Telur að úthlutun listamannalauna sé í fullu samræmi við stjórnsýslulög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. maí 2016 11:24 Haraldur vildi meðal annars fá að vita hvort fyrirkomulag úthlutunarinnar stæðist stjórnsýslulög. Fyrirkomulag úthlutunar listamannalauna er þess eðlis að það stenst stjórnsýslulög. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Haralds Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Í frétt Vísis frá í janúar kom meðal annars fram að stjórn Rithöfundasambandsins hafi valið nefndina sem úthlutar laununum. Þegar laununum var úthlutað kom á daginn að flestir stjórnarmeðlimir fengu launum úthlutað. Svar ráðherrans bar með sér að í raun væri það ekki stjórn fagfélagsins sem veldi nefndina heldur skuli það gert á aðalfundi eða formlega boðuðum fundi félagsins. Lög séu í gildi um launin og á grundvelli laganna hefur verið sett reglugerð um nánari útfærslu á úthlutun launanna. „Með því að hafa þennan hátt á telur ráðherra að úthlutunin standist stjórnsýslulög,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að ekki hafi komið til álita að binda úthlutun launanna við tekjur listamannanna. Listamannalaunin séu í mörgum tilfellum eini möguleiki starfandi listamanna til að helga sig listsköpun sinni óskipt. „Þó svo að allir starfandi listamenn geti sótt um listamannalaun hefur reynslan sýnt að tekjuhæstu listamenn þjóðarinnar sækja alla jafna ekki um listamannalaun,“ segir meðal annars í svarinu. Einnig kemur fram að hámarkstími sé á því í hve langan tíma listamaður getur þegið launin í einu. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherra telur að nú þegar séu einstök verkefni styrkt en ekki einstakir listamenn og að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um að styrkja frekar unga og nýja listamenn. Það komi hins vegar til álita. Svarið í heild sinni má lesa hér. Alþingi Listamannalaun Tengdar fréttir Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30 Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Fyrirkomulag úthlutunar listamannalauna er þess eðlis að það stenst stjórnsýslulög. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Haralds Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Í frétt Vísis frá í janúar kom meðal annars fram að stjórn Rithöfundasambandsins hafi valið nefndina sem úthlutar laununum. Þegar laununum var úthlutað kom á daginn að flestir stjórnarmeðlimir fengu launum úthlutað. Svar ráðherrans bar með sér að í raun væri það ekki stjórn fagfélagsins sem veldi nefndina heldur skuli það gert á aðalfundi eða formlega boðuðum fundi félagsins. Lög séu í gildi um launin og á grundvelli laganna hefur verið sett reglugerð um nánari útfærslu á úthlutun launanna. „Með því að hafa þennan hátt á telur ráðherra að úthlutunin standist stjórnsýslulög,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að ekki hafi komið til álita að binda úthlutun launanna við tekjur listamannanna. Listamannalaunin séu í mörgum tilfellum eini möguleiki starfandi listamanna til að helga sig listsköpun sinni óskipt. „Þó svo að allir starfandi listamenn geti sótt um listamannalaun hefur reynslan sýnt að tekjuhæstu listamenn þjóðarinnar sækja alla jafna ekki um listamannalaun,“ segir meðal annars í svarinu. Einnig kemur fram að hámarkstími sé á því í hve langan tíma listamaður getur þegið launin í einu. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherra telur að nú þegar séu einstök verkefni styrkt en ekki einstakir listamenn og að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um að styrkja frekar unga og nýja listamenn. Það komi hins vegar til álita. Svarið í heild sinni má lesa hér.
Alþingi Listamannalaun Tengdar fréttir Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30 Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30
Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11