Svikin loforð menntamálaráðherra Guðríður Arnardóttir skrifar 25. maí 2016 11:32 Alvarleg rekstrarstaða framhaldsskólanna er augljós. Það er líka orðið ljóst að loforð um umbætur eru orðin tóm af hálfu menntamálaráðherra. Skólameistarar í framhaldsskólunum hafa nú bent réttilega á að staðan sé orðin svo alvarleg að ekki sé til inneign fyrir helstu rekstrargjöldum og jafnvel ekki heldur launum starfsfólks en laun eru langstærsti rekstrarliður framhaldsskólanna. Það er nefnilega þannig að svokölluð launastika ræður því hvernig fjármunum er úthlutað til framhaldsskólanna. Launastikan verður að endurspegla starfsmannahald hvers skóla sem getur verið nokkuð mismunandi. Meðalaldur kennara hækkar til dæmis launakostnað þar sem reyndari kennarar eru á hærri launum. Hátt menntunarstig getur að sama skapi aukið launakostnað, stærð eða smæð skóla hefur áhrif sama skapi og verður launastikan að taka tillit til þess ef kerfið á að virka. Það gerir hún ekki eins og staðan er í dag. Launastika framhaldsskólanna er vægast sagt í algjöru rugli. Hún endurspeglar á engan hátt launakostnað og hefur í raun verið notuð til þess að þrengja að rekstri framhaldsskólanna. Framlög til skólanna hafa verið keyrð niður án þess að málefnaleg rök liggi þar til grundvallar sem réttlæta slíkt. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara frá árinu 2014 var fjárhagsstaða framhaldsskólanna til umfjöllunar enda staðan þá löngu orðin með öllu óverjandi. Þá eins og nú var víða ekki hægt að skrapa saman fyrir rekstrargjöldum eins og rafmagnsreikningum. Við samningaborðið vorið 2014 var skilyrði af hálfu forystu framhaldsskólakennara, svo samningar tækjust, að endurskoða launastiku framhaldsskólanna enda töldum við ekki hægt að búa við það að fjárhagur framhaldsskólanna væri svo aðframkominn að ekki tækist að skrapa saman fyrir launum starfsfólks. Þótt fjármálaráðherra sé í raun samningsaðili við Kennarasamband Ísland af hálfu ríkisins er það auðvitað fagráðherrann sem ber ábyrgð á rekstri framhaldsskólanna. Og til að liðka fyrir samningum þá skrifaði menntamálaráðherra undir eftirfarandi bókun: Færa reiknilíkan framhaldsskóla í rétt horf með áherslu á að grunnbreytur endurspegli launakostnað sem réttast á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að endurskoðun reiknilíkansins verði lokið á fyrrihluta árs 2015. Félag framhaldsskólakennara hefur ítrekað spurt frétta af þessari endurskoðun reiknilíkansins en fátt verið um svör innan úr menntamálaráðuneytinu. Nú er ár liðið síðan þessari endurskoðun átti að vera lokið og kjarasamningur framhaldsskólakennara rennur út 31. október næstkomandi. Hvaða faglega metnað hefur menntamálaráðherra fyrir hönd framhaldsskólans í landinu? Er það skipulögð leikflétta að horfa bara í hina áttina þegar framhaldsskólarnir geta ekki rekið sig með tilheyrandi þjónustuskerðingu við nemendur? Hvernig eigum við að treysta orðum ráðherra sem svíkur loforð og gerða samninga? Ég kalla eftir skýringum frá menntamálaráðherra um hvers vegna launastika framhaldsskólanna hefur ekki verið færð í rétt horf og hvers vegna rekstur skólanna er enn undir þolmörkum þrátt fyrir yfirlýsingar um að meginbreytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs eigi að bæta rekstrarniðurstöðu skólanna. Það dugar ekki að kenna fjármálaráðuneytinu um – ráðherra menntamála ber ábyrgð á sínum málaflokki og að tryggja honum fjármuni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Alvarleg rekstrarstaða framhaldsskólanna er augljós. Það er líka orðið ljóst að loforð um umbætur eru orðin tóm af hálfu menntamálaráðherra. Skólameistarar í framhaldsskólunum hafa nú bent réttilega á að staðan sé orðin svo alvarleg að ekki sé til inneign fyrir helstu rekstrargjöldum og jafnvel ekki heldur launum starfsfólks en laun eru langstærsti rekstrarliður framhaldsskólanna. Það er nefnilega þannig að svokölluð launastika ræður því hvernig fjármunum er úthlutað til framhaldsskólanna. Launastikan verður að endurspegla starfsmannahald hvers skóla sem getur verið nokkuð mismunandi. Meðalaldur kennara hækkar til dæmis launakostnað þar sem reyndari kennarar eru á hærri launum. Hátt menntunarstig getur að sama skapi aukið launakostnað, stærð eða smæð skóla hefur áhrif sama skapi og verður launastikan að taka tillit til þess ef kerfið á að virka. Það gerir hún ekki eins og staðan er í dag. Launastika framhaldsskólanna er vægast sagt í algjöru rugli. Hún endurspeglar á engan hátt launakostnað og hefur í raun verið notuð til þess að þrengja að rekstri framhaldsskólanna. Framlög til skólanna hafa verið keyrð niður án þess að málefnaleg rök liggi þar til grundvallar sem réttlæta slíkt. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara frá árinu 2014 var fjárhagsstaða framhaldsskólanna til umfjöllunar enda staðan þá löngu orðin með öllu óverjandi. Þá eins og nú var víða ekki hægt að skrapa saman fyrir rekstrargjöldum eins og rafmagnsreikningum. Við samningaborðið vorið 2014 var skilyrði af hálfu forystu framhaldsskólakennara, svo samningar tækjust, að endurskoða launastiku framhaldsskólanna enda töldum við ekki hægt að búa við það að fjárhagur framhaldsskólanna væri svo aðframkominn að ekki tækist að skrapa saman fyrir launum starfsfólks. Þótt fjármálaráðherra sé í raun samningsaðili við Kennarasamband Ísland af hálfu ríkisins er það auðvitað fagráðherrann sem ber ábyrgð á rekstri framhaldsskólanna. Og til að liðka fyrir samningum þá skrifaði menntamálaráðherra undir eftirfarandi bókun: Færa reiknilíkan framhaldsskóla í rétt horf með áherslu á að grunnbreytur endurspegli launakostnað sem réttast á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að endurskoðun reiknilíkansins verði lokið á fyrrihluta árs 2015. Félag framhaldsskólakennara hefur ítrekað spurt frétta af þessari endurskoðun reiknilíkansins en fátt verið um svör innan úr menntamálaráðuneytinu. Nú er ár liðið síðan þessari endurskoðun átti að vera lokið og kjarasamningur framhaldsskólakennara rennur út 31. október næstkomandi. Hvaða faglega metnað hefur menntamálaráðherra fyrir hönd framhaldsskólans í landinu? Er það skipulögð leikflétta að horfa bara í hina áttina þegar framhaldsskólarnir geta ekki rekið sig með tilheyrandi þjónustuskerðingu við nemendur? Hvernig eigum við að treysta orðum ráðherra sem svíkur loforð og gerða samninga? Ég kalla eftir skýringum frá menntamálaráðherra um hvers vegna launastika framhaldsskólanna hefur ekki verið færð í rétt horf og hvers vegna rekstur skólanna er enn undir þolmörkum þrátt fyrir yfirlýsingar um að meginbreytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs eigi að bæta rekstrarniðurstöðu skólanna. Það dugar ekki að kenna fjármálaráðuneytinu um – ráðherra menntamála ber ábyrgð á sínum málaflokki og að tryggja honum fjármuni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí 2016
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun