Aðeins um sameiningartákn Logi Bergmann Eiðsson skrifar 28. maí 2016 11:22 Aths. Ég er ekki með forsetakosningar á heilanum og til að gæta hlutleysis verða frambjóðendur ekki nafngreindir. Ég fór í sund um daginn og hitti þar kunningja minn. Við þekkjumst alveg ágætlega en eigum kannski frekar fátt sameiginlegt. En hann er mjög skemmtilegur og ég er eiginlega alveg viss um að honum finnist ég mjög fínn gaur. Þannig að við fórum að ræða um hluti sem skipta engu máli. Eins og forsetakjörið. Og þá fór minn maður í gang. Hann sagði að hann væri eins og rasisti. Hann liti í raun ekki á fólkið sem ætlaði að kjósa D sem hluta af sinni þjóð. Það væri svo fáránleg hugmynd að það tæki ekki tali. Ég leyfði honum að tala (hann er mælskur og með frekar fallega rödd) og hann gat bara ekki hætt. Miðað við mann sem átti ekki orð yfir þennan frambjóðanda, þá notaði hann rosalega mörg orð. Og flest ekkert sérstaklega falleg. Frambjóðandi A var hins vegar (að hans mati) algjörlega sjúklega meiriháttar. Hann væri allra manna líklegastur til að koma öllu hér á réttan kjöl og gera alla glaða og hamingjusama. Svo hitti ég annan, sem ég þekki ágætlega og veit að er alveg í lagi, sem sagði að frambjóðandi D væri eini maðurinn með viti og sá eini sem kynni þetta, svona eins og við værum að ræða um að fá múrara til að skella upp tröppum. Og hann bætti við að frambjóðandi G væri stórhættulegur. Hann vildi jafnvel ganga í Evrópusambandið. Og það væri svakalegt. Nú á ég ennþá eftir að skila BA-ritgerðinni minni í stjórnmálafræði. En hvernig ætli þetta gangi fyrir sig: G: Já, hæ! Er þetta hjá Evrópusambandinu? E: Já. G: Ég var að hugsa um að ganga í sambandið? E: Einmitt. Og einhverjir fleiri með þér? G: Já. Allir á Íslandi. E: Ok … Geturðu hinkrað smástund? Ég ætla að athuga hvort það er laust ... Eigum við að vera öll á sömu blaðsíðu? Við erum að velja forseta. Jújú. Hann gerir alveg helling en mest er hann í svona einhverju skaðlausu dundi. Hann er á einhverjum frumsýningum og í boðum og ferðalögum og heimsóknum.Að sameina þjóðina Við erum ekki að velja mann með ofurkrafta. (Reyndar er ég nokkuð viss um að einn frambjóðandi (Á) getur fært hluti með þessu augnaráði.) Og höfum það alveg í huga að við erum ekki að fara að velja sameiningartákn. Veit einhver hvaðan sá brandari er kominn? Forsetar eru ekki sameiningartákn. Nema kannski vinur minn í Túrkmenistan, Gurbanguly Mälikgulyýewiç Berdimuhamedow. Við erum ekki að kjósa forseta til að lesa okkur í svefn eða sjá til þess að allir séu vinir. Þetta eru kosningar. Það mun einn vinna og hann verður forseti. Og við þurfum bara að sætta okkur við það. Þeir sem segjast ætla að flýja land ef einhver verður forseti eru eins og fýlugjarnir unglingar sem hóta að flytja að heiman ef foreldrar slökkva á routernum. Þeir þurfa bara knús.Veljum okkur vin Sjálfur ætla ég að mæta á kjörstað. Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því. Og mér er alveg sama hvað aðrir kjósa. Mér kemur það bara ekki við. En ég held að það sé ágætis pæling að kjósa þann sem þú gætir helst hugsað þér að fara í bíó með. Eða á djammið, eða húsdýragarðinn eða IKEA. Eða bara hvað sem þér finnst skemmtilegt að gera. Ef við erum ekki með ákveðnar skoðanir á þessu, þá held ég að við ættum að hugsa þannig um forsetann; sem félaga sem gæti verið gaman að hanga með. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að gefa öðru fólki ráð um hvað það eigi að kjósa. Hver myndi svo sem taka mark á ráðum frá manni sem ákvað að fá sér hvítar flísar á eldhúsgólfið hjá sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Logi Bergmann Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Aths. Ég er ekki með forsetakosningar á heilanum og til að gæta hlutleysis verða frambjóðendur ekki nafngreindir. Ég fór í sund um daginn og hitti þar kunningja minn. Við þekkjumst alveg ágætlega en eigum kannski frekar fátt sameiginlegt. En hann er mjög skemmtilegur og ég er eiginlega alveg viss um að honum finnist ég mjög fínn gaur. Þannig að við fórum að ræða um hluti sem skipta engu máli. Eins og forsetakjörið. Og þá fór minn maður í gang. Hann sagði að hann væri eins og rasisti. Hann liti í raun ekki á fólkið sem ætlaði að kjósa D sem hluta af sinni þjóð. Það væri svo fáránleg hugmynd að það tæki ekki tali. Ég leyfði honum að tala (hann er mælskur og með frekar fallega rödd) og hann gat bara ekki hætt. Miðað við mann sem átti ekki orð yfir þennan frambjóðanda, þá notaði hann rosalega mörg orð. Og flest ekkert sérstaklega falleg. Frambjóðandi A var hins vegar (að hans mati) algjörlega sjúklega meiriháttar. Hann væri allra manna líklegastur til að koma öllu hér á réttan kjöl og gera alla glaða og hamingjusama. Svo hitti ég annan, sem ég þekki ágætlega og veit að er alveg í lagi, sem sagði að frambjóðandi D væri eini maðurinn með viti og sá eini sem kynni þetta, svona eins og við værum að ræða um að fá múrara til að skella upp tröppum. Og hann bætti við að frambjóðandi G væri stórhættulegur. Hann vildi jafnvel ganga í Evrópusambandið. Og það væri svakalegt. Nú á ég ennþá eftir að skila BA-ritgerðinni minni í stjórnmálafræði. En hvernig ætli þetta gangi fyrir sig: G: Já, hæ! Er þetta hjá Evrópusambandinu? E: Já. G: Ég var að hugsa um að ganga í sambandið? E: Einmitt. Og einhverjir fleiri með þér? G: Já. Allir á Íslandi. E: Ok … Geturðu hinkrað smástund? Ég ætla að athuga hvort það er laust ... Eigum við að vera öll á sömu blaðsíðu? Við erum að velja forseta. Jújú. Hann gerir alveg helling en mest er hann í svona einhverju skaðlausu dundi. Hann er á einhverjum frumsýningum og í boðum og ferðalögum og heimsóknum.Að sameina þjóðina Við erum ekki að velja mann með ofurkrafta. (Reyndar er ég nokkuð viss um að einn frambjóðandi (Á) getur fært hluti með þessu augnaráði.) Og höfum það alveg í huga að við erum ekki að fara að velja sameiningartákn. Veit einhver hvaðan sá brandari er kominn? Forsetar eru ekki sameiningartákn. Nema kannski vinur minn í Túrkmenistan, Gurbanguly Mälikgulyýewiç Berdimuhamedow. Við erum ekki að kjósa forseta til að lesa okkur í svefn eða sjá til þess að allir séu vinir. Þetta eru kosningar. Það mun einn vinna og hann verður forseti. Og við þurfum bara að sætta okkur við það. Þeir sem segjast ætla að flýja land ef einhver verður forseti eru eins og fýlugjarnir unglingar sem hóta að flytja að heiman ef foreldrar slökkva á routernum. Þeir þurfa bara knús.Veljum okkur vin Sjálfur ætla ég að mæta á kjörstað. Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því. Og mér er alveg sama hvað aðrir kjósa. Mér kemur það bara ekki við. En ég held að það sé ágætis pæling að kjósa þann sem þú gætir helst hugsað þér að fara í bíó með. Eða á djammið, eða húsdýragarðinn eða IKEA. Eða bara hvað sem þér finnst skemmtilegt að gera. Ef við erum ekki með ákveðnar skoðanir á þessu, þá held ég að við ættum að hugsa þannig um forsetann; sem félaga sem gæti verið gaman að hanga með. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að gefa öðru fólki ráð um hvað það eigi að kjósa. Hver myndi svo sem taka mark á ráðum frá manni sem ákvað að fá sér hvítar flísar á eldhúsgólfið hjá sér?
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun