Westbrook hló að spurningu um Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 23:30 Russell Westbrook búinn að troða boltanum í körfuna án þess að Stephen Curry komi vörnum við. Vísir/Getty Stephen Curry, besti leikmaður NBA-deildarinnar, fékk ekki mikla virðingu frá Russell Westbrook á blaðamannafundi eftir að Golden State Warriors liðið vann fimmta leikinn á móti Oklahoma City Thunder og hélt lífi í tímabilinu sínu. Russell Westbrook og félagar í Oklahoma City Thunder þurfa áfram bara einn sigur í viðbót til að slá út NBA-meistarana og tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn. Kevin Durant og Russell Westbrook mættu saman á blaðamannafundinn og það var Durant sem svaraði þegar þeir voru spurðir um það hvort Stephen Curry væri vanmetinn varnarmaður. Á meðan Kevin Durant fór fínt í það að gera lítið úr varnarhæfileikum Stephen Curry þá gat Russell Westbrook ekki stillt sig og hló að spurningunni. ESPN segir frá. Stephen Curry hefur verið að dekka mikið Russell Westbrook í einvíginu og það hefur verið mjög krefjandi enda Westbrook með 28,0 stig og 11,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum fimm leikjum. Bandarískir körfuboltatölfræðingar voru þó búnir að taka það saman að Westbrook hefur aðeins nýtt 32 prósent skota sinna (8 af 25) þegar Curry er að dekka hann en sú prósenta fer upp í 44 prósent (37 af 84) þegar aðrir eru að dekka hann. Westbrook hefur líka tapað 7 boltum með Curry að trufla sig. „Hann er þokkalegur varnarmaður en hann er samt ekki að dekka bestu leikstjórnendurna," svaraði Kevin Durant og bætti við: „Þeir gera góða hluti með því að láta nokkra menn dekka Russell, allt frá [Klay] Thompson til [Andre] Iguodala. Steph fær stundum að reyna sig á móti honum. Hann hreyfir fæturna ágætlega og er góður með höndunum," sagði Kevin Durant. Stephen Curry stal flestum boltum í NBA-deildinni í vetur en hann viðurkenndi það sjálfur aðspurður um ummæli Kevin Durant að Klay Thompson fengi oftar meira krefjandi verkefni í vörninni. „Ég er með frábæra liðsfélaga sem eru betri að dekka menn út á velli. Ég fagna samt áskoruninni þegar ég fæ tækifæri til að dekka mann eins og Russell. Ég reyni að gera mitt besta og er alltaf að reyna að verða betri varnarmaður," sagði Curry. Sjötti leikur Oklahoma City Thunder og Golden State Warriors er annað kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann fer fram á heimavelli Oklahoma City Thunder þar sem Russell Westbrook og félagar í Thunder unnu tvo örugga sigri í fyrri leikjum sínum þar í þessu einvígi. Stephen Curry reynir hér að verjast Russel Westbrook.Vísir/Getty NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Stephen Curry, besti leikmaður NBA-deildarinnar, fékk ekki mikla virðingu frá Russell Westbrook á blaðamannafundi eftir að Golden State Warriors liðið vann fimmta leikinn á móti Oklahoma City Thunder og hélt lífi í tímabilinu sínu. Russell Westbrook og félagar í Oklahoma City Thunder þurfa áfram bara einn sigur í viðbót til að slá út NBA-meistarana og tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn. Kevin Durant og Russell Westbrook mættu saman á blaðamannafundinn og það var Durant sem svaraði þegar þeir voru spurðir um það hvort Stephen Curry væri vanmetinn varnarmaður. Á meðan Kevin Durant fór fínt í það að gera lítið úr varnarhæfileikum Stephen Curry þá gat Russell Westbrook ekki stillt sig og hló að spurningunni. ESPN segir frá. Stephen Curry hefur verið að dekka mikið Russell Westbrook í einvíginu og það hefur verið mjög krefjandi enda Westbrook með 28,0 stig og 11,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum fimm leikjum. Bandarískir körfuboltatölfræðingar voru þó búnir að taka það saman að Westbrook hefur aðeins nýtt 32 prósent skota sinna (8 af 25) þegar Curry er að dekka hann en sú prósenta fer upp í 44 prósent (37 af 84) þegar aðrir eru að dekka hann. Westbrook hefur líka tapað 7 boltum með Curry að trufla sig. „Hann er þokkalegur varnarmaður en hann er samt ekki að dekka bestu leikstjórnendurna," svaraði Kevin Durant og bætti við: „Þeir gera góða hluti með því að láta nokkra menn dekka Russell, allt frá [Klay] Thompson til [Andre] Iguodala. Steph fær stundum að reyna sig á móti honum. Hann hreyfir fæturna ágætlega og er góður með höndunum," sagði Kevin Durant. Stephen Curry stal flestum boltum í NBA-deildinni í vetur en hann viðurkenndi það sjálfur aðspurður um ummæli Kevin Durant að Klay Thompson fengi oftar meira krefjandi verkefni í vörninni. „Ég er með frábæra liðsfélaga sem eru betri að dekka menn út á velli. Ég fagna samt áskoruninni þegar ég fæ tækifæri til að dekka mann eins og Russell. Ég reyni að gera mitt besta og er alltaf að reyna að verða betri varnarmaður," sagði Curry. Sjötti leikur Oklahoma City Thunder og Golden State Warriors er annað kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann fer fram á heimavelli Oklahoma City Thunder þar sem Russell Westbrook og félagar í Thunder unnu tvo örugga sigri í fyrri leikjum sínum þar í þessu einvígi. Stephen Curry reynir hér að verjast Russel Westbrook.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira