Þjálfarinn hans kallaði þessa frammistöðu fáránlega | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 13:30 Skvettubræðurnar Steph Curry og Klay Thompson í viðtali eftir leik. Þeir skoruðu saman 72 stig. Vísir/Getty Klay Thompson setti nýtt NBA-met í nótt þegar hann skoraði ellefu þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Klay Thompson gerði þetta ekki bara í úrslitakeppni heldur í leik á útivelli þar sem lið hans Golden State Warriors varð að vinna til að halda sér á lífi í einvígi sínum á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors jafnaði metin í 3-3 og fær oddaleikinn á heimavelli sínum. Klay Thompson bætti gamla metið um tvo þrista en það áttu þeir Jason Terry, Ray Allen (tvisvar), Vince Carter og Rex Chapman. Hann hitti alls úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum. „Ég hefði átt að skora að minnsta kosti þrettán þrista því að ég klikkaði á galopnum skotum í byrjun," sagði Klay Thompson sjálfgagnrýninn í leikslok. Hann endaði leikinn með 41 stig. Klay Thompson skaut Golden State Warriors aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum þar sem hann var með mann í andlitinu. „Augljóslega þá var Klay Thompson fáránlegur í þessum leik. Þetta var ein ótrúlegasta skotsýning sem við höfum séð," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors „Ég hafði ekki hugmynd um hvað metið væri. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri kominn með ellefu þrista. Ég var bara að reyna að vera áræðinn, hvort sem það var að keyra á körfuna eða skjóta fyrir utan," sagði Klay. „Það er góð tilfinning að eiga met en mér mun líða mun betur ef við klárum dæmið á mánudaginn," sagði Klay Thompson. NBA-deildin hefur tekið saman þessar ellefu þriggja stiga körfur Klay Thompson í leiknum í nótt og það má sjá þær hér fyrir neðan. Klay Thompson #NBAPlayoffs career-high 41p 11/18 on 3's - @NBA record for most made 3's in an #NBAPlayoffs game pic.twitter.com/RmDIKNe8cz— NBA.com/Stats (@nbastats) May 29, 2016 Klay Thompson's 41-point performance in Game 6 puts him in an elite group. pic.twitter.com/EiKdiGTWkI— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2016 NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Klay Thompson setti nýtt NBA-met í nótt þegar hann skoraði ellefu þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Klay Thompson gerði þetta ekki bara í úrslitakeppni heldur í leik á útivelli þar sem lið hans Golden State Warriors varð að vinna til að halda sér á lífi í einvígi sínum á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors jafnaði metin í 3-3 og fær oddaleikinn á heimavelli sínum. Klay Thompson bætti gamla metið um tvo þrista en það áttu þeir Jason Terry, Ray Allen (tvisvar), Vince Carter og Rex Chapman. Hann hitti alls úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum. „Ég hefði átt að skora að minnsta kosti þrettán þrista því að ég klikkaði á galopnum skotum í byrjun," sagði Klay Thompson sjálfgagnrýninn í leikslok. Hann endaði leikinn með 41 stig. Klay Thompson skaut Golden State Warriors aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum þar sem hann var með mann í andlitinu. „Augljóslega þá var Klay Thompson fáránlegur í þessum leik. Þetta var ein ótrúlegasta skotsýning sem við höfum séð," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors „Ég hafði ekki hugmynd um hvað metið væri. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri kominn með ellefu þrista. Ég var bara að reyna að vera áræðinn, hvort sem það var að keyra á körfuna eða skjóta fyrir utan," sagði Klay. „Það er góð tilfinning að eiga met en mér mun líða mun betur ef við klárum dæmið á mánudaginn," sagði Klay Thompson. NBA-deildin hefur tekið saman þessar ellefu þriggja stiga körfur Klay Thompson í leiknum í nótt og það má sjá þær hér fyrir neðan. Klay Thompson #NBAPlayoffs career-high 41p 11/18 on 3's - @NBA record for most made 3's in an #NBAPlayoffs game pic.twitter.com/RmDIKNe8cz— NBA.com/Stats (@nbastats) May 29, 2016 Klay Thompson's 41-point performance in Game 6 puts him in an elite group. pic.twitter.com/EiKdiGTWkI— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2016
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira