NBA: Westbrook frábær og OKC komið í 3-2 á móti Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 06:47 Oklahoma City Thunder getur tryggt sér sigur á San Antonio Spurs og sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í næsta leik eftir 95-91 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook átti frábæran leik en hann var með 35 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Kevin Durant var með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. „Við náðum stoppum í vörninni og Russ var eins og vitfirringur í kvöld sem hélt okkur inn í leiknum," sagði Kevin Durant eftir leikinn. San Antonio Spurs var 88-82 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Westbrook tók þá yfir og var með 7 stig, 2 fráköst og stoðsendingu á síðustu fjórum mínútunum sem OKC vann 13-3. Oklahoma City Thunder tapaði mjög illa í fyrsta leik einvígisins en hefur síðan unnið 3 af 4 leikjum þar af tvo þeirra á heimavelli San Antonio Spurs. San Antonio Spurs vann 40 af 41 heimaleik sínum á tímabilinu en Oklahoma City Thunder hefur nú sýnt gríðarlegan styrk með því að vinna tvo leiki í röð á heimavelli Spurs. „Ég vona að við komum svolítið reiðir til baka og með það markmið að sýna og sanna hvað við getum. Ef við viljum verða meistaralið þá þurfum við að vinna á útivelli," sagði Danny Green hjá San Antonio Spurs. Spurs-liðið réði ekki við þá Russell Westbrook og Kevin Durant sem með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu áttu þátt í 80 af 95 stigum Thunder-liðsins í leiknum í nótt.San Antonio Spurs var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, og með þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 72-69. Oklahoma City Thunder vann fjórða leikhlutann aftur á móti 26-19 og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Það skipti frákastabaráttan miklu máli en OKC vann fráköstin 54-36. „Lykilatriði var að láta finna fyrir sér. Ég og Steven ætluðum bara að ná öllum fráköstum í boði. Það gekk vel hjá okkur báðum," sagði Enes Kanter sem var með 13 fráköst en Steven Adams bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. Oklahoma City Thunder átti því þrjá frákstahæstu leikmenn vallarins í nótt því Russell Westbrook tók einnig 11 fráköst. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 26 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta og þeir LaMarcus Aldridge og Danny Green skoruðu báðir 20 stig. Þríeykið Tony Parker (9), Tim Duncan (5) og Manu Ginobili (3) skoruðu hinsvegar bara 17 stig saman en þeir klikkuðu á 16 af 22 skotum sínum í leiknum. Útlitið er heldur ekkert alltof bjart fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. Spurs hefur nefnilega síðan hann tók við tapað 10 af 12 leikjum sínum þegar þeir eru á útivelli og eiga það á hættu að vera sendir í sumarfrí.- Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA 2016 -Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 2-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 3-1 Portland Trail Blazers San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Oklahoma City Thunder getur tryggt sér sigur á San Antonio Spurs og sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í næsta leik eftir 95-91 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook átti frábæran leik en hann var með 35 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Kevin Durant var með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. „Við náðum stoppum í vörninni og Russ var eins og vitfirringur í kvöld sem hélt okkur inn í leiknum," sagði Kevin Durant eftir leikinn. San Antonio Spurs var 88-82 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Westbrook tók þá yfir og var með 7 stig, 2 fráköst og stoðsendingu á síðustu fjórum mínútunum sem OKC vann 13-3. Oklahoma City Thunder tapaði mjög illa í fyrsta leik einvígisins en hefur síðan unnið 3 af 4 leikjum þar af tvo þeirra á heimavelli San Antonio Spurs. San Antonio Spurs vann 40 af 41 heimaleik sínum á tímabilinu en Oklahoma City Thunder hefur nú sýnt gríðarlegan styrk með því að vinna tvo leiki í röð á heimavelli Spurs. „Ég vona að við komum svolítið reiðir til baka og með það markmið að sýna og sanna hvað við getum. Ef við viljum verða meistaralið þá þurfum við að vinna á útivelli," sagði Danny Green hjá San Antonio Spurs. Spurs-liðið réði ekki við þá Russell Westbrook og Kevin Durant sem með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu áttu þátt í 80 af 95 stigum Thunder-liðsins í leiknum í nótt.San Antonio Spurs var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, og með þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 72-69. Oklahoma City Thunder vann fjórða leikhlutann aftur á móti 26-19 og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Það skipti frákastabaráttan miklu máli en OKC vann fráköstin 54-36. „Lykilatriði var að láta finna fyrir sér. Ég og Steven ætluðum bara að ná öllum fráköstum í boði. Það gekk vel hjá okkur báðum," sagði Enes Kanter sem var með 13 fráköst en Steven Adams bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. Oklahoma City Thunder átti því þrjá frákstahæstu leikmenn vallarins í nótt því Russell Westbrook tók einnig 11 fráköst. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 26 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta og þeir LaMarcus Aldridge og Danny Green skoruðu báðir 20 stig. Þríeykið Tony Parker (9), Tim Duncan (5) og Manu Ginobili (3) skoruðu hinsvegar bara 17 stig saman en þeir klikkuðu á 16 af 22 skotum sínum í leiknum. Útlitið er heldur ekkert alltof bjart fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. Spurs hefur nefnilega síðan hann tók við tapað 10 af 12 leikjum sínum þegar þeir eru á útivelli og eiga það á hættu að vera sendir í sumarfrí.- Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA 2016 -Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 2-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 3-1 Portland Trail Blazers San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira