Miami byrjaði leikinn betur og leiddu meðal annars eftir fyrsta leikhluta 21-20. Þeir spýttu enn meira í lófana í öðrum leikhluta og unnu hann 32-24 og voru því níu stigum yfir í hálfleik, 53-44.
Heimamennirnir gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og unnu að lokum tólf stiga sigur, 103-91. Því þurfa liðin að leika oddaleik um hvort liðið mætir Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar, annað kvöld.
Goran Dragic skoraði 30 stig fyrir Miami Heat og hinn skemmtilega Dwayne Wade skoraði 22 stig. Auk þess gaf Wade fimm stoðsendingar, en Kyle Lowry fór á kostum fyrir Toronto og skoraði 36 stig og gaf þrjár stoðsendingar.