Jafnréttisstofa vill vernd hinsegin fólks Sveinn Arnarsson skrifar 14. maí 2016 07:00 Úr Gleðigöngunni í Reykjavík. Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við að kynhneigð og kynvitund séu ekki talin upp sem ástæður til að hljóta dvalarleyfi af mannúðarástæðum í frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga. Áshildur Linnet, sérfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur undir með Jafnréttisstofu. Fyrir liggja á Alþingi ný heildarlög um útlendinga en um afar viðamikið frumvarp er að ræða. Til að skerpa á flóttamannahugtakinu segir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu, nauðsynlegt að bæta inn hugtökunum. „Það er nauðsynlegt einmitt vegna þeirra ofsókna og mannréttindabrota sem fólk verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Með því að nefna þetta í upptalningu í frumvarpinu um ástæður fyrir dvalarleyfi af mannúðarástæðum gerum við þessu aðeins hærra undir höfði og viðurkennum þennan vanda,“ segir Ingibjörg. Áshildur Linnet hjá Rauða krossinum tekur undir þessi sjónarmið Jafnréttisstofu. „Við teljum það mjög til bóta að þessum atriðum verði bætt í upptalningu á dæmum um það hverjir geti talist í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Engin slík skilgreining er fyrir hendi í núverandi löggjöf og teljum við upptalninguna því til bóta. Að bæta við listann fólki sem er í viðkvæmri stöðu vegna kynhneigðar er því jákvætt,“ segir Áshildur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sóttu 134 einstaklingar frá 24 löndum um vernd á Íslandi. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 39 einstaklingar sótt um vernd og er því um gríðarlega fjölgun að ræða. Niðurstaða fékkst í 147 málum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Alls voru 62 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 53 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, níu umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 23 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 62 mál voru tekin voru til efnislegrar meðferðar. 25 einstaklingar fengu dvalarleyfi en 37 umsóknum var synjað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við að kynhneigð og kynvitund séu ekki talin upp sem ástæður til að hljóta dvalarleyfi af mannúðarástæðum í frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga. Áshildur Linnet, sérfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur undir með Jafnréttisstofu. Fyrir liggja á Alþingi ný heildarlög um útlendinga en um afar viðamikið frumvarp er að ræða. Til að skerpa á flóttamannahugtakinu segir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu, nauðsynlegt að bæta inn hugtökunum. „Það er nauðsynlegt einmitt vegna þeirra ofsókna og mannréttindabrota sem fólk verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Með því að nefna þetta í upptalningu í frumvarpinu um ástæður fyrir dvalarleyfi af mannúðarástæðum gerum við þessu aðeins hærra undir höfði og viðurkennum þennan vanda,“ segir Ingibjörg. Áshildur Linnet hjá Rauða krossinum tekur undir þessi sjónarmið Jafnréttisstofu. „Við teljum það mjög til bóta að þessum atriðum verði bætt í upptalningu á dæmum um það hverjir geti talist í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Engin slík skilgreining er fyrir hendi í núverandi löggjöf og teljum við upptalninguna því til bóta. Að bæta við listann fólki sem er í viðkvæmri stöðu vegna kynhneigðar er því jákvætt,“ segir Áshildur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sóttu 134 einstaklingar frá 24 löndum um vernd á Íslandi. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 39 einstaklingar sótt um vernd og er því um gríðarlega fjölgun að ræða. Niðurstaða fékkst í 147 málum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Alls voru 62 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 53 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, níu umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 23 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 62 mál voru tekin voru til efnislegrar meðferðar. 25 einstaklingar fengu dvalarleyfi en 37 umsóknum var synjað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira