Erlent

Fordæmir stuðning Bandaríkjanna við Kúrda

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP/EPA
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er bálreiður yfir því að myndir hafi verið teknar af bandarískum sérsveitarmönnum með merki Kúrda í Sýrlandi, YPG, á öxlinni. Tyrkir telja YPG tengjast vígahópi Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem talin er vera hryðjuverkasamtök.

Í ræðu í Tyrklandi í dag fordæmdi Erdogan stuðning Bandaríkjanna við Kúrda og sagði Bandaríkin vera óheiðarleg. Bæði Bandaríkin og Tyrkland eru í NATO.

Sjá einnig: Bandarískir hermenn berjast með Kúrdum og aröbum í Sýrlandi

„Þeir sem eru vinir okkar og eru með okkur í NATO, ættu ekki að senda hermenn sína til Sýrlands merkta YPG,“ sagði Erdogan, samkvæmt ABC News.

Talsmaður Bandaríkjahers segir að sérsveitarmönnunum hafi ekki verið heimilt að bera merki YPG og að þeim hafi verið skipað að fjarlægja þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×