Tólf kynferðisbrot frá árinu 2011 eru sögð tengjast kampavínsklúbbunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Upphafsmaður umræðu á Alþingi um kampavínsklúbba sagði þá vera sér þyrni í augum. NordicPhotos/Getty Frá árinu 2011 hafa 66 brot sem tengjast svokölluðum kampavínsklúbbum verið skráð í málaskrá lögreglu. Þetta kom fram í máli Ólafar Nordal innanríkisráðherra í sérstakri umræðu um kampavínsklúbba á Alþingi í gær. Ólöf sagði að af þessum 66 brotum væru tólf kynferðisbrot og þar af 11 brot sem tengjast vændi. Ólöf sagði að þessir staðir væru leyfisskyldir og þeim væri ekki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar. Upphafsmaður umræðunnar var Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn sagði að starfsemi kampavínsklúbba hefði lengi verið sér þyrnir í augum. Vændi og mansal sem tengjast þessum stöðum væri vandamál. Vildi Þorsteinn vita hvort innanríkisráðherra teldi að lagabreytingu þyrfti til að koma böndum á klúbbana og hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Ólöf Nordal svaraði því til að starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba væri eftirlitsskyld. Þeim væri bannað að gera út á nektarsýningar og nekt starfsmanna eða annarra. „Um þessar mundir er mikil vitundarvakning innan samfélagsins um vændi og mansal,“ sagði Ólöf. Að sögn innanríkisráðherra er nú á vegum ráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun gegn mansali. „Í því samhengi ber að geta þess að hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð aukin áhersla á brot er tengjast mansali og vændi. Rannsóknir á mansali og vændi hafa verið settar í forgang og sérstakur lögreglufulltrúi embættisins gerður ábyrgur fyrir rannsóknum á umræddum brotum,“ sagði ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Frá árinu 2011 hafa 66 brot sem tengjast svokölluðum kampavínsklúbbum verið skráð í málaskrá lögreglu. Þetta kom fram í máli Ólafar Nordal innanríkisráðherra í sérstakri umræðu um kampavínsklúbba á Alþingi í gær. Ólöf sagði að af þessum 66 brotum væru tólf kynferðisbrot og þar af 11 brot sem tengjast vændi. Ólöf sagði að þessir staðir væru leyfisskyldir og þeim væri ekki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar. Upphafsmaður umræðunnar var Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn sagði að starfsemi kampavínsklúbba hefði lengi verið sér þyrnir í augum. Vændi og mansal sem tengjast þessum stöðum væri vandamál. Vildi Þorsteinn vita hvort innanríkisráðherra teldi að lagabreytingu þyrfti til að koma böndum á klúbbana og hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Ólöf Nordal svaraði því til að starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba væri eftirlitsskyld. Þeim væri bannað að gera út á nektarsýningar og nekt starfsmanna eða annarra. „Um þessar mundir er mikil vitundarvakning innan samfélagsins um vændi og mansal,“ sagði Ólöf. Að sögn innanríkisráðherra er nú á vegum ráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun gegn mansali. „Í því samhengi ber að geta þess að hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð aukin áhersla á brot er tengjast mansali og vændi. Rannsóknir á mansali og vændi hafa verið settar í forgang og sérstakur lögreglufulltrúi embættisins gerður ábyrgur fyrir rannsóknum á umræddum brotum,“ sagði ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira