Fellir Atlético enn einn risann í Meistaradeildinni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2016 09:00 Sergio Ramos jafnar hér á síðustu stund í úrslitaleiknum 2014. Vísir/Getty „Þetta er ekki hefnd, þetta er nýtt tækifæri,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, eftir að það lá fyrir að hans menn myndu mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á síðustu þremur árum. Þann 24. maí 2014 var Atlético Madrid aðeins 90 sekúndum frá því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti en skalli Sergio Ramos kramdi hjörtu Atlético-manna. Eftir að hafa gefið allt í leikinn áttu þeir ekki meira eftir í framlengingunni þar sem Real Madrid skoraði þrjú mörk og tryggði sér sinn tíunda Meistaradeildartitil. Þeir kalla hann „La Decima“. Nú tveimur árum og þremur dögum síðar fá strákarnir hans Simeone tækifæri til að leiðrétta það sem fór úrskeiðis á Ljósvangi í Lissabon. Þetta eru reyndar ekki sömu strákar og síðast, nema að litlum hluta. Lið Atlético Madrid hefur tekið miklum breytingum á þessum tveimur árum og líklega verða bara fimm leikmenn sem byrjuðu leikinn 2014 í byrjunarliðinu í kvöld. En þrátt fyrir mannabreytingar eru það sömu þættirnir sem einkenna Atlético-liðið; barátta, dugnaður, ákefð, gott skipulag, beittar skyndisóknir og mikil samstaða. Og þessir þættir munu einkenna liðið svo lengi sem Diego Simeone er við stjórnvölinn hjá því. Argentínumaðurinn er slagæðin í félaginu.Meistaradeildarbikarinn er að sjálfsögðu löngu kominn til Mílanó og hér sjást lögreglumenn bera bikarinn á milli sín í miðbæ Mílanóborgar í vikunni.Vísir/EPAKollegi hans hjá Real Madrid, Zinedine Zidane, á misjafnar minningar frá úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Flestir muna eftir undramarki hans sem tryggði Real Madrid sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleiknum 2002 en áður hafði hann tapað tvisvar í úrslitaleik sem leikmaður Juventus. Zidane tók við Madrídarliðinu af Rafa Benítez í janúar og hefur gert fína hluti á Santíago Bernabeu. Real Madrid er með 80,8% sigurhlutfall í 26 leikjum undir hans stjórn. Aðeins tveir leikir hafa tapast, annar þeirra gegn Atlético Madrid sem hefur aðeins tapað einum af síðustu 10 leikjum gegn nágrönnum sínum. „Atlético eru sérstakir mótherjar. Þeir hafa unnið hin tvö bestu liðin í Evrópu svo þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Zidane í aðdraganda úrslitaleiksins. Frakkinn benti einnig réttilega á að Atlético Madrid væri meira en bara varnarlið. Atlético býr yfir gæðum, ekki jafn miklum og Real Madrid, en nógu miklum til að gera út um jafna leiki gegn sterkum liðum. Stórkostlegt einleiksmark Saúls Niguez í fyrri leiknum gegn Bayern er besta dæmið um það.Cristiano Ronaldo fagnar sigri Real Madrid í Meistaradeildinni 2014.Vísir/GettyAðalhausverkur Zidane verður að finna glufur á varnarleik Atlético sem hefur þegar haldið Barcelona og Bayern í skefjum. Varnarleikur Real Madrid hefur sömuleiðis verið góður í Meistaradeildinni þótt mótherjarnir hafa ekki verið jafn sterkir og þeir sem Atlético hefur þurft að mæta. Zidane hefur tekist að finna jafnvægi í Madrídarliðinu og Luka Modric hefur blómstrað undir hans stjórn. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale hafa sömuleiðis verið iðnir við kolann en sá fyrrnefndi er kominn með 16 mörk í Meistaradeildinni í ár og vantar aðeins eitt mark til að jafna markamet sitt frá því fyrir tveimur árum. Ronaldo vill eflaust bæta fleiri titlum á ferilskrána en þrátt fyrir að hafa skorað 364 mörk í 347 leikjum fyrir Real hefur liðið „aðeins“ unnið spænska titilinn og Meistaradeildina einu sinni með honum. Í Meistaradeildinni er sagan alltaf á bandi Real Madrid en félagið skilgreinir sig að stórum hluta út frá titlunum tíu. En sagan spilar ekki leikina og síðan Simeone tók við Atlético Madrid hefur liðið verið í fullri vinnu við að fella risa. Tveir eru þegar fallnir og það kemur svo í ljós í kvöld hvort sá þriðji fellur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Þetta er ekki hefnd, þetta er nýtt tækifæri,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, eftir að það lá fyrir að hans menn myndu mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á síðustu þremur árum. Þann 24. maí 2014 var Atlético Madrid aðeins 90 sekúndum frá því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti en skalli Sergio Ramos kramdi hjörtu Atlético-manna. Eftir að hafa gefið allt í leikinn áttu þeir ekki meira eftir í framlengingunni þar sem Real Madrid skoraði þrjú mörk og tryggði sér sinn tíunda Meistaradeildartitil. Þeir kalla hann „La Decima“. Nú tveimur árum og þremur dögum síðar fá strákarnir hans Simeone tækifæri til að leiðrétta það sem fór úrskeiðis á Ljósvangi í Lissabon. Þetta eru reyndar ekki sömu strákar og síðast, nema að litlum hluta. Lið Atlético Madrid hefur tekið miklum breytingum á þessum tveimur árum og líklega verða bara fimm leikmenn sem byrjuðu leikinn 2014 í byrjunarliðinu í kvöld. En þrátt fyrir mannabreytingar eru það sömu þættirnir sem einkenna Atlético-liðið; barátta, dugnaður, ákefð, gott skipulag, beittar skyndisóknir og mikil samstaða. Og þessir þættir munu einkenna liðið svo lengi sem Diego Simeone er við stjórnvölinn hjá því. Argentínumaðurinn er slagæðin í félaginu.Meistaradeildarbikarinn er að sjálfsögðu löngu kominn til Mílanó og hér sjást lögreglumenn bera bikarinn á milli sín í miðbæ Mílanóborgar í vikunni.Vísir/EPAKollegi hans hjá Real Madrid, Zinedine Zidane, á misjafnar minningar frá úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Flestir muna eftir undramarki hans sem tryggði Real Madrid sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleiknum 2002 en áður hafði hann tapað tvisvar í úrslitaleik sem leikmaður Juventus. Zidane tók við Madrídarliðinu af Rafa Benítez í janúar og hefur gert fína hluti á Santíago Bernabeu. Real Madrid er með 80,8% sigurhlutfall í 26 leikjum undir hans stjórn. Aðeins tveir leikir hafa tapast, annar þeirra gegn Atlético Madrid sem hefur aðeins tapað einum af síðustu 10 leikjum gegn nágrönnum sínum. „Atlético eru sérstakir mótherjar. Þeir hafa unnið hin tvö bestu liðin í Evrópu svo þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Zidane í aðdraganda úrslitaleiksins. Frakkinn benti einnig réttilega á að Atlético Madrid væri meira en bara varnarlið. Atlético býr yfir gæðum, ekki jafn miklum og Real Madrid, en nógu miklum til að gera út um jafna leiki gegn sterkum liðum. Stórkostlegt einleiksmark Saúls Niguez í fyrri leiknum gegn Bayern er besta dæmið um það.Cristiano Ronaldo fagnar sigri Real Madrid í Meistaradeildinni 2014.Vísir/GettyAðalhausverkur Zidane verður að finna glufur á varnarleik Atlético sem hefur þegar haldið Barcelona og Bayern í skefjum. Varnarleikur Real Madrid hefur sömuleiðis verið góður í Meistaradeildinni þótt mótherjarnir hafa ekki verið jafn sterkir og þeir sem Atlético hefur þurft að mæta. Zidane hefur tekist að finna jafnvægi í Madrídarliðinu og Luka Modric hefur blómstrað undir hans stjórn. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale hafa sömuleiðis verið iðnir við kolann en sá fyrrnefndi er kominn með 16 mörk í Meistaradeildinni í ár og vantar aðeins eitt mark til að jafna markamet sitt frá því fyrir tveimur árum. Ronaldo vill eflaust bæta fleiri titlum á ferilskrána en þrátt fyrir að hafa skorað 364 mörk í 347 leikjum fyrir Real hefur liðið „aðeins“ unnið spænska titilinn og Meistaradeildina einu sinni með honum. Í Meistaradeildinni er sagan alltaf á bandi Real Madrid en félagið skilgreinir sig að stórum hluta út frá titlunum tíu. En sagan spilar ekki leikina og síðan Simeone tók við Atlético Madrid hefur liðið verið í fullri vinnu við að fella risa. Tveir eru þegar fallnir og það kemur svo í ljós í kvöld hvort sá þriðji fellur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira