Vonir um Borgarlínu innan fimm til tíu ára Sæunn Gísladóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Vonir eru um að Borgarlína sem tengi saman helstu svæði höfuðborgarsvæðisins verði tekin í notkun eftir fimm ár, eða að minnsta kosti innan næstu tíu ára. Þetta kom fram í máli Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, á málþingi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í gær. „Við erum ekki að hugsa fjörutíu ár fram í tímann með þetta,“ sagði hann. Borgarlína verður annaðhvort léttlesta- eða hraðvagnakerfi, ekki er búið að ákveða hvaða tækni á að nota. Verið er að skoða möguleikann á að tengja frá Keflavíkurflugvelli við Borgarlínuna, þó nokkrar útfærslur séu á borðinu. Borgarlínan er hryggjarstykkið í Höfuðborgarsvæðinu 2040, nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og samgönguáherslum þess. Fram kom á fundinum að árið 2040 gæti 40 kílómetra Borgarlína verið komin í gagnið. Heildarstofnkostnaðar væri 70 til 150 milljarðar króna. Hægt væri að ljúka fyrsta áfanga fyrir árið 2022 með 18 kílómetra línu, sú fjárfesting myndi nema 30 til 65 milljörðum króna. Þorsteinn rökstuddi uppbyggingu Borgarlínu í Reykjavík með því að vísa til þess að sambærileg kerfi hefðu verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir borgir með innan við 300 þúsund íbúa og jafnvel 200 þúsund íbúa. Í Frakklandi hefur verið byggt upp léttlestarkerfi í 33 borgum frá árinu 1985, þar af í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Akstursleiðirnar eru ekki endanlegar en greining og samanburður hefur verið gerður á mögulegum akstursleiðum eftir tólf leggjum milli kjarna. Þær akstursleiðir sem eru meðal annars til áframhaldandi skoðunar eru Fjörður í Hafnarfirði, Garðabær, Hamraborg, Kringlan, Miðbær, BSÍ, Ártún og Eiðistorg. Innan við fjögur hundruð metra frá akstursleiðum á korti eru 80 þúsund íbúar, 68 prósent af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og 51 prósent af atvinnuhúsnæði. „Við gerð Borgarlínu er skoðaður hver sé þéttleiki byggðar í dag, en ekki síður hvar uppbyggingin verður,“ sagði Þorsteinn á fundinum. „Kerfið er ekki bara fjárfesting heldur leiðir líka af sér fjárfestingu. Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og Borgarlínu eru samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu.“ Þorsteinn bætti við að höfð væri í huga fjölgun um næstu sjötíu þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn vék að fjármögnun Borgarlínu á fundinum og benti á dæmi frá Danmörku og Frakklandi. Þar hefur fjármögnunin skipst milli sveitarfélaga, ríkisstjórna og hverfa. Í Frakklandi hefur ríkið fjármagnað stofnkostnað með skattheimtu, til dæmis frá bílastæðagjöldum og fyrirtækjum í grenndinni. Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir eru því í boði, meðal annars samstarf við einkamarkaði um framkvæmdir, fjármögnun og rekstur, svokölluð PPP-leið. Opinber fjármögnun er ýmist í formi almennrar eða sértækrar skattheimtu. Sérstakur skattur er þá eyrnamerktur almenningssamgöngum, til dæmis vegtollar, gjaldtaka af bílastæðum og fleira. Í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu hefur PPP-kerfið gengið vel í uppbyggingu og rekstri hágæða almenningssamgöngukerfa, en þeim hefur stöðugt fjölgað þar síðustu 24 ár. Í York fyrir utan Toronto er Viva- kerfi við lýði, þar sáu samgönguyfirvöld um stærstan hluta fjármögnunar, en einkaaðilar sáu um hönnun, uppbyggingu, innkaup og rekstur að hluta. Þorsteinn benti á að uppbygging léttlestarkerfis tæki ekki langan tíma þegar ákveðið væri að taka af skarið. „Í Viva-kerfinu liðu 36 mánuðir milli þess sem undirbúningur verkefnisins hófst og þangað til fyrstu vagnarnir hófu akstur,“ sagði Þorsteinn. Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Vonir eru um að Borgarlína sem tengi saman helstu svæði höfuðborgarsvæðisins verði tekin í notkun eftir fimm ár, eða að minnsta kosti innan næstu tíu ára. Þetta kom fram í máli Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, á málþingi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í gær. „Við erum ekki að hugsa fjörutíu ár fram í tímann með þetta,“ sagði hann. Borgarlína verður annaðhvort léttlesta- eða hraðvagnakerfi, ekki er búið að ákveða hvaða tækni á að nota. Verið er að skoða möguleikann á að tengja frá Keflavíkurflugvelli við Borgarlínuna, þó nokkrar útfærslur séu á borðinu. Borgarlínan er hryggjarstykkið í Höfuðborgarsvæðinu 2040, nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og samgönguáherslum þess. Fram kom á fundinum að árið 2040 gæti 40 kílómetra Borgarlína verið komin í gagnið. Heildarstofnkostnaðar væri 70 til 150 milljarðar króna. Hægt væri að ljúka fyrsta áfanga fyrir árið 2022 með 18 kílómetra línu, sú fjárfesting myndi nema 30 til 65 milljörðum króna. Þorsteinn rökstuddi uppbyggingu Borgarlínu í Reykjavík með því að vísa til þess að sambærileg kerfi hefðu verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir borgir með innan við 300 þúsund íbúa og jafnvel 200 þúsund íbúa. Í Frakklandi hefur verið byggt upp léttlestarkerfi í 33 borgum frá árinu 1985, þar af í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Akstursleiðirnar eru ekki endanlegar en greining og samanburður hefur verið gerður á mögulegum akstursleiðum eftir tólf leggjum milli kjarna. Þær akstursleiðir sem eru meðal annars til áframhaldandi skoðunar eru Fjörður í Hafnarfirði, Garðabær, Hamraborg, Kringlan, Miðbær, BSÍ, Ártún og Eiðistorg. Innan við fjögur hundruð metra frá akstursleiðum á korti eru 80 þúsund íbúar, 68 prósent af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og 51 prósent af atvinnuhúsnæði. „Við gerð Borgarlínu er skoðaður hver sé þéttleiki byggðar í dag, en ekki síður hvar uppbyggingin verður,“ sagði Þorsteinn á fundinum. „Kerfið er ekki bara fjárfesting heldur leiðir líka af sér fjárfestingu. Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og Borgarlínu eru samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu.“ Þorsteinn bætti við að höfð væri í huga fjölgun um næstu sjötíu þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn vék að fjármögnun Borgarlínu á fundinum og benti á dæmi frá Danmörku og Frakklandi. Þar hefur fjármögnunin skipst milli sveitarfélaga, ríkisstjórna og hverfa. Í Frakklandi hefur ríkið fjármagnað stofnkostnað með skattheimtu, til dæmis frá bílastæðagjöldum og fyrirtækjum í grenndinni. Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir eru því í boði, meðal annars samstarf við einkamarkaði um framkvæmdir, fjármögnun og rekstur, svokölluð PPP-leið. Opinber fjármögnun er ýmist í formi almennrar eða sértækrar skattheimtu. Sérstakur skattur er þá eyrnamerktur almenningssamgöngum, til dæmis vegtollar, gjaldtaka af bílastæðum og fleira. Í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu hefur PPP-kerfið gengið vel í uppbyggingu og rekstri hágæða almenningssamgöngukerfa, en þeim hefur stöðugt fjölgað þar síðustu 24 ár. Í York fyrir utan Toronto er Viva- kerfi við lýði, þar sáu samgönguyfirvöld um stærstan hluta fjármögnunar, en einkaaðilar sáu um hönnun, uppbyggingu, innkaup og rekstur að hluta. Þorsteinn benti á að uppbygging léttlestarkerfis tæki ekki langan tíma þegar ákveðið væri að taka af skarið. „Í Viva-kerfinu liðu 36 mánuðir milli þess sem undirbúningur verkefnisins hófst og þangað til fyrstu vagnarnir hófu akstur,“ sagði Þorsteinn.
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira