Búinn að tryggja sér tilnefningu Birta Björnsdóttir skrifar 26. maí 2016 19:30 AP fréttaveitan ræddi við nokkra kjörmenn sem höfðu ekki ákveðið sig enn um hvort þeir myndu styðja Trump og lýstu nokkrir þeirra yfir stuðningi við hann. Með því hefur hann nú náð þeim 1.237 kjörmönnum sem hann þarf til að tryggja sér tilnefningu Repúblikana. Enn eru 303 kjörmenn í pottinum en forvöl eiga eftir að fara fram í fimm ríkjum þann 7. júní næstkomandi. Þar sem Trump er einn í framboði þykir nánast öruggt að hann muni bæta verulega við sig kjörmönnum og þannig komast hjá því að mæta mótstöðu samflokksmanna sinna á flokksþingi Repúblikana í júlí. Í umfjölluninni breska blaðsis The Telegraph í dag kemur fram að Donald Trump hafi skrifað upp á samning, sem hannaður hafi verið til þess eins að sleppa við að greiða tugi milljóna bandaríkjadollara í skatt. Um er að ræða 50 milljón dollara fjárfestingu FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007. Meint skattsvik snúast um að fjárfestingunni hafi nokkrum vikum síðar verið breytt í lán. Að sögn blaðsins var þetta gert til að komast hjá skattgreiðslum, en í New York þarf að greiða 40 prósent skatt af hagnaði fjárfestinga. Sé fjárfestingin hinsvegar í formi láns falla skattskyldur niður. Skjöl um tilfærslurnar skarta öll undirskrift Donalds Trump en lan Garten, lögmaður Trump, segir hann með undirskrift sinni hafa einfaldlega verið að staðfesta að viðskiptin hefðu farið fram. Hann hafi ekki verið að leggja blessun sína yfir eitt né neitt, enda hafi hann verið lítill hluthafi. Blaðamenn Telegraph segja þá fullyrðingu hinsvegar ekki standast skoðun því þeir hafi undir höndum gögn sem staðfesta að krafa hafi verið gerð um samþykki Trumps við tilfæringunum enda hafi hann verið lykilmaður í fjárfestingum Bayrock. Þriggja mánaða rannsóknarvinna liggur að baki uppljóstrun Telegraph. Þeir sérfræðingar sem þar gefa álit sitt segja að Trump og ráðgjöfum hans hefði átt að vera morgunljóst að gjörningurinn stæðist ekki skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skattamál Trumps eru til umfjöllunar en athygli vakti fyrir nokkrum vikum þegar hann tilkynnti að hann hyggðist brjóta þá hefð að frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna birti upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Hann upplýsti á dögunum að hann hafi þénað rúmlega 500 milljónir dollara á síðasta ári en hefur oft látið hafa eftir sér að hann reyni að greiða eins lítið í skatt og mögulegt sé. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
AP fréttaveitan ræddi við nokkra kjörmenn sem höfðu ekki ákveðið sig enn um hvort þeir myndu styðja Trump og lýstu nokkrir þeirra yfir stuðningi við hann. Með því hefur hann nú náð þeim 1.237 kjörmönnum sem hann þarf til að tryggja sér tilnefningu Repúblikana. Enn eru 303 kjörmenn í pottinum en forvöl eiga eftir að fara fram í fimm ríkjum þann 7. júní næstkomandi. Þar sem Trump er einn í framboði þykir nánast öruggt að hann muni bæta verulega við sig kjörmönnum og þannig komast hjá því að mæta mótstöðu samflokksmanna sinna á flokksþingi Repúblikana í júlí. Í umfjölluninni breska blaðsis The Telegraph í dag kemur fram að Donald Trump hafi skrifað upp á samning, sem hannaður hafi verið til þess eins að sleppa við að greiða tugi milljóna bandaríkjadollara í skatt. Um er að ræða 50 milljón dollara fjárfestingu FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007. Meint skattsvik snúast um að fjárfestingunni hafi nokkrum vikum síðar verið breytt í lán. Að sögn blaðsins var þetta gert til að komast hjá skattgreiðslum, en í New York þarf að greiða 40 prósent skatt af hagnaði fjárfestinga. Sé fjárfestingin hinsvegar í formi láns falla skattskyldur niður. Skjöl um tilfærslurnar skarta öll undirskrift Donalds Trump en lan Garten, lögmaður Trump, segir hann með undirskrift sinni hafa einfaldlega verið að staðfesta að viðskiptin hefðu farið fram. Hann hafi ekki verið að leggja blessun sína yfir eitt né neitt, enda hafi hann verið lítill hluthafi. Blaðamenn Telegraph segja þá fullyrðingu hinsvegar ekki standast skoðun því þeir hafi undir höndum gögn sem staðfesta að krafa hafi verið gerð um samþykki Trumps við tilfæringunum enda hafi hann verið lykilmaður í fjárfestingum Bayrock. Þriggja mánaða rannsóknarvinna liggur að baki uppljóstrun Telegraph. Þeir sérfræðingar sem þar gefa álit sitt segja að Trump og ráðgjöfum hans hefði átt að vera morgunljóst að gjörningurinn stæðist ekki skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skattamál Trumps eru til umfjöllunar en athygli vakti fyrir nokkrum vikum þegar hann tilkynnti að hann hyggðist brjóta þá hefð að frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna birti upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Hann upplýsti á dögunum að hann hafi þénað rúmlega 500 milljónir dollara á síðasta ári en hefur oft látið hafa eftir sér að hann reyni að greiða eins lítið í skatt og mögulegt sé.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira