Á leið til Brighton að tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavík Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. maí 2016 15:28 Björn er hæst ánægður með tónlistarlífið í Reykjavík. Vísir Björn Blöndal borgarfulltrúi mun á þriðjudaginn næsta halda til Brighton sem staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur á Music Cities Convention. Þar hittast fulltrúar margra þeirra borga heims þar sem tónlistarhátíðir eru orðnar að stórum þáttum menningarlífsins. „Ég er þarna að fara tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavíkurborg,“ útskýrir Björn. „Þetta snýst um að menn átti sig á því hversu mikil áhrif tónlistarlíf að þessu tagi hefur á borgir.“ Í Reykjavík eru haldnar á hverju ári nokkrar tónlistarhátíðar, misstórar í sniðum. Þar má meðal annars nefna Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar, Myrka Músíkdaga, Reykjavík Midsummer Music og Reykjavík Jazz Festival svo fátt eitt sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Útón lét gera um tónlistarhátíðir á Íslandi en sú upptalning er fjarri því að vera tæmandi. „Þessar hátíðir er auðvitað hluti af sjálfsmynd borgarinnar. Reykjavík er ekkert merkilegri borg en hver önnur. Af hverju ætti hún að vera áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn? Það er fyrst og fremst vegna menningarlífs og við höfum náð að gera okkur gjaldgeng alþjóðlega.“Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 eftir að hafa komið Reykjavík og Íslandi á kortið erlendis.Vísir/GVASykurmolarnir breyttu ReykjavíkEins og flestir vita hefur Björn sjálfur verið þátttakandi í tónlistarlífi Íslands frá unga aldri sem bassaleikari rokksveitarinnar Ham. Nokkuð mörg ár eru frá því að sú merka sveit var stofnuð og hann man því tímanna tvenna. „Árið 1986 hafði enginn áhuga á Reykjavík. Árið 1989 hafði það breyst mjög mikið. Það var fyrst og fremst eitt fyrirbæri sem spilaði mjög mikið þar inni. Það voru Sykurmolarnir. Þetta snýst þó auðvitað ekki bara um ferðamennina því það er nú ekki minna gildi fyrir íbúa Reykjavíkurborgar að fá allar þessar tónleikahátíðir.“ Björn ætti að fá góðan félagsskap á málþinginu því einn gestanna sem mætir verður söngvarinn Fergal Sharkey. Hann er líklegast þekktastur fyrir að syngja lögin A Good Heart og lagið Teenage Kicks með hljómsveitinni The Undertones á yngri árum. Music Festivals in Iceland from Iceland Music Export on Vimeo. Airwaves Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Björn Blöndal borgarfulltrúi mun á þriðjudaginn næsta halda til Brighton sem staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur á Music Cities Convention. Þar hittast fulltrúar margra þeirra borga heims þar sem tónlistarhátíðir eru orðnar að stórum þáttum menningarlífsins. „Ég er þarna að fara tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavíkurborg,“ útskýrir Björn. „Þetta snýst um að menn átti sig á því hversu mikil áhrif tónlistarlíf að þessu tagi hefur á borgir.“ Í Reykjavík eru haldnar á hverju ári nokkrar tónlistarhátíðar, misstórar í sniðum. Þar má meðal annars nefna Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar, Myrka Músíkdaga, Reykjavík Midsummer Music og Reykjavík Jazz Festival svo fátt eitt sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Útón lét gera um tónlistarhátíðir á Íslandi en sú upptalning er fjarri því að vera tæmandi. „Þessar hátíðir er auðvitað hluti af sjálfsmynd borgarinnar. Reykjavík er ekkert merkilegri borg en hver önnur. Af hverju ætti hún að vera áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn? Það er fyrst og fremst vegna menningarlífs og við höfum náð að gera okkur gjaldgeng alþjóðlega.“Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 eftir að hafa komið Reykjavík og Íslandi á kortið erlendis.Vísir/GVASykurmolarnir breyttu ReykjavíkEins og flestir vita hefur Björn sjálfur verið þátttakandi í tónlistarlífi Íslands frá unga aldri sem bassaleikari rokksveitarinnar Ham. Nokkuð mörg ár eru frá því að sú merka sveit var stofnuð og hann man því tímanna tvenna. „Árið 1986 hafði enginn áhuga á Reykjavík. Árið 1989 hafði það breyst mjög mikið. Það var fyrst og fremst eitt fyrirbæri sem spilaði mjög mikið þar inni. Það voru Sykurmolarnir. Þetta snýst þó auðvitað ekki bara um ferðamennina því það er nú ekki minna gildi fyrir íbúa Reykjavíkurborgar að fá allar þessar tónleikahátíðir.“ Björn ætti að fá góðan félagsskap á málþinginu því einn gestanna sem mætir verður söngvarinn Fergal Sharkey. Hann er líklegast þekktastur fyrir að syngja lögin A Good Heart og lagið Teenage Kicks með hljómsveitinni The Undertones á yngri árum. Music Festivals in Iceland from Iceland Music Export on Vimeo.
Airwaves Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira