sín á öflugum bílum og þar sem hann er nú fyrrum keppnismaður á skíðum er tilvalið að sameina tvö áhugamál hans, öfluga bíla og ferðir í skíðabrekkurnar. Hann tók uppá því að taka Lamborghini Murcielago LP 640 bíl uppá Fonna jökulinn í Noregi. Þar lætur hann öll hestöfl V12 vélarinnar í þessum ofurbíl hafa fyrir því upp og niður jökulinn og fer meðal annars svigbraut á jöklinum í dásamlegu sólarveðri. Bíllinn er afturhjóladrifinn og eru afturhjólin á negldum dekkjum með stórum nöglum og kæmist hann líklega annars ekki mikið áfram í snjónum. Ekki þarf að kvarta yfir afli bílsins enda kemst hann á lygilega ferð á þéttum snjónum á jöklinum í talsvert mikilli hæð eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Sjón er sögu ríkari. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem öflugum sportbíl er ekið upp jökul eða snæviþakin fjöll því skemmst er að minnast þess að Benedikt Eyjólfsson ók fyrir nokkrum árum upp Skjaldbreið á Porsche 911 og komst alla leið á toppinn í hörðu færi. Bílar video Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent
Svíinn Jon Olsson er þekktur fyrir mörg undarleg uppátæki sín á öflugum bílum og þar sem hann er nú fyrrum keppnismaður á skíðum er tilvalið að sameina tvö áhugamál hans, öfluga bíla og ferðir í skíðabrekkurnar. Hann tók uppá því að taka Lamborghini Murcielago LP 640 bíl uppá Fonna jökulinn í Noregi. Þar lætur hann öll hestöfl V12 vélarinnar í þessum ofurbíl hafa fyrir því upp og niður jökulinn og fer meðal annars svigbraut á jöklinum í dásamlegu sólarveðri. Bíllinn er afturhjóladrifinn og eru afturhjólin á negldum dekkjum með stórum nöglum og kæmist hann líklega annars ekki mikið áfram í snjónum. Ekki þarf að kvarta yfir afli bílsins enda kemst hann á lygilega ferð á þéttum snjónum á jöklinum í talsvert mikilli hæð eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Sjón er sögu ríkari. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem öflugum sportbíl er ekið upp jökul eða snæviþakin fjöll því skemmst er að minnast þess að Benedikt Eyjólfsson ók fyrir nokkrum árum upp Skjaldbreið á Porsche 911 og komst alla leið á toppinn í hörðu færi.
Bílar video Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent