Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Svavar Hávarðsson skrifar 11. maí 2016 06:00 Þingmenn allra flokka eru sammála um að bjarga náttúruperlunni Mývatni. Fréttablaðið/GVA Skýr þverpólitískur vilji fyrir því að bregðast við ofauðgun Mývatns og dauða lífríkis í tengslum við hana kom fram á Alþingi í gær. Skýlaus krafa kom fram um það að Skútustaðahreppi verði veitt nauðsynleg aðstoð til að koma frárennslismálum við vatnið í ásættanlegt horf. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um stöðu Mývatns og frárennslismál, en málshefjandi var Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Hann bar upp þá hugmynd sína að nú þegar verði sveitarfélagið styrkt um 150 til 170 milljónir króna sem mótframlag ríkisins til uppbyggingar í fráveitu, sem sveitarfélagið hefði ekki bolmagn til að gera. Því til viðbótar verði lagðir til peningar til að efla þær rannsóknir á svæðinu sem eru nauðsynlegar og til úrvinnslu þeirra rannsóknargagna sem þegar liggja fyrir. Eins til nauðsynlegrar vöktunar á svæðinu.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra var til svara. Gerði hún grein fyrir því að samráðshópur hefur verið kallaður saman til að vinna að lausn málsins og ber honum að skila tillögum sínum fyrir 17. júní næstkomandi. Hún vill meina að verkleysi er varðar málefni Mývatns standist ekki skoðun, enda hafi hún unnið að málinu mánuðum saman. Eins hafi hún unnið að því að sameina Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn sem leið til að efla rannsóknir og vöktun. Sigrún vísaði hins vegar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra varðandi peningahlið málsins. Í svarræðu sinni missti Steingrímur þolinmæðina og ítrekaði að bregðast yrði við strax og fjárfesta í Mývatni – rannsóknir og vöktun snúi að fjármunum og mannskap. Það snúist ekki um stjórnunarfyrirkomulag, og vísaði til orða ráðherra um sameiningar rannsóknastofnana. Krafðist Steingrímur svara. „Verum ekki að gera þetta flókið. Er hæstvirtur ráðherra tilbúinn til að leggja slíka tillögu fram?“ spurði Steingrímur.Steingrímur J. SigfússonSigrún kom í ræðustól strax á eftir Steingrími og sagðist „mjög tilbúin“ að leggja fram slíka tillögu. „Við í ráðuneytinu höfum áhyggjur og ég fagna mjög þeirri samstöðu um að herja á að við fáum fjármagn í framkvæmdir við Mývatn.“ Þau Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, Birgitta Jónsdóttir, Pírati, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Samfylkingu, og Elín Hirst, Sjálfstæðisflokki, tóku öll til máls og kröfðust öll skýlausra viðbragða stjórnvalda. Það gerði Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, einnig sem og Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki og formaður atvinnuveganefndar, sem hefur sagt að ekki þurfi sérstakt þingmál til að ganga til verka, heldur að eyrnamerkja fjármagn strax til þess. Nefndi hann á dögunum svo háa tölu sem 1,5 milljarða króna, en umhverfisráðherra hefur tekið frekar fálega í það í svörum við spurningum fjölmiðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra voru ekki viðstaddir umræðuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Skýr þverpólitískur vilji fyrir því að bregðast við ofauðgun Mývatns og dauða lífríkis í tengslum við hana kom fram á Alþingi í gær. Skýlaus krafa kom fram um það að Skútustaðahreppi verði veitt nauðsynleg aðstoð til að koma frárennslismálum við vatnið í ásættanlegt horf. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um stöðu Mývatns og frárennslismál, en málshefjandi var Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Hann bar upp þá hugmynd sína að nú þegar verði sveitarfélagið styrkt um 150 til 170 milljónir króna sem mótframlag ríkisins til uppbyggingar í fráveitu, sem sveitarfélagið hefði ekki bolmagn til að gera. Því til viðbótar verði lagðir til peningar til að efla þær rannsóknir á svæðinu sem eru nauðsynlegar og til úrvinnslu þeirra rannsóknargagna sem þegar liggja fyrir. Eins til nauðsynlegrar vöktunar á svæðinu.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra var til svara. Gerði hún grein fyrir því að samráðshópur hefur verið kallaður saman til að vinna að lausn málsins og ber honum að skila tillögum sínum fyrir 17. júní næstkomandi. Hún vill meina að verkleysi er varðar málefni Mývatns standist ekki skoðun, enda hafi hún unnið að málinu mánuðum saman. Eins hafi hún unnið að því að sameina Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn sem leið til að efla rannsóknir og vöktun. Sigrún vísaði hins vegar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra varðandi peningahlið málsins. Í svarræðu sinni missti Steingrímur þolinmæðina og ítrekaði að bregðast yrði við strax og fjárfesta í Mývatni – rannsóknir og vöktun snúi að fjármunum og mannskap. Það snúist ekki um stjórnunarfyrirkomulag, og vísaði til orða ráðherra um sameiningar rannsóknastofnana. Krafðist Steingrímur svara. „Verum ekki að gera þetta flókið. Er hæstvirtur ráðherra tilbúinn til að leggja slíka tillögu fram?“ spurði Steingrímur.Steingrímur J. SigfússonSigrún kom í ræðustól strax á eftir Steingrími og sagðist „mjög tilbúin“ að leggja fram slíka tillögu. „Við í ráðuneytinu höfum áhyggjur og ég fagna mjög þeirri samstöðu um að herja á að við fáum fjármagn í framkvæmdir við Mývatn.“ Þau Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, Birgitta Jónsdóttir, Pírati, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Samfylkingu, og Elín Hirst, Sjálfstæðisflokki, tóku öll til máls og kröfðust öll skýlausra viðbragða stjórnvalda. Það gerði Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, einnig sem og Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki og formaður atvinnuveganefndar, sem hefur sagt að ekki þurfi sérstakt þingmál til að ganga til verka, heldur að eyrnamerkja fjármagn strax til þess. Nefndi hann á dögunum svo háa tölu sem 1,5 milljarða króna, en umhverfisráðherra hefur tekið frekar fálega í það í svörum við spurningum fjölmiðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra voru ekki viðstaddir umræðuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira