Telur að baráttan um Bessastaði verði á milli sín og Guðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2016 10:50 Andri Snær Magnason. Vísir/Valli „Það er gott að vera farinn að rísa aftur,“ segir Andri Snær Magnson forsetaframbjóðandi um nýja skoðanakönnun MMR. Hann mælist þar með 11 prósent fylgi en var með 8,8 prósent fylgi í seinustu könnun MMR sem birt var 9. maí. Guðni Th. Jóhannesson mælist með yfirburðafylgi eða 65,5 prósent og Davíð Oddsson kemur þar á eftir með 18,1 prósent fylgi. Þegar Andri er beðinn um að svara því heiðarlega hvort hann telji sig eiga einhvern möguleika á að vinna kosningarnar miðað við þessa könnun sem birtist nú sléttum mánuði fyrir kjördag svarar hann því játandi. „Það er algjörlega já. Sjónvarpskappræðurnar eru til að mynda eftir og það má í rauninni segja að seinni hálfleikur kosningabaráttunnar sé að hefjast nú. Við eigum algjörlega eftir að sjá hvernig það spinnst og ég held að Davíð gæti alveg eins dregið sig í hlé núna. Ég útiloka ekkert þar sem atburðarás síðustu vikna hefur verið svo óútskýranleg að ég get ekki verið annað en bjartsýnn á að hvað sem er geti gerst,“ segir Andri.Þú segir að Davíð gæti dregið sig í hlé en nú mælist hann með meira fylgi en þú. Gætir þú þá ekki allt eins dregið þig í hlé? „Nei, ég held að þetta sé meira milli mín og Guðna,“ segir Andri. Aðspurður af hverju hann telji það segir hann: „Áherslumunurinn á hugmyndum og framtíðarsýn hefur kannski ekki komið nógu skýrt í ljós en kosningarnar hafa í raun mikið markast af Ólafi Ragnari og Davíð og frambjóðendur ekki fengið að takast á um hver þeirra sýn sé. Þannig að ég held að það mælist mjög skýr vilji til þess að Davíð verði ekki forseti og það sé kannski stærsti mælingarpunkturinn.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
„Það er gott að vera farinn að rísa aftur,“ segir Andri Snær Magnson forsetaframbjóðandi um nýja skoðanakönnun MMR. Hann mælist þar með 11 prósent fylgi en var með 8,8 prósent fylgi í seinustu könnun MMR sem birt var 9. maí. Guðni Th. Jóhannesson mælist með yfirburðafylgi eða 65,5 prósent og Davíð Oddsson kemur þar á eftir með 18,1 prósent fylgi. Þegar Andri er beðinn um að svara því heiðarlega hvort hann telji sig eiga einhvern möguleika á að vinna kosningarnar miðað við þessa könnun sem birtist nú sléttum mánuði fyrir kjördag svarar hann því játandi. „Það er algjörlega já. Sjónvarpskappræðurnar eru til að mynda eftir og það má í rauninni segja að seinni hálfleikur kosningabaráttunnar sé að hefjast nú. Við eigum algjörlega eftir að sjá hvernig það spinnst og ég held að Davíð gæti alveg eins dregið sig í hlé núna. Ég útiloka ekkert þar sem atburðarás síðustu vikna hefur verið svo óútskýranleg að ég get ekki verið annað en bjartsýnn á að hvað sem er geti gerst,“ segir Andri.Þú segir að Davíð gæti dregið sig í hlé en nú mælist hann með meira fylgi en þú. Gætir þú þá ekki allt eins dregið þig í hlé? „Nei, ég held að þetta sé meira milli mín og Guðna,“ segir Andri. Aðspurður af hverju hann telji það segir hann: „Áherslumunurinn á hugmyndum og framtíðarsýn hefur kannski ekki komið nógu skýrt í ljós en kosningarnar hafa í raun mikið markast af Ólafi Ragnari og Davíð og frambjóðendur ekki fengið að takast á um hver þeirra sýn sé. Þannig að ég held að það mælist mjög skýr vilji til þess að Davíð verði ekki forseti og það sé kannski stærsti mælingarpunkturinn.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21