Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 16:45 Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir Full ástæða er til þess að stemma stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi og full ástæða er til þess að gaumgæfa þau mál verulega. Þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, í sérstakri umræðu um starfsemi kampavínsklúbba á Alþingi í dag. Þorsteinn sagði starfsemi kampavínsklúbba lengi hafa verið þyrnir í augum sínum. Það hafi komið sér á óvart að sjá hversu margvísleg brot tengist þessari klúbbastarfsemi, líkt og tilgreind voru í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn hans. Um sé meðal annars að ræða brot sem varða fíkniefnalöggjöf, sölu vændis, líkamsárásir og fjármálabrot. Hins vegar séu fæst brotanna kærð enda komi menn inn á þessa staði í misjöfnu ástandi, sé jafnvel byrlað ólyfjan og greiðslukort þeirra misnotað. Þeir einstaklingar séu oft hræddir við að skýra þeirra nánustu frá og sleppa því þess vegna að kæra. „Í sjálfu sér má kannski segja að það geti ekki verið mjög einfalt fyrir þolendur, það eru margs konar þolendur í þessum málum, þar á meðal eru menn sem detta inn á þessa staði í misjöfnu ástandi. Það hafa komið upp mál þar sem talið er að þeim hafi verið byrlað ólyfjan og kortið þeirra er það sem er kallað á góðri íslensku „maxað“ á stuttum tíma og það kann að vera erfitt fyrir menn að útskýra það fyrir þeim sem næst þeim standa hvernig á svona megi standa,“ sagði Þorsteinn. Þá sagði hann að ein helsta orsök mansals, líkt og það sé skilgreint erlendis, tengist vændisstarfsemi og að slík starfsemi tengist oftar en ekki klúbbum sem hér séu reknir undir nafninu kampavínsklúbbar. Hins vegar reynist sönnunarbyrði í þeim málum afskaplega erfið. Engu að síður þurfi að stemma stigu við starfsemi þessara klúbba. „Vegna þess að ég einfaldlega tel að það sem sagt er að klúbbarekstur af þessu tagi sé óaðskiljanlegur hluti af ferðamennsku þá held ég hreint út að svona ferðamennska sé okkur Íslendingum ekki að skapi. Ég held ekkert endilega að okkur langi til þess að fá einstaklinga sem sækja í skemmtun af þessu tagi og okkur væru örugglega alveg sama þó þeir væru einhvers staðar annars staðar að svala þeim hvötum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi. Alþingi Tengdar fréttir Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Full ástæða er til þess að stemma stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi og full ástæða er til þess að gaumgæfa þau mál verulega. Þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, í sérstakri umræðu um starfsemi kampavínsklúbba á Alþingi í dag. Þorsteinn sagði starfsemi kampavínsklúbba lengi hafa verið þyrnir í augum sínum. Það hafi komið sér á óvart að sjá hversu margvísleg brot tengist þessari klúbbastarfsemi, líkt og tilgreind voru í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn hans. Um sé meðal annars að ræða brot sem varða fíkniefnalöggjöf, sölu vændis, líkamsárásir og fjármálabrot. Hins vegar séu fæst brotanna kærð enda komi menn inn á þessa staði í misjöfnu ástandi, sé jafnvel byrlað ólyfjan og greiðslukort þeirra misnotað. Þeir einstaklingar séu oft hræddir við að skýra þeirra nánustu frá og sleppa því þess vegna að kæra. „Í sjálfu sér má kannski segja að það geti ekki verið mjög einfalt fyrir þolendur, það eru margs konar þolendur í þessum málum, þar á meðal eru menn sem detta inn á þessa staði í misjöfnu ástandi. Það hafa komið upp mál þar sem talið er að þeim hafi verið byrlað ólyfjan og kortið þeirra er það sem er kallað á góðri íslensku „maxað“ á stuttum tíma og það kann að vera erfitt fyrir menn að útskýra það fyrir þeim sem næst þeim standa hvernig á svona megi standa,“ sagði Þorsteinn. Þá sagði hann að ein helsta orsök mansals, líkt og það sé skilgreint erlendis, tengist vændisstarfsemi og að slík starfsemi tengist oftar en ekki klúbbum sem hér séu reknir undir nafninu kampavínsklúbbar. Hins vegar reynist sönnunarbyrði í þeim málum afskaplega erfið. Engu að síður þurfi að stemma stigu við starfsemi þessara klúbba. „Vegna þess að ég einfaldlega tel að það sem sagt er að klúbbarekstur af þessu tagi sé óaðskiljanlegur hluti af ferðamennsku þá held ég hreint út að svona ferðamennska sé okkur Íslendingum ekki að skapi. Ég held ekkert endilega að okkur langi til þess að fá einstaklinga sem sækja í skemmtun af þessu tagi og okkur væru örugglega alveg sama þó þeir væru einhvers staðar annars staðar að svala þeim hvötum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi.
Alþingi Tengdar fréttir Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48