Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Svavar Hávarðsson skrifar 11. maí 2016 06:00 Þingmenn allra flokka eru sammála um að bjarga náttúruperlunni Mývatni. Fréttablaðið/GVA Skýr þverpólitískur vilji fyrir því að bregðast við ofauðgun Mývatns og dauða lífríkis í tengslum við hana kom fram á Alþingi í gær. Skýlaus krafa kom fram um það að Skútustaðahreppi verði veitt nauðsynleg aðstoð til að koma frárennslismálum við vatnið í ásættanlegt horf. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um stöðu Mývatns og frárennslismál, en málshefjandi var Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Hann bar upp þá hugmynd sína að nú þegar verði sveitarfélagið styrkt um 150 til 170 milljónir króna sem mótframlag ríkisins til uppbyggingar í fráveitu, sem sveitarfélagið hefði ekki bolmagn til að gera. Því til viðbótar verði lagðir til peningar til að efla þær rannsóknir á svæðinu sem eru nauðsynlegar og til úrvinnslu þeirra rannsóknargagna sem þegar liggja fyrir. Eins til nauðsynlegrar vöktunar á svæðinu.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra var til svara. Gerði hún grein fyrir því að samráðshópur hefur verið kallaður saman til að vinna að lausn málsins og ber honum að skila tillögum sínum fyrir 17. júní næstkomandi. Hún vill meina að verkleysi er varðar málefni Mývatns standist ekki skoðun, enda hafi hún unnið að málinu mánuðum saman. Eins hafi hún unnið að því að sameina Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn sem leið til að efla rannsóknir og vöktun. Sigrún vísaði hins vegar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra varðandi peningahlið málsins. Í svarræðu sinni missti Steingrímur þolinmæðina og ítrekaði að bregðast yrði við strax og fjárfesta í Mývatni – rannsóknir og vöktun snúi að fjármunum og mannskap. Það snúist ekki um stjórnunarfyrirkomulag, og vísaði til orða ráðherra um sameiningar rannsóknastofnana. Krafðist Steingrímur svara. „Verum ekki að gera þetta flókið. Er hæstvirtur ráðherra tilbúinn til að leggja slíka tillögu fram?“ spurði Steingrímur.Steingrímur J. SigfússonSigrún kom í ræðustól strax á eftir Steingrími og sagðist „mjög tilbúin“ að leggja fram slíka tillögu. „Við í ráðuneytinu höfum áhyggjur og ég fagna mjög þeirri samstöðu um að herja á að við fáum fjármagn í framkvæmdir við Mývatn.“ Þau Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, Birgitta Jónsdóttir, Pírati, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Samfylkingu, og Elín Hirst, Sjálfstæðisflokki, tóku öll til máls og kröfðust öll skýlausra viðbragða stjórnvalda. Það gerði Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, einnig sem og Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki og formaður atvinnuveganefndar, sem hefur sagt að ekki þurfi sérstakt þingmál til að ganga til verka, heldur að eyrnamerkja fjármagn strax til þess. Nefndi hann á dögunum svo háa tölu sem 1,5 milljarða króna, en umhverfisráðherra hefur tekið frekar fálega í það í svörum við spurningum fjölmiðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra voru ekki viðstaddir umræðuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Skýr þverpólitískur vilji fyrir því að bregðast við ofauðgun Mývatns og dauða lífríkis í tengslum við hana kom fram á Alþingi í gær. Skýlaus krafa kom fram um það að Skútustaðahreppi verði veitt nauðsynleg aðstoð til að koma frárennslismálum við vatnið í ásættanlegt horf. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um stöðu Mývatns og frárennslismál, en málshefjandi var Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Hann bar upp þá hugmynd sína að nú þegar verði sveitarfélagið styrkt um 150 til 170 milljónir króna sem mótframlag ríkisins til uppbyggingar í fráveitu, sem sveitarfélagið hefði ekki bolmagn til að gera. Því til viðbótar verði lagðir til peningar til að efla þær rannsóknir á svæðinu sem eru nauðsynlegar og til úrvinnslu þeirra rannsóknargagna sem þegar liggja fyrir. Eins til nauðsynlegrar vöktunar á svæðinu.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra var til svara. Gerði hún grein fyrir því að samráðshópur hefur verið kallaður saman til að vinna að lausn málsins og ber honum að skila tillögum sínum fyrir 17. júní næstkomandi. Hún vill meina að verkleysi er varðar málefni Mývatns standist ekki skoðun, enda hafi hún unnið að málinu mánuðum saman. Eins hafi hún unnið að því að sameina Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn sem leið til að efla rannsóknir og vöktun. Sigrún vísaði hins vegar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra varðandi peningahlið málsins. Í svarræðu sinni missti Steingrímur þolinmæðina og ítrekaði að bregðast yrði við strax og fjárfesta í Mývatni – rannsóknir og vöktun snúi að fjármunum og mannskap. Það snúist ekki um stjórnunarfyrirkomulag, og vísaði til orða ráðherra um sameiningar rannsóknastofnana. Krafðist Steingrímur svara. „Verum ekki að gera þetta flókið. Er hæstvirtur ráðherra tilbúinn til að leggja slíka tillögu fram?“ spurði Steingrímur.Steingrímur J. SigfússonSigrún kom í ræðustól strax á eftir Steingrími og sagðist „mjög tilbúin“ að leggja fram slíka tillögu. „Við í ráðuneytinu höfum áhyggjur og ég fagna mjög þeirri samstöðu um að herja á að við fáum fjármagn í framkvæmdir við Mývatn.“ Þau Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, Birgitta Jónsdóttir, Pírati, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Samfylkingu, og Elín Hirst, Sjálfstæðisflokki, tóku öll til máls og kröfðust öll skýlausra viðbragða stjórnvalda. Það gerði Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, einnig sem og Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki og formaður atvinnuveganefndar, sem hefur sagt að ekki þurfi sérstakt þingmál til að ganga til verka, heldur að eyrnamerkja fjármagn strax til þess. Nefndi hann á dögunum svo háa tölu sem 1,5 milljarða króna, en umhverfisráðherra hefur tekið frekar fálega í það í svörum við spurningum fjölmiðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra voru ekki viðstaddir umræðuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira