Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Svavar Hávarðsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Kúluskítur er horfinn, bleikjan að hverfa og hornsílastofninn í sögulegu lágmarki. Fréttablaðið/GVA Þrír þingmenn Vinstri grænna, þau Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. Þau gera að tillögu sinni að umhverfis- og auðlindaráðherra sé falið af Alþingi að skipa starfshóp sem fari yfir ástand fráveitumála í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins og geri tillögur til úrbóta sem miðist við að fráveitur sveitarfélaganna uppfylli lögmælt skilyrði og samræmist sjónarmiðum um umhverfisvernd. Enn fremur geri starfshópurinn kostnaðaráætlun vegna þeirra fráveituframkvæmda sem talin er þörf á í hverju sveitarfélagi. Forgangsröðun í þessu starfi verði þannig að fyrst verði fjallað um fráveitur sveitarfélaga þar sem friðlýst svæði eru, þá um fráveitur sveitarfélaga sem ekki liggja að sjó og loks um fráveitur sveitarfélaga almennt. Nauðsynleg aðkoma ríkisins að lausn mála verði skilgreind í hverjum fyrrgreindra flokka sveitarfélaga um sig. Þá álykti Alþingi að veittar verði 15 milljónir króna ár hvert, næstu þrjú ár, til Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn sem varið verði til að styrkja rannsóknir á umhverfi og lífríki Mývatns í því skyni að leita orsaka þeirra lífríkisbreytinga sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Enn fremur að veittar skuli 170 milljónir króna til helminga á þessu og næsta ári, til fyrsta áfanga fyrirhugaðrar uppbyggingar á hreinsi- og fráveitumannvirkjum í Skútustaðahreppi með það að markmiði að lágmarka áhrif byggðar og starfsemi í hreppnum á Mývatn og vatnasvæði þess. Tilefni tillögunnar er verulegar breytingar sem hafa orðið til hins verra á lífríki Mývatns, og eru raktar til ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna, þau Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. Þau gera að tillögu sinni að umhverfis- og auðlindaráðherra sé falið af Alþingi að skipa starfshóp sem fari yfir ástand fráveitumála í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins og geri tillögur til úrbóta sem miðist við að fráveitur sveitarfélaganna uppfylli lögmælt skilyrði og samræmist sjónarmiðum um umhverfisvernd. Enn fremur geri starfshópurinn kostnaðaráætlun vegna þeirra fráveituframkvæmda sem talin er þörf á í hverju sveitarfélagi. Forgangsröðun í þessu starfi verði þannig að fyrst verði fjallað um fráveitur sveitarfélaga þar sem friðlýst svæði eru, þá um fráveitur sveitarfélaga sem ekki liggja að sjó og loks um fráveitur sveitarfélaga almennt. Nauðsynleg aðkoma ríkisins að lausn mála verði skilgreind í hverjum fyrrgreindra flokka sveitarfélaga um sig. Þá álykti Alþingi að veittar verði 15 milljónir króna ár hvert, næstu þrjú ár, til Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn sem varið verði til að styrkja rannsóknir á umhverfi og lífríki Mývatns í því skyni að leita orsaka þeirra lífríkisbreytinga sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Enn fremur að veittar skuli 170 milljónir króna til helminga á þessu og næsta ári, til fyrsta áfanga fyrirhugaðrar uppbyggingar á hreinsi- og fráveitumannvirkjum í Skútustaðahreppi með það að markmiði að lágmarka áhrif byggðar og starfsemi í hreppnum á Mývatn og vatnasvæði þess. Tilefni tillögunnar er verulegar breytingar sem hafa orðið til hins verra á lífríki Mývatns, og eru raktar til ofauðgunar í vatninu af mannavöldum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira