Af hverju mælist Trump með meira fylgi en Clinton? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2016 14:19 Hillary Clinton og Donald Trump munu að öllum líkindum berjast um það næstu mánuði hvort þeirra verður næsti forseti Bandaríkjanna. vísir/getty Það hefur vakið nokkra athygli að í könnun sem RealClearPolitics gerði á dögunum um fylgi þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sigldi sá síðarnefndi fram úr og mældist með 43,4 prósenta fylgi á meðan Clinton var með 43,2 prósent. Er þetta í fyrsta skipti sem Trump mælist með meira fylgi en Clinton í könnun. Hann er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins en Clinton sækist eftir útnefningu Demókrata. Í umfjöllun BBC um þessa stöðu eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna Trump mælist nú hærri en Clinton í skoðanakönnun, en í fyrsta lagi er tiltekin sú staðreynd að repúblikanar virðast hafa sameinast um að styðja Trump. Þannig lítur út fyrir að almennir flokksmenn ætli að kjósa Trump þrátt fyrir að ýmsir framámenn í flokknum eins og Mitt Romney tali enn fyrir því að frekar eigi að kjósa óháðan frambjóðanda en Trump. Samkvæmt könnun Washington Post ætla 85 prósent repúblikana að kjósa Trump og könnun New York Times sýnir svipaðar tölur. Þá eru ráðandi öfl í flokknum annað hvort farin að tala með því að kjósa Trump eða hætt að láta í sér heyra, en jafnvel John McCain, sem Trump hefur gert lítið úr, ætlar að kjósa hann.Bernie Sanders etur kappi við Hillary Clinton í forvali demókrata.vísir/gettyStuðningsmenn Clinton líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt Í öðru lagi er Bernie Sanders ákveðið vandamál fyrir Clinton. Hann er enn að keppa við hana í forvali demókrata þó hann eigi í raun litla möguleika á að hljóta útnefningu flokksins og er farinn að sýna klærnar. Þannig fór hann til dæmis fram á endurtalningu í forvalinu í Kentucky þar sem Hillary hafði nauman sigur í liðinni viku. Vandamál Clinton felst þó í öðru, það er í því að stuðningsmenn Sanders virðast ekki ætla að fylkja sér á bak við Clinton. Í nýlegri skoðanakönnun sem You Gov gerði fyrir tímaritið Economist kom fram að 55 prósent stuðningsmanna Sanders ætli sér að kjósa Clinton, 15 prósent hyggjast kjósa Trump en 30 prósent segjast annað hvort ekki vita hvern þeir ætla að kjósa eða ætla að velja einhvern annan. Það ætti því ekki að koma á óvart að 72 prósent þeirra sem styðja Sanders sjá Clinton sem óheiðarlega og segja hana ekki traustsins verða. Þá sýna aðrar kannanir jafnframt að stuðningsmenn Clinton eru líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt.Trump hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum.vísir/gettyKonur og minnihlutahópar velja Clinton, karlar og hvítir Trump En það er fleira sem veldur Clinton vandræðum eins og til dæmis það hvernig mismunandi þjóðfélagshópar segjast ætla að kjósa. Þannig styðja konur og minnihlutahópar Clinton en það jafnast út því hvítir og karlmenn styðja frekar Trump. Samkvæmt könnun Washington Post styðja 57 prósent hvítra og 57 prósent karla Trump á meðan 69 prósent litaðra og 52 prósent kvenna kjósa Clinton. Þá eru erfitt að segja til um hvernig þeir kjósendur sem hvorki telja sig sem repúblikana eða demókrata munu kjósa en ef marka má kannanir nú hallast þeir frekar að Trump heldur en Clinton. Þannig segjast 48 prósent þeirra frekar ætla að kjósa hann heldur en hana. Í öllu þessu er þó vert að hafa í huga að enn er langt til þess að kosið verði til forseta í Bandaríkjunum en þær fara fram þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi. Þannig er á það bent í umfjöllun BBC að árið 1980 mældist Jimmy Carter með meira fylgi en Ronald Reagan snemma í skoðanakönnunum og það sama var uppi á teningum árið 2008 þegar John McCain atti kappi við Barack Obama. Það er því langt því frá öruggt að Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna en það er sannarlega áhugavert hversu mikla keppni hann veitir Clinton miðað við það hversu margir afskrifuðu hann þegar hann bauð sig upphaflega fram í forvali repúblikana. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Það hefur vakið nokkra athygli að í könnun sem RealClearPolitics gerði á dögunum um fylgi þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sigldi sá síðarnefndi fram úr og mældist með 43,4 prósenta fylgi á meðan Clinton var með 43,2 prósent. Er þetta í fyrsta skipti sem Trump mælist með meira fylgi en Clinton í könnun. Hann er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins en Clinton sækist eftir útnefningu Demókrata. Í umfjöllun BBC um þessa stöðu eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna Trump mælist nú hærri en Clinton í skoðanakönnun, en í fyrsta lagi er tiltekin sú staðreynd að repúblikanar virðast hafa sameinast um að styðja Trump. Þannig lítur út fyrir að almennir flokksmenn ætli að kjósa Trump þrátt fyrir að ýmsir framámenn í flokknum eins og Mitt Romney tali enn fyrir því að frekar eigi að kjósa óháðan frambjóðanda en Trump. Samkvæmt könnun Washington Post ætla 85 prósent repúblikana að kjósa Trump og könnun New York Times sýnir svipaðar tölur. Þá eru ráðandi öfl í flokknum annað hvort farin að tala með því að kjósa Trump eða hætt að láta í sér heyra, en jafnvel John McCain, sem Trump hefur gert lítið úr, ætlar að kjósa hann.Bernie Sanders etur kappi við Hillary Clinton í forvali demókrata.vísir/gettyStuðningsmenn Clinton líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt Í öðru lagi er Bernie Sanders ákveðið vandamál fyrir Clinton. Hann er enn að keppa við hana í forvali demókrata þó hann eigi í raun litla möguleika á að hljóta útnefningu flokksins og er farinn að sýna klærnar. Þannig fór hann til dæmis fram á endurtalningu í forvalinu í Kentucky þar sem Hillary hafði nauman sigur í liðinni viku. Vandamál Clinton felst þó í öðru, það er í því að stuðningsmenn Sanders virðast ekki ætla að fylkja sér á bak við Clinton. Í nýlegri skoðanakönnun sem You Gov gerði fyrir tímaritið Economist kom fram að 55 prósent stuðningsmanna Sanders ætli sér að kjósa Clinton, 15 prósent hyggjast kjósa Trump en 30 prósent segjast annað hvort ekki vita hvern þeir ætla að kjósa eða ætla að velja einhvern annan. Það ætti því ekki að koma á óvart að 72 prósent þeirra sem styðja Sanders sjá Clinton sem óheiðarlega og segja hana ekki traustsins verða. Þá sýna aðrar kannanir jafnframt að stuðningsmenn Clinton eru líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt.Trump hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum.vísir/gettyKonur og minnihlutahópar velja Clinton, karlar og hvítir Trump En það er fleira sem veldur Clinton vandræðum eins og til dæmis það hvernig mismunandi þjóðfélagshópar segjast ætla að kjósa. Þannig styðja konur og minnihlutahópar Clinton en það jafnast út því hvítir og karlmenn styðja frekar Trump. Samkvæmt könnun Washington Post styðja 57 prósent hvítra og 57 prósent karla Trump á meðan 69 prósent litaðra og 52 prósent kvenna kjósa Clinton. Þá eru erfitt að segja til um hvernig þeir kjósendur sem hvorki telja sig sem repúblikana eða demókrata munu kjósa en ef marka má kannanir nú hallast þeir frekar að Trump heldur en Clinton. Þannig segjast 48 prósent þeirra frekar ætla að kjósa hann heldur en hana. Í öllu þessu er þó vert að hafa í huga að enn er langt til þess að kosið verði til forseta í Bandaríkjunum en þær fara fram þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi. Þannig er á það bent í umfjöllun BBC að árið 1980 mældist Jimmy Carter með meira fylgi en Ronald Reagan snemma í skoðanakönnunum og það sama var uppi á teningum árið 2008 þegar John McCain atti kappi við Barack Obama. Það er því langt því frá öruggt að Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna en það er sannarlega áhugavert hversu mikla keppni hann veitir Clinton miðað við það hversu margir afskrifuðu hann þegar hann bauð sig upphaflega fram í forvali repúblikana.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00
Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07
Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00