NBA: Framlengt í báðum leikjunum og Curry snéri aftur með tilþrifum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2016 07:00 Það var mikil spennna í leikjum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt því báðir leikirnir fóru í framlengingu. Miami Heat jafnaði þar í 2-2 á móti Toronto Raptors og Golden State Warriors komst í 3-1 á móti Portland Trail Blazers.Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors eftir hnémeiðslin og leiddi sína menn til 132-125 sigurs í framlengdum leik. Golden State á næsta leik á heimavelli og sigur í honum kemur liðinu áfram. Stephen Curry var búinn að missa af síðustu fjórum leikjum Golden Stata og hafði aðeins spilað 2 leiki af 8 í allri úrslitakeppninni. Hann klikkaði reyndar á fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum en fór í gang í fjórða leikhluta og var síðan óstöðvandi í framlengingunni. Stephen Curry skoraði 27 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum (10) og framlengingunni (17) en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frammistaða Curry á þessum fimm mínútum í framlengingunni var söguleg.Steph Curry.Vísir/GettyCurry átti ekki að spila meira en 25 mínútur og kom inn af bekknum en það breyttist allt þegar Shaun Livingston var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Curry kom inná í leikinn eftir sex mínútur þegar staðan var 16-2 fyrir Portland. Harrison Barnes tryggði Golden State framlengingu með því að jafna í 111-111 með þriggja stiga körfu en þá var 51 sekúnda eftir. Stephen Curry fékk tækifæri til að tryggja sigurinn en klikkaði. Hann tók síðan yfir leikinn með sýningu sinni í framlengingunni. Klay Thompson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 21 stig, 9 fráköst, 7 varin skot, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Damian Lillard var með 36 stig og 10 stoðsendingar í liði Portland og C.J. McCollum skoraði 24 stig.Dwyane Wade hefur verið í sérflokki í einvígi Miami Heat og Toronto Raptors og hann var með 30 stig í nótt þegar Miami Heat vann 94-87 í framlengingu. Wade hefur skorað 27 stig að meðaltali í einvíginu eða níu stigum meira að meðaltali en næsti maður. Það var einmitt Wade sem kom leiknum í framlengingu en Miami-liðið vann upp níu stiga forskot Toronto í lokin. Miami-liðið var aðeins yfir í þrettán sekúndur í fjórða leikhlutanum en lenti síðan aldrei undir í framlengingunni. „Þetta leit ekki vel út á tímabili en það er enginn í okkar liðið sem var tilbúinn að gefast upp," sagði Dwyane Wade. Goran Dragic skoraði fimmtán stig en karfa hans og víti að auki í framlengingunni fór langt með að tryggja sigurinn. Wade skoraði ekki í framlengingunni fyrr en hann endaði leikinn með því að stela boltanum og troða. „Ég var þreyttur. Ég var bara tálbeita. Það voru öll augu þeirra á mér og ég ætlaði ekki að þvinga neinu," sagði Dwyane Wade um rólegheitin í framlengingunni. Bakvarðartvíeyki Toronto, þeir Kyle Lowry og DeMar DeRozan hittu saman aðeins úr 6 af 28 skotum sínum og 19 stig frá þeim báðum til samans er bara alltof lítið. Terrence Ross og Cory Joseph voru stigahæstir með 14 stig hvor. NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Það var mikil spennna í leikjum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt því báðir leikirnir fóru í framlengingu. Miami Heat jafnaði þar í 2-2 á móti Toronto Raptors og Golden State Warriors komst í 3-1 á móti Portland Trail Blazers.Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors eftir hnémeiðslin og leiddi sína menn til 132-125 sigurs í framlengdum leik. Golden State á næsta leik á heimavelli og sigur í honum kemur liðinu áfram. Stephen Curry var búinn að missa af síðustu fjórum leikjum Golden Stata og hafði aðeins spilað 2 leiki af 8 í allri úrslitakeppninni. Hann klikkaði reyndar á fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum en fór í gang í fjórða leikhluta og var síðan óstöðvandi í framlengingunni. Stephen Curry skoraði 27 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum (10) og framlengingunni (17) en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frammistaða Curry á þessum fimm mínútum í framlengingunni var söguleg.Steph Curry.Vísir/GettyCurry átti ekki að spila meira en 25 mínútur og kom inn af bekknum en það breyttist allt þegar Shaun Livingston var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Curry kom inná í leikinn eftir sex mínútur þegar staðan var 16-2 fyrir Portland. Harrison Barnes tryggði Golden State framlengingu með því að jafna í 111-111 með þriggja stiga körfu en þá var 51 sekúnda eftir. Stephen Curry fékk tækifæri til að tryggja sigurinn en klikkaði. Hann tók síðan yfir leikinn með sýningu sinni í framlengingunni. Klay Thompson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 21 stig, 9 fráköst, 7 varin skot, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Damian Lillard var með 36 stig og 10 stoðsendingar í liði Portland og C.J. McCollum skoraði 24 stig.Dwyane Wade hefur verið í sérflokki í einvígi Miami Heat og Toronto Raptors og hann var með 30 stig í nótt þegar Miami Heat vann 94-87 í framlengingu. Wade hefur skorað 27 stig að meðaltali í einvíginu eða níu stigum meira að meðaltali en næsti maður. Það var einmitt Wade sem kom leiknum í framlengingu en Miami-liðið vann upp níu stiga forskot Toronto í lokin. Miami-liðið var aðeins yfir í þrettán sekúndur í fjórða leikhlutanum en lenti síðan aldrei undir í framlengingunni. „Þetta leit ekki vel út á tímabili en það er enginn í okkar liðið sem var tilbúinn að gefast upp," sagði Dwyane Wade. Goran Dragic skoraði fimmtán stig en karfa hans og víti að auki í framlengingunni fór langt með að tryggja sigurinn. Wade skoraði ekki í framlengingunni fyrr en hann endaði leikinn með því að stela boltanum og troða. „Ég var þreyttur. Ég var bara tálbeita. Það voru öll augu þeirra á mér og ég ætlaði ekki að þvinga neinu," sagði Dwyane Wade um rólegheitin í framlengingunni. Bakvarðartvíeyki Toronto, þeir Kyle Lowry og DeMar DeRozan hittu saman aðeins úr 6 af 28 skotum sínum og 19 stig frá þeim báðum til samans er bara alltof lítið. Terrence Ross og Cory Joseph voru stigahæstir með 14 stig hvor.
NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira