Man nöfnin á öllum þeim 34 sem voru valdir á undan honum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2016 11:00 Draymond Green er mjög líflegur og litríkur leikmaður. Vísir/Getty Draymond Green er frábær körfuboltamaður sem er heldur betur búinn að skapa sér nafn í NBA-deildinni í körfubolta með frábærri frammistöðu sinni með liði Golden State Warriors síðustu tímabil. Draymond Green varð meistari með Golden State Warriors í fyrra og er núna á fullu að hjálpa sínu liði upp úr 3-1 holu á móti Oklahoma City Thunder í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan er nú 3-2 fyrir Thunder. Draymond Green hjálpaði Golden State Warriors að vinna 73 af 82 deildarleikjum sínum í vetur og hann var valinn í annað úrvalslið NBA eftir að hafa verið með 14,0 stig, 9,5 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í leik en auk þess var hann með 1,2 stolinn bolta og 1,0 varið skot að meðaltali. Engin smá tölfræði þar á ferðinni. Draymond Green er samt alls ekki búinn að gleyma því að hann var valinn númer 35 í nýliðavalinu 2012 og þeirri staðreynd að það voru 34 leikmenn valdir á undan honum. Auðvitað er hann búinn að gera mun betur en flestir þeirra. Það breytir því ekki að strákurinn er ennþá mjög sár. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan þá getur Draymond Green þulið upp þá 34 leikmenn sem voru valdir á undan honum í þessu nýliðavali en meðal þeirra eru frábærir leikmenn eins og Anthony Davis og Damian Lillard en líka menn sem hafa ekki gert mikið í NBA-deildinni. Draymond Green var meira að segja langt frá því að vera fyrsti leikmaðurinn sem Golden State Warriors valdi í þessu nýliðavali fyrir fjórum árum því liðsfélagar hans, Harrison Barnes (7. val) og Festus Ezeli (30. val) voru báðir valdir á undan honum. Það er hægt að sjá mynbandið með upptalningu Draymond Green hér fyrir neðan og við látum listann fylgja með þeim 34 sem voru valdir á undan Draymond Green.Nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2012: 1 Anthony Davis New Orleans Hornets 2 Michael Kidd-Gilchrist Charlotte Bobcats 3 Bradley Beal Washington Wizards 4 Dion Waiters Cleveland Cavaliers 5 Thomas Robinson Sacramento Kings 6 Damian Lillard Portland Trail Blazers (frá Brooklyn) 7 Harrison Barnes Golden State Warriors 8 Terrence Ross Toronto Raptors 9 Andre Drummond Detroit Pistons 10 Austin Rivers New Orleans Hornets (frá Minnesota í gegnum L.A. Clippers) 11 Meyers Leonard Portland Trail Blazers 12 Jeremy Lamb Houston Rockets (frá Milwaukee) 13 Kendall Marshall Phoenix Suns 14 John Henson Milwaukee Bucks (frá Houston) 15 Maurice Harkless Philadelphia 76ers 16 Royce White Houston Rockets (frá New York) 17 Tyler Zeller Dallas Mavericks (skipt til Cleveland) 18 Terrence Jones Houston Rockets (frá Utah í gegnum Minnesota) 19 Andrew Nicholson Orlando Magic 20 Evan Fournier Denver Nuggets 21 Jared Sullinger Boston Celtics 22 Fab Melo Boston Celtics (frá L.A. Clippers í gegnum Oklahoma City) 23 John Jenkins Atlanta Hawks 24 Jared Cunningham Cleveland Cavaliers (frá L.A. Lakers,skipt til Dallas) 25 Tony Wroten Memphis Grizzlies 26 Miles Plumlee Indiana Pacers 27 Arnett Moultrie Miami Heat (skipt til Philadelphia) 28 Perry Jones III Oklahoma City Thunder 29 Marquis Teague Chicago Bulls 30 Festus Ezeli Golden State Warriors (frá San Antonio) 31 Jeffery Taylor Charlotte Bobcats 32 Tomáš Satoranský# Washington Wizards 33 Bernard James Cleveland Cavaliers (skipt til Dallas) 34 Jae Crowder Cleveland Cavaliers (frá New Orleans í gegnum Miami, skipt til Dallas)35 Draymond Green Golden State Warriors (frá Brooklyn)Draymond Green can name all 34 players selected before him in the 2012 NBA Draft. WATCH: https://t.co/rGeMRO6E7q— SportsCenter (@SportsCenter) May 27, 2016 NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Draymond Green er frábær körfuboltamaður sem er heldur betur búinn að skapa sér nafn í NBA-deildinni í körfubolta með frábærri frammistöðu sinni með liði Golden State Warriors síðustu tímabil. Draymond Green varð meistari með Golden State Warriors í fyrra og er núna á fullu að hjálpa sínu liði upp úr 3-1 holu á móti Oklahoma City Thunder í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan er nú 3-2 fyrir Thunder. Draymond Green hjálpaði Golden State Warriors að vinna 73 af 82 deildarleikjum sínum í vetur og hann var valinn í annað úrvalslið NBA eftir að hafa verið með 14,0 stig, 9,5 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í leik en auk þess var hann með 1,2 stolinn bolta og 1,0 varið skot að meðaltali. Engin smá tölfræði þar á ferðinni. Draymond Green er samt alls ekki búinn að gleyma því að hann var valinn númer 35 í nýliðavalinu 2012 og þeirri staðreynd að það voru 34 leikmenn valdir á undan honum. Auðvitað er hann búinn að gera mun betur en flestir þeirra. Það breytir því ekki að strákurinn er ennþá mjög sár. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan þá getur Draymond Green þulið upp þá 34 leikmenn sem voru valdir á undan honum í þessu nýliðavali en meðal þeirra eru frábærir leikmenn eins og Anthony Davis og Damian Lillard en líka menn sem hafa ekki gert mikið í NBA-deildinni. Draymond Green var meira að segja langt frá því að vera fyrsti leikmaðurinn sem Golden State Warriors valdi í þessu nýliðavali fyrir fjórum árum því liðsfélagar hans, Harrison Barnes (7. val) og Festus Ezeli (30. val) voru báðir valdir á undan honum. Það er hægt að sjá mynbandið með upptalningu Draymond Green hér fyrir neðan og við látum listann fylgja með þeim 34 sem voru valdir á undan Draymond Green.Nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2012: 1 Anthony Davis New Orleans Hornets 2 Michael Kidd-Gilchrist Charlotte Bobcats 3 Bradley Beal Washington Wizards 4 Dion Waiters Cleveland Cavaliers 5 Thomas Robinson Sacramento Kings 6 Damian Lillard Portland Trail Blazers (frá Brooklyn) 7 Harrison Barnes Golden State Warriors 8 Terrence Ross Toronto Raptors 9 Andre Drummond Detroit Pistons 10 Austin Rivers New Orleans Hornets (frá Minnesota í gegnum L.A. Clippers) 11 Meyers Leonard Portland Trail Blazers 12 Jeremy Lamb Houston Rockets (frá Milwaukee) 13 Kendall Marshall Phoenix Suns 14 John Henson Milwaukee Bucks (frá Houston) 15 Maurice Harkless Philadelphia 76ers 16 Royce White Houston Rockets (frá New York) 17 Tyler Zeller Dallas Mavericks (skipt til Cleveland) 18 Terrence Jones Houston Rockets (frá Utah í gegnum Minnesota) 19 Andrew Nicholson Orlando Magic 20 Evan Fournier Denver Nuggets 21 Jared Sullinger Boston Celtics 22 Fab Melo Boston Celtics (frá L.A. Clippers í gegnum Oklahoma City) 23 John Jenkins Atlanta Hawks 24 Jared Cunningham Cleveland Cavaliers (frá L.A. Lakers,skipt til Dallas) 25 Tony Wroten Memphis Grizzlies 26 Miles Plumlee Indiana Pacers 27 Arnett Moultrie Miami Heat (skipt til Philadelphia) 28 Perry Jones III Oklahoma City Thunder 29 Marquis Teague Chicago Bulls 30 Festus Ezeli Golden State Warriors (frá San Antonio) 31 Jeffery Taylor Charlotte Bobcats 32 Tomáš Satoranský# Washington Wizards 33 Bernard James Cleveland Cavaliers (skipt til Dallas) 34 Jae Crowder Cleveland Cavaliers (frá New Orleans í gegnum Miami, skipt til Dallas)35 Draymond Green Golden State Warriors (frá Brooklyn)Draymond Green can name all 34 players selected before him in the 2012 NBA Draft. WATCH: https://t.co/rGeMRO6E7q— SportsCenter (@SportsCenter) May 27, 2016
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira