Sara Björk spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári | Lyon vann Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2016 18:47 Ada Hegerberg skoraði í úrslitaleiknum og varð markadrottning Meistaradeildarinnar 2015-16. Hér fagnar hún marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Franska liðið Olympique Lyonnais vann í kvöld Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sigur á þýska liðinu Wolfsburg í úrslitaleik en vítakeppni þurfti til að fá sigurvegara. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyonnais, var hetja síns liðs en hún varði tvær síðustu vítaspyrnur þýska liðsins eftir að Lyon hafði lenti undir í vítakeppninni. Hin tvítuga Ada Hegerberg frá Noregi, var tveimur mínútum frá því að skora sigurmark Lyon í leiknum en hún var næstum orðin að skúrki í vítakeppninni þegar hún lét verja frá sér fyrstu vítaspyrnu franska liðsins í vítakeppninni. Lyon skoraði hinsvegar úr síðustu fjórum vítaspyrnum sínum sem tryggði liðinu titilinn. Þetta er í þriðja sinn sem Lyon vinnur Meistaradeild kvenna en liðið vann einnig 2011 og 2012. Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er á leiðinni til Wolfsburg og mun spila með þýska liðinu á næsta tímabili. Eftir leikinn í kvöld er ljóst að hún spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári. Ada Hegerberg kom Lyon í 1-0 strax á 12. mínútu með sínu þrettánda marki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Lyon var mun betra liðið og skapaði sér mun fleiri færi í leiknum en tókst ekki að bæta við marki sem kom heldur betur í bakið á þeim. Það fór svo á endanum að þýski framherjinn Alexandra Popp náði að jafna metin tveimur mínútum fyrir leikslok með skalla eftir fyrirgjöf frá Tessa Wullaert. Það varð því að framlengja leikinn en þar tókst hvorugu liðinu að skora og úrslitin réðust því í vítakeppni.Vítaspyrnukeppnin:Wolfsburg - Lyon 3-4 1-0 Alexandra Popp, mark Ada Hegerberg, varið af Almuth Schult 2-0 Isabel Kerschowski, mark 2-1 Lotta Schelin, mark 3-1 Babett Peter, mark 3-2 Wendie Renard, mark Nilla Fischer, varið af Sarah Bouhaddi 3-3 Griedge M'Bock Bathy, mark Élise Bussaglia, varið af Sarah Bouhaddi 3-4 Saki Kumagai, mark Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira
Franska liðið Olympique Lyonnais vann í kvöld Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sigur á þýska liðinu Wolfsburg í úrslitaleik en vítakeppni þurfti til að fá sigurvegara. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyonnais, var hetja síns liðs en hún varði tvær síðustu vítaspyrnur þýska liðsins eftir að Lyon hafði lenti undir í vítakeppninni. Hin tvítuga Ada Hegerberg frá Noregi, var tveimur mínútum frá því að skora sigurmark Lyon í leiknum en hún var næstum orðin að skúrki í vítakeppninni þegar hún lét verja frá sér fyrstu vítaspyrnu franska liðsins í vítakeppninni. Lyon skoraði hinsvegar úr síðustu fjórum vítaspyrnum sínum sem tryggði liðinu titilinn. Þetta er í þriðja sinn sem Lyon vinnur Meistaradeild kvenna en liðið vann einnig 2011 og 2012. Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er á leiðinni til Wolfsburg og mun spila með þýska liðinu á næsta tímabili. Eftir leikinn í kvöld er ljóst að hún spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári. Ada Hegerberg kom Lyon í 1-0 strax á 12. mínútu með sínu þrettánda marki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Lyon var mun betra liðið og skapaði sér mun fleiri færi í leiknum en tókst ekki að bæta við marki sem kom heldur betur í bakið á þeim. Það fór svo á endanum að þýski framherjinn Alexandra Popp náði að jafna metin tveimur mínútum fyrir leikslok með skalla eftir fyrirgjöf frá Tessa Wullaert. Það varð því að framlengja leikinn en þar tókst hvorugu liðinu að skora og úrslitin réðust því í vítakeppni.Vítaspyrnukeppnin:Wolfsburg - Lyon 3-4 1-0 Alexandra Popp, mark Ada Hegerberg, varið af Almuth Schult 2-0 Isabel Kerschowski, mark 2-1 Lotta Schelin, mark 3-1 Babett Peter, mark 3-2 Wendie Renard, mark Nilla Fischer, varið af Sarah Bouhaddi 3-3 Griedge M'Bock Bathy, mark Élise Bussaglia, varið af Sarah Bouhaddi 3-4 Saki Kumagai, mark
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira