Segir ekki hægt að líða þau vinnubrögð sem tíðkast á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:20 Guðni Th. Jóhannesson Vísir/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir það vandamál að almenningur beri lítið traust til Alþingis. Hann sér þó að hægt sé að bæta úr því og telur að forsetinn geti haft þar áhrif. „Forseti er handhafi löggjafarvalds í landinu og á að sjálfsögðu að hafa áhyggjur af því að Alþingi mælist með svona lítið traust. Hvað þurfum við að gera? Eitt sjálfsagt mál og einfalt er að breyta þingsköpum,“ sagði Guðni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að sú breyting sem gerð hafi verið á þingsköpum árið 2009 hafi ekki reynst breyting til batnaðar. „Umræður um fundarstjórn forseta. Kannist þið við þetta? Þetta er til í öðrum ríkjum en þetta er misnotað á Íslandi og nær hvergi annars staðar. Þess vegna horfir almenningur í landinu á þingið og hugsar „Hvað er þetta fólk að gera?“ Málþófið eins og það hefur þróast er vopn minnihlutans til þess að koma í veg fyrir að meirihlutinn fái að ráða. Svona vinnubrögð getum við ekki liðið,“ sagði Guðni. Hann sagði að þetta væri mál sem forseti gæti beitt sér fyrir með óbeinum, og jafnvel beinum hætti. „Hann getur reynt að breyta þessu með því að hvetja þingmenn til þess að taka sér nú tak og benda á fordæmi annars staðar. [...] Við verðum að efla traust Alþingis en það er ekkert sem við getum notað og sagt „Þess vegna þurfum við sterkan forseta.“ Forsetinn á bara að hjálpa til.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir það vandamál að almenningur beri lítið traust til Alþingis. Hann sér þó að hægt sé að bæta úr því og telur að forsetinn geti haft þar áhrif. „Forseti er handhafi löggjafarvalds í landinu og á að sjálfsögðu að hafa áhyggjur af því að Alþingi mælist með svona lítið traust. Hvað þurfum við að gera? Eitt sjálfsagt mál og einfalt er að breyta þingsköpum,“ sagði Guðni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að sú breyting sem gerð hafi verið á þingsköpum árið 2009 hafi ekki reynst breyting til batnaðar. „Umræður um fundarstjórn forseta. Kannist þið við þetta? Þetta er til í öðrum ríkjum en þetta er misnotað á Íslandi og nær hvergi annars staðar. Þess vegna horfir almenningur í landinu á þingið og hugsar „Hvað er þetta fólk að gera?“ Málþófið eins og það hefur þróast er vopn minnihlutans til þess að koma í veg fyrir að meirihlutinn fái að ráða. Svona vinnubrögð getum við ekki liðið,“ sagði Guðni. Hann sagði að þetta væri mál sem forseti gæti beitt sér fyrir með óbeinum, og jafnvel beinum hætti. „Hann getur reynt að breyta þessu með því að hvetja þingmenn til þess að taka sér nú tak og benda á fordæmi annars staðar. [...] Við verðum að efla traust Alþingis en það er ekkert sem við getum notað og sagt „Þess vegna þurfum við sterkan forseta.“ Forsetinn á bara að hjálpa til.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56